15.2.2009
Kópavogur - bærinn minn
Kópavogsbær er minn heimabær, hér er ég alin upp, hér hef ég búið allt mitt líf að undanskildum tveimur vetrum sem ég dvaldi í Stykkishólmi og þessi bær er mér kærastur allra bæja í heimi hér. Hér er gott mannlíf, hér býr fjöldinn allur af góðu fólki og mér finnst bæjarstæðið eitt það fallegasta á landinu.
Vegna þessarar ástar minnar á bænum ákvað ég árið 2006 að bjóða mig fram til bæjarstjórnar í Kópavogi. Það latti mig að vísu ekki að ég hef ég ekki verið sérlega hrifin af útþenslu- og steypustefnu þess meirihluta sem setið hefur við völd hér í bæ frá því seint á síðustu öld. Mér hefur fundist áhersla þess meirihluta vera öll á það að þjónusta verktaka og byggingarfyrirtæki en íbúarnir hafa verið hlunnfarnir og á þá hefur ekki verið hlustað. Ég viðurkenni það fúslega að þegar Sigurður heitinn Geirdal var bæjarstjóri þá hafði bærinn heldur mýkra yfirbragð út á við. Hann var skemmtilegur hann Sigurður, réttsýnn, sanngjarn og drengur góður. Maður vissi að hann hefði stjórn á samstarfsflokknum, eða öllu heldur þeim sem hann leiddi. Óvænt og ótímabært fráfall Sigurðar Geirdals var því ekki aðeins missir fyrir hans fjölskyldu og Framsóknarflokkinn. Fráfall hans varð áfall fyrir Kópavogsbúa og samfélagið hér í heild. Það kom strax í ljós.
Meira síðar ...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.2.2009 kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.2.2009
Er það tilviljun...
Sjálfsagt er eitthvað til í þessari frétt. En mér finnst eins og nú séu allir fingur farnir að benda á bankana sjálfa og stjórnendur þeirra. Er það tilviljun að þeir fingur séu dregnir upp núna, í aðdraganda kosninga? Er það tilviljun að þeir fingur séu dregnir upp núna þegar krafan um fjarvist DO verður háværari og háværari?
Ég held ekki.
![]() |
Reynslulausir réðu í bönkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.2.2009
Sjálfssýn sjálfstæðismanna
Eftir erfiðar draumfarir í kjölfar sýningar RUV á viðtali BBC við fyrrverandi forsætisráðherra, þá átti ég dálítið bágt með að renna yfir Voga, blað sjálfstæðismanna í Kópavogi, sem barst til mín á föstudagsmorgun. Þar sem blaðið var borið út með Fréttablaðinu þá kippti ég því með mér í vinnuna, hálf fegin að það hafi aldrei komið inná heimili mitt .
Miðað við forsíðu og baksíðu blaðsins þá held ég að litli framsóknarmaðurinn í bæjarstjórn Kópavogs sé genginn til liðs við íhaldið því þetta er í annað eða þriðja sinn á skömmum tíma sem hann prýðir forsíðu blaðsins en hana hefur foringinn venjulega átt einn. Það vakti líka furðu mína að íhaldsflokkurinn í Kópavogi er farinn að setja mynd af Steingrími J. á forsíðuna hjá sér og ekki nóg með það hún er birt aftur á blaðsíðu 3. Ef ég þekki rétt til í auglýsingabransanum þá eru þessar tvær síður, ásamt baksíðunni verðmætustu" síður blaðsins og þykir mér skjóta nokkuð skökku við að íhaldsflokkur Kópavogs skuli vera farinn að hampa formanni VG með þessum hætti.
En þegar inní blaðið er komið tekur ekki skárra við. Íhaldsflokkurinn grobbar sig af Drengjunum okkar" í spurningaþættinum Útsvari. Ekki þar fyrir að drengirnir þrír sem þar taka þátt fyrir hönd Kópavogs, eru allra góðra gjalda verðir, en ég verð að spyrja mig hvort það sé virkilega svo, í 30.000 sálna samfélagi eins og Kópavogi, að þar skuli ekki finnast ein einasta kona sem er þess verðug að taka þátt í þessum spurningaleik í sjónvarpinu? Þar fyrir utan virðast drengirnir okkar" alls ekki hafa gaman að þættinum og sjást sjaldan brosa, sem er afar ólíkt keppendum annarra sveitarfélaga og er þá Garðabær með talinn.
Þó ég hafi aðeins verið komin á blaðsíðu 3 þá sýna íhaldsmenn í Kópavogi ótrúlega kvenfjandsamlega skoðun sína, ekki aðeins með því að hampa drengjunum okkar" heldur einnig með því að tala um að bæjarfeður Kópavogs hugsi meira um framtíðina en fortíðina. Hvaða bæjarfeður eru það? Eru það Gö og Gokke eða eru það allir karlarnir í bæjarstjórninni? Hvers eiga þær Guðríður, Sigurrós og Áshildur að gjalda að vera ekki taldar með? Ekki geta þær talist bæjarfeður Kópavogs!
Til að skemmta skrattanum enn meir slá þeir íhaldsmenn í Kópavogi upp mynd af varaformanni flokksins, konu sem ég hef miklar mætur á, gangandi yfir það sem virðist sviðna jörð en horfandi kankvís framan í linsu ljósmyndarans. Hvort þetta sé einhver tákngerving stjórnunar íhaldsflokksins í ríkisstjórn síðustu 18 ár, þar sem ekkert virðist eftir nema auðnin ein, veit ég ekki, en það vakti sérstaka athygli mína hversu bakland varaformannsins var fátæklegt.
Sennilega hafa íhaldsmenn ætlað að skemmta mér þegar þeir settu Týsblaðið, blað ungrasjálfstæðismanna inní Voga. Það er alltaf gaman að vita hvað unga fólkið er að hugsa og hvernig þau horfa til framtíðar. Meðal greinarhöfunda í Týsblaðinu eru þeir Jón Gunnarsson alþingismaður, Jóhann Ísberg, formaður Sjálfstæðisfélags Kópavogs og Sigurður Þorsteinsson, sem ekki lætur getið hvaða titil hann hefur en mig grunar að hann bloggi sem óður maður á Moggablogginu. Jóhann er fæddur árið 1959, Jón Gunnarsson árið 1956 og ef Sigurður er sá sem ég held þá er hann fæddur í kringum 1956 og skrifar á http://ziggi.blog.is. Þessir þrír eru því furðu fullorðnir miðað við unga íhaldsmenn. Reyndar getur verið að ég hafi misskilið Blað ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi" eitthvað því það má vera að blaðið hafi aðeins verið forsíðan og ekkert annað. Þá vitum við a.m.k. að ungir sjálfstæðismenn í Kópavogi virðast ekki hafa ýkja margt fram að færa!
Enn fletti ég blaðinu og á bls. 11 er grein eftir Ármann á Alþingi. Ég hafði ekki nennu til að lesa greinina en ég velti fyrir mér myndefninu með greininni sem hefur fyrirsögnina: Allir verða að standa saman að endurreisn. Með greininni fylgir mynd af Ármanni, sem við mína fyrstu sýn virtist standa á einhverju hamfarasvæði en við nánari athugun stendur hann í grunni húsbyggingar og í myndatexta segir að greinarhöfundur sé í eftirlitsferð sem bæjarfulltrúi í Kópavogi." Nú er ég að vísu bara varabæjarfulltrúi, en ég hef hvergi séð í starfslýsingu að bæjarfulltrúar ættu að fara í sérstakar eftirlitsferðir" um bæinn!
12.2.2009
Íslenska konan
Í kvöld leit ég inná bloggsíðu Láru Hönnu og sá þar tvö myndbönd frá Alþingi. Annað þeirra var dæmigert fyrir skortinn á hæfileikum sumra alþingismanna en hitt er dæmigert fyrir kraftinn, kjarkinn og þorið í íslensku konunni sem Ómar orti svo fallega um fyrir nokkrum árum. Ragnheiður Ólafsdóttir varaþingmaður sýndi það og sannaði í þinginu að hún er þessi dugmikla íslenska kona sem Ómar orti um.
Íslenska konan
Ómar Ragnarsson
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf.
Með landnemum sigldi hún um svarrandi haf.
Hún sefaði harma, hún vakti er hún svaf.
Hún þerraði tárin hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð.
Ó, hún var ambáttin hljóð
hún var ástkonan rjóð
hún var amma svo fróð.
Ó, athvarf umrenningsins
inntak hjálpræðisins
líkn frá kyni til kyns.
Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði og stritaði gleðisnauð ár
Hún enn í dag fórnar sér endalaust má.
Hún er íslenska konan sem gefur þér allt sem hún á.
Ó, hún er brúður sem skín
Hún er barnsmóðir þín.
Hún er björt sólarsýn.
Ó, hún er ást, hrein og tær
Hún er alvaldi kær.
Eins og Guðsmóðir skær.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt þinn skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf.
En sólin hún hnígur og sólin hún rís.
Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís,
sem ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf.
Fyrir um hálfu ári kom bæjarstjóri Kópavogs með þá hugmynd fram á fundi bæjarráðs Kópavogs að semja skyldi siðareglur fyrir bæjarfulltrúa og æðstu stjórnendur bæjarins. Þessi tillaga kom mér þægilega á óvart og sannast sagna átti ég ekki von á þessari hugmynd úr þessari átt!
Þegar bæjarráðsfulltrúar fóru að velta fyrir sér hvernig ætti að standa að gerð siðareglana kom í ljós að það átti að vinna þær að mestu á skrifstofu bæjarstjóra og síðan að leggja þær fram til samþykktar. Þetta er ekki sérlega lýðræðisleg en þó venjuleg stjórnsýsla undir stjórn þessa bæjarstjóra. Sem von er þá var hugmynd bæjarstjórans vel tekið en þó settir varnaglar við framkvæmd verksins og á fundi bæjarráðs í september var sérstaklega bókað það álit fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs að slíkar siðareglur ætti að inna í góðri sátt allra bæjarfulltrúa. Bæjarstjórinn bókaði af sinni alkunnu hógværð að "afgreiðsla og fullvinnsla siðareglna verður á höndum bæjarráðsfulltrúa, sem eru kjörnir fulltrúar."
Það gerist síðastliðinn fimmtudag að siðareglurnar eru lagðar fram "fullskapaðar" í bæjarráði og teknar til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í dag. Þar neitaði bæjarstjórinn að hlusta á röksemdir minnihlutans um að það væri hentugra að reglur sem þessar væru unnar í góðri sátt allra bæjarfulltrúa. Reglunum var vísað til síðari umræðu án þess að til kæmu nokkur sáttatónn um það að minnihlutaflokkarnir kæmu að gerð þeirra á einn eða annan hátt.
Nú veltir e.t.v. einhver fyrir sér af hverju ég set orðið "fullskapaðar" í gæsalappir. Það er þó einföld skýring á því. Reglurnar eru fullskapaðar svo langt sem þær ná, en í þær vantar marga þætti s.s. varðandi það að kjörnir bæjarfulltrúar geri grein fyrir hagsmunatengslum sínum við einkafyrirtæki og almenningshlutafélög og því hvaða fjárhagslegu hagsmuna þeir gætu átt í ýmsum málum. Þá er orðalag í þeim reglum sem meirihlutinn lagði fram í bæjarstjórn í dag til skammar svo ekki sé meira sagt. Stundum hefur verið sagt að orðalag sé tyrft, illskiljanlegt og erfitt yfirferðar, slíkar samlíkingar eiga sannarlega við um það skjal sem lagt var fyrir bæjarstjórn í dag.
Því miður virðist það því verða þannig að það verður Gunnars leið eða engin leið. Siðareglur bæjarfulltrúa og æðstu stjórnenda bæjarins verður troðið uppá bæjarstjórn með meirihlutavaldi. Er það miður því reglur sem þessar geta hæglega orðið til þess að efla samstöðu og samvinnu bæjarfulltrúa og æðstu stjórnenda bæjarins. Ekki veitir af á þessum síðustu og verstu tímum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson