Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
26.5.2010
Lítilsvirðing við frumbyggja Kópavogs
Síðasti (vonandi) kosningapési Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar var borinn út í morgun. Þar er að finna misgóðar eða misvondar greinar eftir frambjóðendur, ýmis nýyrði sett í fyrirsagnir á greinum og sitt lítið af hvoru. Merkilegt nokk þá er lítið um hnippingar til Samfylkingarinnar að finna í blaðinu og svo virðist sem sjálfstæðisfólk hafi ákveðið að leyfa Samfylkingunni að eiga sig að þessu sinni. Það er gott.
Mig langar svo sem ekki að fjalla mikið um þetta blað, en get ekki látið hjá líðast að minnast á eina litla grein sem Bragi Michaelson skrifar undir fyrirsögninni "Áður var það skömm en nú er gott að búa í Kópavogi". Með fyrirsögninni er Bragi sjálfsagt að reyna að slá um sig með slagorði sem fyrrverandi bæjarstjóri sló sjálfan sig til riddara með og það er bara í fínu lagi. Það er innihald greinarinnar sem er bæði særandi og móðgandi fyrir þá fjölmörgu sem telja sig til frumbyggja Kópavogs.
Í greinarstúfnum segir Bragi frá reynslu sinni þegar hann flytur í Kópavog árið 1969 og segir að einhver hafi spurt hann hvort hann væri brjálaður að flytja í þennan skelfilega bæ. Þar væru götur ekki malbikaðar, hitaveita ekki komin og leigubílar forðuðust að keyra á ákveðnum tímum í bæinn af ótta við að festa bílana. Ansi fróðlegir molar hjá Braga sem þó var betur lýst hjá skáldinu Böðvari Guðlaugssyni í Kópavogsbragi.
Í grein Braga liggur það milli orðanna að það hafi ekki þótt merkilegur pappír að flytja í Kópavog á 6. og 7. áratug síðasta aldar. Fyrirsögnin segir það beinum orðum, það var skömm! Þessi grein er Braga Michaelsyni til skammar. Kópavogur er byggður upp, bæði þá og nú, af fjöldanum öllum af harðduglegu fólki sem var og er tilbúið að leggja mikið á sig til að koma sér þaki yfir höfuðið. Á þessum tíma sem Braga er tíðrætt um var hægt að fá hér lóðir fyrir lítið og hingað flutti fólk sem ekki naut náðar í bönkunum og hafði ekkert milli handanna nema sinn eigin dugnað, kraft og vilja. Í dag er þessu öfugt farið, lóðir eru svo dýrar að þær eru ekki á allra færi og vilji, dugnaður og kraftur duga skammt fyrir ungt fólk sem vill koma sér þaki yfir höfuðið. Það fólk flytur í Hafnarfjörð eða í önnur sveitarfélög þar sem fordómar gagnvart eignastöðu eru fjarverandi og fólk er velkomið.
Það er vonandi að fáir hugsi eins og Bragi Michaelsson, ég er í það minnsta stolt af íbúum Kópavogs bæði gömlum og nýjum. Sérstaklega er ég stolt af fólki eins og foreldrum mínum sem byggðu sér stórt og mikið hús á Álfhólsvegi árið 1963 og fluttu þangað með allan barnahópinn sinn. Vissulega voru göturnar ekki malbikaðar, hitaveitan ekki komin og stundum mátti maður vaða drulluna uppí klof. En hér var gott að búa - já jafnvel betra en það er í dag.
Kópavogsbragur
Lít ég hér löngum
lögregluna fína.
Með öllum öngum
umferðinni stýra.
Hún er helst á róli
við Hafnarfjarðarveginn
vitlausu megin!
Út í flest er hún
ótrauð mjög að ganga.
Fílefldust fer hún
á föstudaginn langa.
Ég er satt að segja
svei mér ekki frá því
að hún sé á því.
Ég blessa eins og sjúkur
bæjarstjórn og Drottinn.
Mikið er mjúkur
malbikaði spottinn.
Enda gerist ekki
annarsstaðar betri
kvartkílómetri.
Forystuflokkar
flest er haf'í gjörðu.
Sundhöllin okkar
svo komst uppúr jörðu.
Ósköp var þá ýmsum
orðið mál að baða
búkinn blessaða.
Texti: Böðvar Guðlaugsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.5.2010
Málefnafátækt á háu stigi - partur 2
Allar góðar sögur eiga sér framhaldslíf. Þannig ætla ég að halda áfram að segja söguna af Karen Halldórsdóttur, sem skrifar svona líka skemmtilega grein í Morgunblaðið í dag. Karen hneykslast mjög á því að Kópavogsbrú Samfylkingarinnar getur orðið til þess að bankarnir græði. Lætur hún í veðri vaka að það sé ein af höfuðsyndunum sjö, bankarnir græða! Hún áttar sig ekki á því blessunin að í fyrsta lagi er alls ekki víst að bankarnir græði (og þó svo væri - hvað um það) og hugmyndin er fyrst og fremst þess eðlis að bæjarsjóður Kópavogs græðir, með þeim hætti sem lýst er í greininni hér á undan.
En bæjarsjóður Kópavogs má sjálfsagt ekki heldur græða, hann er enda steinhættur að greiða fjölskyldumeðlimi Karenar himinháar fjárhæðir (71,5 milljónir) fyrir verk sem samið var um án útboðs. Opið og gegnsætt stjórnkerfi er FLokknum ekki að skapi og þá ekki Karenu heldur.
Ja, öðruvísi mér áður brá. Var það ekki einmitt einn helsti hugmyndasmiður FLokksins sem átti hin fleygu orð Sjálfstæðismenn eru í þannig flokki að þeir græða á daginn og grilla á kvöldin! Kannski Karen viti ekki af þessu - eða kannski hún afneiti þessu eins og svo mörgu öðru sem Sjálfstæðismenn afneita um þessar mundir, s.s. því að vera hugmyndasmiðir hrunsins.
25.5.2010
Málefnafátækt á háu stigi
Karen nokkur Halldórsdóttir þeysir fram á ritvöllinn í Morgunblaðinu í dag og fjallar um stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi:
Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi hefur í ítarlegri stefnuskrá sinni lagt áherslu á að skapa atvinnulífinu nauðsynlega umgjörð, m.a. með breyttu skipulagi svo hægt sé að skipuleggja minni íbúðir, afnámi gatnagerðargjalda vegna stækkunar á eldra húsnæði og fjölbreyttum verkefnum í ferðamálum.
Hér lýkur upptalningunni - Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að breyta skipulagi (segðu mér og öðrum Kópavogbúum annan!), minnka íbúðir (sem þýðir enn meiri breytingar á skipulagi), afnámi gatnagerðargjalda (= minni tekjur (akkúrat það sem bærinn þarf á að halda)) og fjölbreytt verkefni í ferðamálum (ok þar kom eitthvað sem maður getur fallist á ... eða hvað?).
En Karen lætur ekki staðar numið þarna, nú snýr hún sér að alvörumálum; því að gera lítið úr stefnumálum Samfylkingarinnar - sérstaklega einu verkefni, Kópavogsbrúnni, sem miðar að því að bærinn fái leigutekjur, útsvarstekjur og fasteignagjöld ásamt þeim ávinningi fyrir samfélagið í heild sem hlýst af því að afleiddum störfum fjölgar í verslun og þjónustu. Neysla eykst og álag á atvinnuleysistryggingarsjóð og félagsþjónustu minnkar um leið og störfum í bænum fjölgar. Og það skal tekið sérstaklega fram að verkefnið mun ekki hafa áhrif á rekstur bæjarsjóðs þar sem tekjur munu standa undir gjöldum.
Það er furðulegt að Karen skuli gera lítið úr jafnmiklu þjóðþrifamáli og Kópavogsbrúin sannarlega er. Kannski vill Karen ekki aðstoða fyrirtækin við að koma hjólunum á snúning á ný? Kannski vill Karen ekki að reistar verði leiguíbúðir í stað eignaríbúða? Kannski vill Karen ekki minnka álag á atvinnuleysistryggingarsjóð og félagsþjónustuna?
Mér finnst grein Karenar lýsa málefnafátækt á háu stigi en hvað veit ég?
18.5.2010
Áhugaverð umfjöllun um skoðanakannanir
Það er þegar kynntar eru skoðanakannir án þess að það fylgi með neinar upplýsingar um úrtak eða aðferðafræði.
Og oft eru þessar kannanir á vegum einhverra stjórnmálaflokka sem hafa augljósa hagsmuni af því að matreiða þetta. Fréttastofur og álitsgjafar lepja þetta gagnrýnislaust upp sem stórfréttir. Til þess er nú einmitt leikurinn gerður.
Þannig að við fáum þá eingöngu að heyra kannanir þegar það kemur þessum tilteknu flokkum vel, en ekki af öðrum, og oft eru einhver dularfull fyrirtæki á bak við þetta. Það er ekki erfitt að ímynda sér hvaða áhrif slíkt hefur á áreyðanlega þessara kannana eða staðalfrávik.
Nú lætur Sjálfstæðisflokkurinn eitthvað companí sem heitir MMR gera skoðanakönnun.
Mér skilst að þetta sé netkönnun, án þess að ég þori sosum neitt að fullyrða því ekkert kemur fram um úrtak eða aðferðafræði eða nákvæmlega hvaða spurninga var spurt. Bara að VG, Framsókn og Samfylkingin standi voða voða illa en allir séu voða voða ánægðir með Besta Flokkinn og ..... Hönnu Birnu, helsta frambjóðenda hins grínframboðsins.
Eftir því sem ég næst get komist byggja kannanir þessa kompanís á álitsgjöfum. Á síðu MMR segir að "Álitsgjafar MMR er hópur fólks sem hefur samþykkt að fá sendar kannanir í tölvupósti sem þeir svara á Internetinu." http://mmr.is/alitsgjafar-mmr
Sama fyrirtæki, MMR, gerði könnun um daginn sem komst að þeirri athygliverðu niðurstöðu að Davíð Oddsson væri besti maðurinn til að leiða þjóðina úr kreppunni, samkvæmt mikils meirihluta "álitsgjafa" MMR ef ég man rétt.
Aftur skilst mér að netið hafi verið notað í hinni vísindalegu æfingu.
Að takast að finna svo stóran hóp fólk á netinu í úrtaki "álitsgjafa" sem vill að Davíð leiði þjóðina útúr kreppunni verður að teljast einstætt vísindalegt afrek.
Gefur kannski vísbendingu um hverjir eru í úrtakinu í tölvupóstaútsendingum MMR. Það eina sem vekur þá helst athygli í þessari könnun MMR er að fleiri stuðningsmanna Davíðs Oddssonar sem hafa aðgang að tölvupósti virðast ætla að kjósa Besta flokkinn en Sjálfstæðisflokkinn. Ef til vill ætti það að vera fyrirsögnin fréttastofa af þessari netkönnun Sjálfstæðisflokksins.
Greinina skilaði Gauti B. Eggertsson.
Sjá hér: http://gautieggertsson.blogcentral.is/blog/2010/5/17/faranlegar-skodanakannanir/
Í dag eru liðin 10 ár frá stofnun Samfylkingarinnar, þess sögulega viðburðar þegar jafnaðarmenn á Íslandi sameinuðust á einn vettvang eins og bræður okkar og systur á Norðurlöndum höfðu borið gæfu til að gera um áratugi. Á þessum degi fyrir 10 árum dreymdi okkur öll um að nú tækju við breyttir tímar og sameinuð myndu félagshyggjuöflin sækja fram og hefja á loft merki jafnaðarmanna við stjórn samfélagsins.
Tíu árum síðar blasir við að draumar okkar eru að rætast. Samfylkingin er orðin burðarás í íslenskum stjórnmálum, stærsti flokkur þjóðarinnar, í forystu meirihlutaríkisstjórnar jafnaðarmanna og félagshyggjufólks - þeirri fyrstu í sögu lýðveldisins og framundan eru sveitarstjórnarkosningar þar sem Samfylkingin býður fram í fleiri sveitarfélögum en nokkru sinni fyrr. Við erum með öðrum orðum komin í þá lykilstöðu sem stofnun Samfylkingarinnar átti að tryggja jafnaðarmönnum á Íslandi. Endurmótun íslensks samfélags í anda gilda norrænna jafnaðarmanna er hafin. Vissulega hefðu efnahagslegar aðstæður geta verið betri á þessum merku tímamótum, en örlögin hafa hagað því svo, að okkar tími rann upp þegar áratuga óstjórn og sóun Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir gunnfána frjálshyggjunnar leið undir lok á Íslandi með skelfilegum afleiðingum fyrir efnahag þjóðarinnar og lífskjör almennings. Það kemur í hlut okkar jafnaðarmanna að endurreisa og endurhæfa íslenskt atvinnu- og efnahagslíf og sækja fram.
Þetta verkefni er Samfylkingunni ekki ofviða og í áraunum undanfarinna vikna og mánaða hefur Samfylkingin sýnt að hún hefur burði og þroska til að takast á við þetta krefjandi verkefni. Samstaða, stefnufesta og réttsýni hefur einkennt verklag og vinnubrögð okkar í ríkisstjórn og sveitarfélögum allt frá hruni, og sá árangur sem náðst hefur á liðnum mánuðum er langt umfram það sem búist var við. Í stað samfélagslegrar upplausnar og efnahagsöngþveitis eftir hið fordæmalausa hrun bankakerfis og gjaldmiðils sem yfir okkur gekk, blasir nú við að öllum frekari áföllum vegna hrunsins hefur verið afstýrt, innviðir efnahagskerfisins hafa verið byggðir upp á ný og þegar líða tekur á árið verður hagvöxtur vonandi farin að glæðast á Íslandi á ný. Allt hefur þetta gerst á undraskömmum tíma svo skömmum að erlendir samstarfsaðilar okkar tala um þrekvirki í því sambandi.
En verkefnið er rétt að hefjast. Á rústum frjálshyggjutilraunarinnar er uppbygging nýs og betra samfélags hafin á Íslandi. Norræns velferðarsamfélags þar sem velferð fjölskyldunnar, ekki síst barna, aldraðra og þeirra sem eiga undir högg að sækja, er sett í öndvegi. Gildi jöfnuðar, réttlætis og samhjálpar verði í öndvegi hvar sem Samfylkingin heldur um stjórnartauma, hvort sem er í ríkisstjórn eða sveitarstjórnum og sú uppstokkun sem nú stendur yfir í stjórnkerfinu, atvinnulífinu og samfélagsgerðinni allri mun þannig skila okkur betra samfélagi.
Við höfum því gengið til góðs í þau 10 ár sem Samfylkingin hefur starfað. Við getum stolt horft um öxl og sagt með sanni að draumur okkar hafi ræst. Við getum með sama hætti horft bjartsýn til framtíðarinnar, fullviss um að gildi jafnaðarmennskunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag hafi sjaldan átt meira erindi við Ísland, en núna. Nú er það í okkar höndum að sýna og sanna að þau séu annað og meira en orðin tóm - þau séu grunnur að betra samfélagi fyrir Ísland og íslendinga.
Til hamingju með daginn !
Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra
1.5.2010
Blettir á hvítþvotti Framsóknar
Mikilvægt er fyrir Kópavogsbúa að átta sig á því að gamli, spillti Framsóknarflokkurinn stendur traustum fótum í bænum. Flokkurinn hefur verið taglhnýtingur Sjálfstæðisflokksins í 20 ár og ekki gengið hnífurinn þar á milli, hversu mikið sem reynir á samstarfið. Svona skrifar Skafti Þ. Halldórsson, bókmenntafræðingur, kennari og Kópavogsbúi í Morgunblaðinu í dag. Ég vona að Skafti fyrirgefi mér að birta greinina hans hér en þar sem fáir kaupa blaðið og greinin er gagnleg lét ég slag standa. Endilega sökktu þér í lestur, þetta er ekki langt!
Blettir á hvítþvotti Framsóknar
Nú fara menn mikinn, berja sér á brjóst og segjast hafa kastað syndum sínum aftur fyrir sig. En orð án athafna eru ekki mikils virði. Formaður Framsóknarflokksins talaði um það í viðtali Kastljóss miðvikudaginn 14. apríl að Framsóknarflokkurinn hefði endurnýjað sig frá grunni í janúar 2009. Það telur formaðurinn vera svar grasrótarinnar við þeim áfellisdómi sem bankahrunið reyndist vera flokknum. Á máli formannsins var að heyra að nú væru nýir tímar runnir upp hjá Framsókn og spilling og valdagræðgi kjörinna fulltrúa heyrðu sögunni til.
En orðum verða að fylgja gjörðir. Það má vera að eitthvað hafi verið tekið til í ranni Framsóknarflokksins - en engan vegin alls staðar. Mikilvægt er fyrir Kópavogsbúa að átta sig á því að gamli, spillti Framsóknarflokkurinn stendur traustum fótum í bænum. Flokkurinn hefur verið taglhnýtingur Sjálfstæðisflokksins í 20 ár og ekki gengið hnífurinn þar á milli, hversu mikið sem reynir á samstarfið. Í fyrrasumar átti sér stað einhvers konar uppgjör í kjölfar þess að fyrrverandi bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins Gunnar I. Birgisson lá undir ámæli fyrir að hygla fyrirtæki í eigu dóttur sinnar og vék í kjölfarið sæti sem bæjarstjóri og bæjarfulltrúi. Oddviti Framsóknarflokksins lýsti því þá yfir að tæki Gunnar aftur sæti í bæjarstjórn yrði samstarf flokkanna endurskoðað. Sem kunnugt er kom Gunnar aftur og endurskoðun" samstarfs Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks fól í sér að Framsóknarflokkurinn fékk enn eina nefndarformennskuna í sinn hlut. Staðan í bænum er þá þannig: Framsóknarflokkurinn hefur einn mann af ellefu í bæjarstjórn en formennsku í sex af átta stærstu nefndunum. Framsóknarmönnum kann að finnast slíkir stjórnarhættir eðlilegir en í mínum huga eru þeir misnotkun á þeirri stöðu sem flokkurinn hefur. Er það ekki þetta sem við lökkum valdagræðgi og spillingu?
Formaður Framsóknarflokksins getur firrt sig ábyrgð og talað um hvítþvott. Hið sanna er að ekkert hefur breyst í Kópavogi. Í Kópavogi starfa Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur þétt saman. Í 20 ár hafa þeir gengið bundnir til kosninga og handsalað áframhaldandi samstarf strax á kosninganótt. Undir þeirra forystu hafa skuldir bæjarins aukist óhóflega og bærinn er kominn á lista eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga. Undir þeirra stjórn hafa flokksgæðingar, vinir og ættingjar setið við kjötkatlana og fyrirtæki í þeirra eigu hafa notið óeðlilegrar fyrirgreiðslu í bænum. Framsóknarflokkurinn virðist því miður ávallt reiðubúinn að selja sá sína fyrir völd og traustur kaupandi er nú sem fyrr Sjálfstæðisflokkurinn!
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson