Leita í fréttum mbl.is

Málefnafátækt á háu stigi - partur 2

Allar góðar sögur eiga sér framhaldslíf. Þannig ætla ég að halda áfram að segja söguna af Karen Halldórsdóttur, sem skrifar svona líka skemmtilega grein í Morgunblaðið í dag. Karen hneykslast mjög á því að „Kópavogsbrú“ Samfylkingarinnar getur orðið til þess að bankarnir græði. Lætur hún í veðri vaka að það sé ein af höfuðsyndunum sjö, bankarnir græða! Hún áttar sig ekki á því blessunin að í fyrsta lagi er alls ekki víst að bankarnir græði (og þó svo væri - hvað um það) og hugmyndin er fyrst og fremst þess eðlis að bæjarsjóður Kópavogs græðir, með þeim hætti sem lýst er í greininni hér á undan.

En bæjarsjóður Kópavogs má sjálfsagt ekki heldur græða, hann er enda steinhættur að greiða fjölskyldumeðlimi Karenar himinháar fjárhæðir (71,5 milljónir) fyrir verk sem samið var um án útboðs. Opið og gegnsætt stjórnkerfi er FLokknum ekki að skapi og þá ekki Karenu heldur.

Ja, öðruvísi mér áður brá. Var það ekki einmitt einn helsti hugmyndasmiður FLokksins sem átti hin fleygu orð „Sjálfstæðismenn eru í þannig flokki að þeir græða á daginn og grilla á kvöldin!“ Kannski Karen viti ekki af þessu - eða kannski hún afneiti þessu eins og svo mörgu öðru sem Sjálfstæðismenn afneita um þessar mundir, s.s. því að vera hugmyndasmiðir hrunsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband