Eins og svo oft áður þá skipti ég yfir á rás 7 á miðlaranum mínum undir nóttina í gær til að fylgjast með málefnalegri og virðulegri umræðu á hinu háa Alþingi. Undanfarin kvöld hef ég hagað málum á þennan hátt og hef furðað mig á því hversu döpur umræðan er þar á bænum. Sér í lagi hef ég átt erfitt með að skilja í þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem halda uppi sérlega ómerkilegu málþófi vegna frumvarps um stjórnskipunarlög.
Í gærkvöld þrættu þeir við stjórnarliða um það í hvaða röð þeir ættu að taka til máls, auk þess sem þeir kvörtuðu yfir því að fáir þingmenn væru í þingsalnum til að hlusta á þá. Málið var nefnilega að þrátt fyrir að 14 þingmenn væru á mælendaskrá þá tókst Illuga Gunnarssyni að flytja tvær ræður um þetta sama mál. Nú er útsýnið takmarkað úr sjónvarpstækinu en mig grunar að ástæða þess að Illugi þurfti að tala svona títt hafi verið að fáir þingmenn minnihlutans hafi verið viðstaddir ræðuhöldin og því hafi þeir gripið til þess ráðs að láta flytja sig framar á mælendaskrána - svo þeir misstu ekki taktinn, blessaðir!
Áður en ég slökkti sá ég þau Arnbjörgu Sveinsdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktsson, formann sama flokks, standa við borðið hjá forseta þingsins og endurraða á mælendaskrána. Það fór enda svo að sirkusinn í boði Sjálfstæðisflokksins hélt áfram inní nóttina en á meðan ég svaf styrkist ég enn í trúnni á því að með málþófinu vonist þeir til þess að tíminn standi kyrr - tali þeir nógu mikið.
Ég held að Sjálftæðismenn séu skíthræddir við kosningar sem þó munu skella á þeim laugardaginn 25. apríl, hvort sem þeim líkar betur eða verr.
6.4.2009
Í hálfgerðri forundran
Það var í hálfgerðri forundran sem ég hlustaði á útsendingu frá Alþingi um hádegisbil í dag. Fyrst komu þingmenn Sjálfstæðisflokksins upp í umvörpum og vildu breyta út frá fyrirliggjandi dagskrá þingsins. Forseti Alþingis benti þeim vinsamlega á, og í dálítið föðurlegum tón, að það væri forseti Alþingis sem setti upp dagskrá þingsins en ef þeir vildu breyta út frá henni þá væri hann tilbúinn til að skoða það á fundi með formönnum þingflokkanna í hádegisverðarhléi.
En þetta dugði ekki til því en enn og aftur héldu þingmenn Sjálfstæðisflokksins áfram að haga sér eins og óþekkir krakkar fyrir framan sælgætisrekkann í stórmarkaðnum. Heimtandi gotterí og vildu ekki það sem búið var að setja í pokanum. Þeir vældu og vældu, jafnvel þó að neðar í pokanum væri það góðgæti sem þeir vildu.
Þau mál sem Sjálfstæðismenn vilja ræða voru nefnilega á dagskrá þingsins. Bara ekki í þeirri röð sem þeir vilja!
Vegna einstaks umburðarlyndis og gæsku bar forseti Alþingis síðan upp tillögu Sjálfstæðismanna og leyfði þingheimi að greiða atkvæði um dagskrártillöguna. Þá tók ekki betra við, því þá þyrptust þeir upp í ræðustól til að gera grein fyrir atkvæði sínu. Á daginn kom að tillaga Sjálfstæðismanna um breytingu á dagskrá var felld með nokkrum mun.
Frá hádegi hafa Sjálfstæðismenn hrúgast í ræðustól til að agnúast út í frumvarp um stjórnlagaþing eins og þeir hafa gert undanfarna daga. Þeir geta haldið áfram að halda Alþingi í gíslingu með málþófi sínu. Verði þeim að góðu með það, en að koma síðan upp og halda því fram að ríkisstjórnin og aðrir flokkar á þingi séu að halda þeim frá kosningabaráttu er náttúrulega slík firra að engu tali tekur.
Það verk fellur algjörlega í hlut Sjálfstæðisflokksins.
Kannski þetta málþóf þeirra eðlilegt. Þeir vita sem er að þeir munu tapa miklu fylgi í kosningunum 25. apríl og eru þess vegna skíthræddir við það að taka þátt í kosningabaráttunni.
Persónulega hlakka ég til kosninganna og veit að þjóðin mun fagna með mér að þeim loknum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.4.2009
Besti ráðherra þjóðarinnar.
Í framhaldi af færslu minni hér að neðan langar mig að benda á að sá embættismaður íslenskur, sem þjóðin ber mest traust til, er Jóhanna Sigurðardóttir.
Hefur þú velt því fyrir þér af hverju það er?
Ég held að það sé vegna þess að hún hefur það sem ég sagði í fyrri færslu að vantaði í íslenskt samfélag, þ.e. að hafa siðferðiskompásinn rétt stilltann. Hjá henni ganga heildarhagsmunir framar hagsmunum fárra. Hún hefur verið umdeild og gagnrýnd, yfirleitt af þeim sem til þessa, og gjarnan í skjóli íhaldsins, hafa notið þess að vera í litlum forréttindahópi.
Foreldrar mínir eru bæði fædd árið 1932. Síðasta sumar sagði pabbi við mig í óspurðum fréttum að Jóhanna Sigurðardóttir væri sá ráðherra sem hefði gert mest og best fyrir hann á allri hans ævi. Ég varð dálítið hissa, enda er karl faðir minn frekar hallur undir frelsi einstaklingsins og öðrum þeim hugmyndum sem gildi Sjálfstæðismanna grundvallast á. Þegar ég innti hann eftir því af hverju hann hefði sagt þetta þá stóð ekki á svari, lífeyrir hans hafði hækkað svo að eftir því var tekið.
Reyndar er það ekki skrítið að faðir minn hafi orðið þess var að lífeyririnn hafi hækkað því frá því Jóhanna Sigurðardóttir settist í stól félagsmálaráðherra vorið 2007 hafa lægstu lífeyrisbætur verið hækkaðar verulega og lífeyrisþegar fá nú greiddar bætur án tillits til tekna maka og séreignasparnaðar. Skv. fyrirliggjandi upplýsingum verða greiðslur til lífeyrisþega næstum helmingi hærri á árinu 2009 en þær voru 2007. Þetta er árangur þrotlauss starfs jafnaðarráðherrans Jóhönnu Sigurðardóttur.
Því miður held ég að þessi uppgötvun karls föður míns verði ekki til þess að hann gefi Jóhönnu atkvæði sitt í komandi kosningum. Ég mun þó halda áfram að reyna að snúa honum á mitt band.
Auðvitað er maður í sjokki yfir Silfrinu í dag, en ekki hvað?
Ég held að það sé mikilvægt að sjá ekki heiminn í annað hvort svörtu eða hvítu. Ástandið er ekki bara svona eða bara hinsegin. Aðalvandamál okkar Íslendinga er hvað siðferði þjóðarinnar er skert. Okkur finnst í lagi að stela smá, bara að það komist ekki upp. Við byrjuðum á því að stela einu og einu ljósriti í skrifstofunni og þeir stórtæku enduðu á því að setja okkur á hausinn með því að stela milljörðum, tugmilljörðum og jafnvel hundruðum milljarða af okkar íslensku krónu og flytja peninginn úr landi.
Í millitíðinni var auðlindunum stolið af okkur, já og náttúrunni.
Hvað er til bragðs að taka? Ég er sannfærð um að það þýðir ekki að fara á límingunum, slíkt gerir illt vera. En við verðum að losa okkur við þá aðila sem sitja við stjórnvölinn hvar sem er í þjóðfélaginu sem ekki hafa til þess siðferðilega burði að sinna þeim embættisverkum sem þeim hafa verið falin.
Það þarf hugarfarsbyltingu á Íslandi, hugarfarsbyltingu sem inniheldur skuldbindingar gagnvart því samfélagi sem við lifum í, hugarfarsbyltingu þar sem almenn siðferðisleg gildi er í heiðri höfð. Af hverju þurfti t.d. að setja neyðarlög í síðustu viku, jú vegna þess að menn fundu "smugu" í lögunum sem gaf þeim færi á að "græða" meira fyrir sinn rass. Skítt með það hvernig það færi á endanum með þjóðina.
Þetta er aðalmálið, ekki það hvort Íslendinga skuldi sem nemi 2.000 krónum á hvert mannsbarn í heiminum. Ég bara spyr á móti, hvað eyða Bandaríkjamenn miklu í hernaðarútgjöld á ári hverju. Án þess ég viti það er ég allt að því viss um að það slagar uppí skuldir okkar og fer jafnvel yfir það. Ef það á að bera skuldir okkar saman við íbúa heimsins þá verður að horfa á heildarmyndina og sjá hversu stór skuld okkar er miðað við aðrar þjóðir og önnur útgjöld sem væri betur varið, s.s. útgjöld til hernaðar.
Með kærleikskveðju,
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 129816
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson