Leita í fréttum mbl.is

Íslenska konan

Í kvöld leit ég inná bloggsíðu Láru Hönnu og sá þar tvö myndbönd frá Alþingi. Annað þeirra var dæmigert fyrir skortinn á hæfileikum sumra alþingismanna en hitt er dæmigert fyrir kraftinn, kjarkinn og þorið í íslensku konunni sem Ómar orti svo fallega um fyrir nokkrum árum. Ragnheiður Ólafsdóttir varaþingmaður sýndi það og sannaði í þinginu að hún er þessi dugmikla íslenska kona sem Ómar orti um.

Íslenska konan
Ómar Ragnarsson 

Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf.
Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf.

Með landnemum sigldi hún um svarrandi haf.
Hún sefaði harma, hún vakti er hún svaf.
Hún þerraði tárin hún þerraði blóð.
Hún var íslenska konan sem allt á að þakka vor þjóð.

Ó, hún var ambáttin hljóð
hún var ástkonan rjóð
hún var amma svo fróð.

Ó, athvarf umrenningsins
inntak hjálpræðisins
líkn frá kyni til kyns.

Hún þraukaði hallæri, hungur og fár.
Hún hjúkraði og stritaði gleðisnauð ár
Hún enn í dag fórnar sér endalaust má.
Hún er íslenska konan sem gefur þér allt sem hún á.

Ó, hún er brúður sem skín
Hún er barnsmóðir þín.
Hún er björt sólarsýn.

Ó, hún er ást, hrein og tær
Hún er alvaldi kær.
Eins og Guðsmóðir skær.

Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt þinn skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf.

En sólin hún hnígur og sólin hún rís.
Og sjá þér við hlið er þín hamingjudís,
sem ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband