Leita í fréttum mbl.is

Málefnafátækt á háu stigi

Karen nokkur Halldórsdóttir þeysir fram á ritvöllinn í Morgunblaðinu í dag og fjallar um stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi:

Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi hefur í ítarlegri stefnuskrá sinni lagt áherslu á að skapa atvinnulífinu nauðsynlega umgjörð, m.a. með breyttu skipulagi svo hægt sé að skipuleggja minni íbúðir, afnámi gatnagerðargjalda vegna stækkunar á eldra húsnæði og fjölbreyttum verkefnum í ferðamálum.

Hér lýkur upptalningunni - Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að breyta skipulagi (segðu mér og öðrum Kópavogbúum annan!), minnka íbúðir (sem þýðir enn meiri breytingar á skipulagi), afnámi gatnagerðargjalda (= minni tekjur (akkúrat það sem bærinn þarf á að halda)) og fjölbreytt verkefni í ferðamálum (ok þar kom eitthvað sem maður getur fallist á ... eða hvað?).

En Karen lætur ekki staðar numið þarna, nú snýr hún sér að alvörumálum; því að gera lítið úr stefnumálum Samfylkingarinnar - sérstaklega einu verkefni, Kópavogsbrúnni, sem miðar að því að bærinn fái leigutekjur, útsvarstekjur og fasteignagjöld ásamt þeim ávinningi fyrir samfélagið í heild sem hlýst af því að afleiddum störfum fjölgar í verslun og þjónustu. Neysla eykst og álag á atvinnuleysistryggingarsjóð og félagsþjónustu minnkar um leið og störfum í bænum fjölgar. Og það skal tekið sérstaklega fram að verkefnið mun ekki hafa áhrif á rekstur bæjarsjóðs þar sem tekjur munu standa undir gjöldum.

Það er furðulegt að Karen skuli gera lítið úr jafnmiklu þjóðþrifamáli og „Kópavogsbrúin“ sannarlega er. Kannski vill Karen ekki aðstoða fyrirtækin við að koma hjólunum á snúning á ný? Kannski vill Karen ekki að reistar verði leiguíbúðir í stað eignaríbúða? Kannski vill Karen ekki minnka álag á atvinnuleysistryggingarsjóð og félagsþjónustuna?

Mér finnst grein Karenar lýsa málefnafátækt á háu stigi en hvað veit ég? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 129440

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband