Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
30.3.2010
Svona gerast kaupin í Kópavogi
Það hefur stundum verið rætt um að flokkarnir sem öðrum fremur komu Íslandi á hausinn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafi stundað með sér svokallaða helmingaskiptareglu. Hefur þessi háttur þeirra jafnan orðið til þess að minni flokkurinn, Framsókn, hefur iðulega hagnast umtalsvert á þessu hlutskipti, að vera hækja Sjálfstæðisflokksins og trygging þeirra fyrir völdum.
Í Kópavogi hafa þessir flokkar unnið saman sem einn í næstum 20 ár. Um hríð var nokkuð jafnræði með flokkunum, t.a.m. á kjörtímabilinu 2002-2006 þegar Sjálfstæðisflokkur hafði 5 bæjarfulltrúa og Framsókn 3. Það hefur stundum gefið á bátinn í samskiptum flokkanna, en meðan fyrrverandi oddvita Framsóknar naut við var slíkur ágreiningur oftar en ekki leystur utan fjölmiðla. +
Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 beið Framsóknarflokkurinn sögulegt afhroð, hinn nýji oddviti Ómar Stefánsson tapaði tveimur mönnum og situr nú einn Framsóknarmanna í bæjarstjórn og að molum þeim sem falla af borði Sjálfstæðisflokksins.
Ómar virðist vera sáttur við að þurfa ekki að burðast með samferðarmenn með sér. Hann er þó ekki sérlega nægjusamur maður en hann virðist kunna sína stærðfræði og hefur gengið hart fram í því að halda sínum helmingi af kökunni. Það sést best á töflunni sem fylgir hér fyrir neðan þar sem talin er upp formennska í 19 nefndum á vegum Kópavosbæjar.
Nefnd | ||
Atvinnu- og upplýsinganefnd | D | |
Bæjarráð | B | |
Bæjarstjórn | D | |
Byggingarnefnd | D | |
Ferlinefnd | D | |
Félagsmálaráð | B |
|
Forvarnarnefnd | B | |
Hafnarstjórn | D | |
Húsnæðisnefnd | B | |
Íþrótta- og tómstundaráð | D | |
Jafnréttisnefnd | B | |
Leikskólanefnd | B | |
Lista og menningarráð | D | |
Skipulagsnefnd | B | |
Skólanefnd | B | |
Umferðarnefnd | B | |
Umhverfisráð | D | |
Vinabæjarnefnd | B | |
Heilbrigðisnefnd | D | |
Alls: | 10 | 9 |
Fjöldi nefnda | 19 |
Það er margt áhugavert við þessa töflu, helst þó það að Framsóknarflokkurinn sem á 1 fulltrúa (EINN fulltrúa) í bæjarstjórn hefur formennsku í 10 nefndum á móti 9 nefndum Sjálfstæðisflokks og eiga þeir þó 5 bæjarfulltrúa!
Eftir miklar deilur milli oddvita flokkanna tveggja sl. haust gaf Ómar Stefánsson út þá yfirlýsingu að semja þyrfti um samstarf flokkanna uppá nýtt ætlaði Gunnar Birgisson sér að snúa aftur í bæjarstjórn. Gunnar er kominn aftur og á bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 23. mars kom í ljós um hvað hafði verið samið. Framsóknarflokkurinn fékk formennsku í félagsmálaráði og orðrómur segir að samið hafi verið um að Ómar verði bæjarstjóri í Kópavogi eftir næstu kosningar, nái flokkarnir til þess styrk.
Nú er það staðfest að Gunnar ætlar að taka sæti á lista Sjálfstæðismanna. Það liggur því beinast við að álykta sem svo að þeir fóstbræður Ómar og Gunnar séu búnir að handsala áframhaldandi samstarf, Ómar verður bæjarstjóri og Gunnar stjórnar honum áfram eins og hann hefur gert á þessu kjörtímabilli.
Ármann, ja, hann verður áfram ósýnilegi maðurinn. Já, svona gerast kaupin í Kópavogi!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.3.2010 kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær lá fyrir fundinum svar framkvæmda- og tæknisviðs um kostnað við byggingu knattspyrnuhallarinnar Kórsins, þ.e. þann hluta sem Kópavogsbær hefur átt frá upphafi.
Hér er rétt að taka það strax fram að um er að ræða knatthúsið sjálft og búningsklefa en ekki íþróttahúsið og sundlaugina sem búið er að byggja við húsið.
Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmda- og tæknisviði er kostnaður bæjarins fram til dagsins í dag:
- Kórinn, knatthús 1.705.128.986
- Íþróttavellir við Kórinn, 187.345.582
Þessar tölur sem hér eru hafa verið skv. mínum upplýsingum uppreiknaðar til dagsins í dag en bygging hússins hófst að mig minnir á árinu 2005 eða 2006.
Nú er fyrirliggjandi samningur milli Knattspyrnuakademíu Íslands og Kópavogsbæjar um að kaupa íþróttahúsið, sundlaugina, móttökuna, veitingaaðstöðuna og stækkun veitingastaðarins á svæðinu fyrir samtals 1.650.000.000 krónur. Áhvílandi á þessum eignum eru veðbönd að fjárhæð 820.000.000 króna.
Samtals gerir þetta kostnað uppá 3.542.474.568 krónur eða rúmlega þrjá og hálfan milljarð króna.
Eftir á að hyggja hefði örugglega mátt ráðstafa skattpeningum Kópavogsbúa betur en í þetta verkefni en við verðum að sættast við húsið og það sem þar er og sameinast um að finna því sem mest gagn til framtíðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2010
Það þarf ekki alltaf 30 silfurpeninga
Sumir eru þannig gerðir að þeir selja æru sína fyrir 30 silfurpeninga.
Þannig virðist það vera með oddvita Framsóknarflokksins í Kópavogi, þann sama og var svo ósköp sár út í fv. bæjarstjóra eftir að lífeyrismálið svokallaða kom upp. Hann var svo sár að hann krafðist þess (eftir löng fundahöld í Framsóknarflokknum) að samstarf flokkanna yrði tekið upp þegar og ef fv. bæjarstjóri sneri aftur úr leyfi.
Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins muni samþykja skilyrði framsóknarmanna um að meirihlutasamstarf þeirra verði tekið til endurskoðunar ákveði Gunnar Birgisson, fráfarandi bæjarstjóri, að snúa aftur úr leyfi sem bæjarfulltrúi - visir.is 24. júní 2009.
Oddviti Framsóknarflokksins hamaðist við það á sumarmánuðum 2009 að sannfæra Kópavogsbúa um að hann væri ákaflega hneykslaður á framferði fv. formanns Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar og reyndi allt til að skera á tengsl þeirra fóstbræðra.
Til að toppa allt þá fór allt í loft upp í prófkjöri Framsóknarflokksins í síðasta mánuði þegar Ómar upplýsti að dætur Gunnars Birgissonar og hans helsti stuðningsmaður væru gengnir í Framsóknarflokkinn. Ekki taldi Ómar það vera til að hjálpa honum, nei síður en svo.
Ekki er ég að fara grenja yfir því, heldur fagna ég þessum nýju félögum. Því ég veit að þau eru að gera þetta að góðum hug fyrir Einar Kristján. Hugsanlega gæti Frjáls miðlun unnið "pro bono" fyrir hann eitthvert kynningarefni," skrifar Ómar á heimasíðu sína en mikill styr var um fyrirtækið Frjálsa miðlun á síðasta ári en það er í eigu dóttur Gunnars, sem nú er gengin í Framsókn. - visir.is 23. febrúar 2010.
Til að toppa allt ákvað oddviti Framsóknarflokksins að breyta færslu á heimasíðu sinni eftir að fjölmiðlar sögðu fréttir af skrifum hans.
Málið er ósköp einfalt. Gunnar Ingi Birgisson helsti stuðningsmaður Einars Kristjáns, kom á Pressan.is og fullyrti að hundruðir Framsóknarmanna hefðu gengið í Sjálfstæðisflokkinn til þess að fella hann. Það er auðvitað kjaftæði hann sá um það sjálfur.
Prófkjör ganga á vissan hátt út að fjölga í flokkum. Enginn hefur verið betri í því í Kópavogi en einmitt Gunnar Ingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Nú hinsvegar er hann búinn að vera smala í Framsóknarflokkinn fyrir Einar Kristján, það er ekkert ólöglegt við það. Ég bara vinn út frá því. Hér fyrir neðan er því breytt færsla, svona eins og bjór auglýsing er bara auglýsing um léttöl. - http://blogg.visir.is/omar/
Ómar veit jú allt um það hvað sjálfstæðismenn eru duglegir við að skrá sig í aðra flokka, telji þeir að þeir njóti góðs af því. Það er frægt að heilu bílfarmarnir voru sendir úr höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins þegar Ómar var í framboði gegn hinum öfluga Samúel Erni Erlingssyni fyrir fjórum árum. Þá fúlsaði Ómar ekki við stuðningnum enda átti hann vísa bitlinga frá fóstbróður sínum Gunnari Birgissyni.
Eftir yfirlýsingar oddvita Framsóknar eftir Lífeyrissjóðsmálið og prófkjörið kom því ekki á óvart að margir höfðu áhuga á fyrsta bæjarstjórnarfundi sem fv. bæjarstjóri mætti á eftir veikindaleyfi. Ljóst var að ætlaði Ómar að standa við stóru orðin þá myndi hann ekki starfa með Gunnari. En oddvitinn var ekki meiri bógur en svo að hann sendi varamann sinn, umræddan Samúel Örn, á fyrsta fund bæjarstjórnar sem Gunnar mætti á.
Í dag var bæjarstjórnarfundur þar sem Gunnar Birgisson lýsti því yfir að hann ætlar ekki í sérframboð. Eftir yfirlýsinguna var kosið í nefndir, Gunnar kemur aftur inní bæjarráð en til að svo mátti verða fékk Ómar einn koparpening og formennsku í Félagsmálaráði.
Það þarf ekki alltaf 30 silfurpeninga.
Ps. til gamans bendi ég á ansi skemmtilegt blogg Halldórs Jónssonar, Framsóknarmanns.
19.3.2010
„Þau eru súr“ sagði refurinn
Hádegismóar tala nú um nýjan skatt en ekki breytingar á lögum sem fela í sér lægri skatt af afskriftum.
Í því sambandi er rétt að benda á að afskriftir hafi ALLTAF verið skattskyldar. Hér er ekki um nýjan skatt að ræða. Heldur er verið að minnka hugsanlegan skatt sem fyrirtæki og einstaklingar geta lent í auk þess sem ákveðinn hluti verði skattfrjáls.
Sem sagt - aftur og til að undirstrika:
Afskriftir hafa ALLTAF verið skattskyldar. Eftirgjöf skulda er alltaf skattskyld.
Ríkisstjórnin er með tillögum sínum að minnka þennan skatt sem hefur verið og er EKKI um nýjan skatt að ræða. Eins og segir í fréttinni þá er talað um breytingar á skattlagningu afskrifta.
Mogginn hinsvegar setur þetta svona upp og það er athyglisvert. Þar ræður sameiginlegt markmið Morgunblaðiðsins og Sjálfstæðisflokksins að koma stjórninni frá og tala niður aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Aðalatriðir er að í tillögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að hóflegar skuldbreytingar verði skattfrjálsar en stórfelldar niðurfellingar skattlagðar - kannski svíður síðara atriðið sárt einhverja þá sem að Mogganum standa?
Vinnumálastofnun hefur samið við Íþróttasamband Íslands um að skipuleggja og stjórna sjálfboðaliðastarfi fyrir um 150 unga atvinnuleitendur á á þessu ári. Samningurinn er hluti af átaki félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Vinnumálastofnunar, Ungt fólk til athafna, sem miðar að því að koma á fót um 2.200 menntunar- og starfstengdum vinnumarkaðsúrræðum fyrir unga atvinnuleitendur á þessu ári. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar og Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ undirrituðu samninginn í dag.
Samningurinn við Íþróttasamband Íslands tekur til ungmenna á aldrinum 18-24 ára sem eru tryggð innan atvinnuleysistryggingakerfisins. Miðað er við að hver sjálfboðaliði sinni verkefnum að lágmarki 15 stundir á viku. Ráðnir verða allt að fjórir verkefnisstjórar til að annast fræðslu fyrir sjálfboðaliðana, aðstoða við val á verkefnum og hafa eftirlit með þátttöku og ástundun. Vinnumálastofnun greiðir fyrir störf verkefnisstjóranna. Íþróttasambandið sér til þess að sjálfboðaliðarnir séu tryggðir við störf sín en Vinnumálastofnun stendur straum af kostnaði vegna þess.
Áratuga reynsla er af sjálfboðaliðastörfum innan íþróttahreyfinganna í landinu og hefur verið áætlað að framlag sjálfboðaliða í starfi hreyfinganna jafngildi nærri 1.000 ársverkum.
Það samstarf sem efnt hefur verið til milli stjórnvalda og félagasamtaka hér á landi til þess að takast á við atvinnuleysi ungs fólk með fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum er einstakt og ég veit til þess að aðrar Evrópuþjóðir eru farnar að horfa til Íslands sem fyrirmyndar í þessum efnum" sagði Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra við undirritun samningsins í dag.
Um 2.000 ungmenni hafa þegar verið virkjuð í fjölbreyttum úrræðum á þessu ári
Á þessu ári hefur Vinnumálastofnun tryggt um 2.000 ungmennum fjölbreytt náms- og starfstengd vinnumarkaðsúrræði hjá símenntunar- og fræðslumiðstöðvum, í framhaldsskólum í sjálfboðaliðastörfum hjá Rauða krossi Íslands og Íþróttasambandi Íslands og nú hjá Íþróttasambandi Íslands. Alls er ráðgert að koma á fót 2.200 úrræðum af þessu tagi á árinu.
Nýlega var opnuð miðstöð átaksins Ungt fólk til athafna við Suðurlandsbraut þar sem ráðgjafar Vinnumálastofnunar taka á móti ungum atvinnuleitendum og kynna þeim þau fjölmörgu vinnumarkaðsúrræði sem nú standa til boða. Þegar hefur verið tekið á móti fjölda ungmenna sem ýmist eru að hefja þátttöku í fjölbreyttum náms- og virkniúrræðum þessa dagana eða eru þegar byrjuð.
Frá upphafi banka- og gjaldmiðilshrunsins í október 2008 hefur ríkisvaldið gripið til viðamikilla aðgerða til að bæta erfiða stöðu skuldsettra heimila. Aðgerðirnar eru einhverjar þær umfangsmestu sem gripið hefur til vegna skuldavanda sem steðjar að heimilum. Þetta eru almennar aðgerðir sem nýtast öllum og sértækar aðgerðir sem beinast að þeim sem verst standa.
Nú þegar hafa um 60-80 þúsund manns notið úrræðanna og áður en árið er liðið er reiknað með að hækkaðar vaxtabætur og útborganir séreignarsparnaðar vegna úrræða ríkisstjórnarinnar nemi um 40 milljörðum króna.
Fjölmargir aðilar hafa lagt hönd á plóg við endurskoðun þeirra aðgerða sem þegar hefur verið gripið til, bæði hagsmunasamtök, fjármálastofnanir, stofnanir ríkisins og einstaklingar.
Meðal þess helsta sem nú er lagt til af hálfu ríkisstjórnarinnar er annars vegar stórbætt greiðsluaðlögunarfrumvarp, sem eftirleiðis verður félagslegt úrræði en ekki vægara" form gjaldþrots. Fleiri munu hafa rétt á greiðsluaðlögun og verður nú eitt kerfi fyrir allar kröfur. Með þessu er samningsstaða lántakenda gagnvart sínum lánadrottnum bætt.
Samhliða nýju greiðsluaðlögunarfrumvarpi verður sett á fót embætti umboðsmanns skuldara sem byggt verður á traustum grunni Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Umboðsmaðurinn verður talsmaður lántakenda gagnvart lánardrottnum og er ekki hlutlaus.
Ríkisstjórnin kynnir nú fjölmargar nýjungar sem bætir stöðu lántakenda enn frekar. Meðal þess helsta eru:
- Sérstök úrræði fyrir þá sem eru tekjulágir eða hafa orðið fyrir tímabundnu tekjufalli
- Úrræði fyrir fólk með tvær eignir
- Enn lægra hámark á dráttarvexti
- Við nauðungarsölur verður markaðsvirði eigna dregið frá kröfu
- Fólki gert kleift að búa í húsnæði í 12 mánuði þrátt fyrir nauðungarsölu/gjaldþrot
- Hámarksfjárhæðir innheimtukostnaðar takmarkaðar enn frekar
- Reglur um niðurfellingu skattkrafna endurskoðaðar
- Hóflegar skuldbreytingar skattfrjálsar
- Stórfelldar niðurfellingar skattlagðar
- Dregið úr vægi verðtryggingar
Við þær sviptingar sem orðið hafa á lána- og húsnæðismarkaði er ljóst að horfa verður til framtíðar. Því mun verða lögð fram heildstæð húsnæðisstefna til framtíðar á vormánuðum, sem byggir á þremur stoðum: eigna-, búseturéttar- og leiguleið.
- Nýju kaupleigukerfi verður komið á fót hjá Íbúðalánasjóði vegna eigna sem hann á nú þegar - örugg leiga og kaupréttur.
- Bætt lög um húsnæðissamvinnufélög.
- Húsnæðisbætur í stað vaxta- og húsaleigubóta.
Hér má finna gott yfirlit yfir það sem gert hefur verið og það sem gera á: http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/adgerdir-vegna-skuldavanda-heimilanna.pdf
Glærur með helstu atriðum má sjá hér:
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/adgerdir-vegna-skuldavanda-heimilanna-glaerur.pdf
Áfram unnið að farsælli lausn Icesave-málsins
- Fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni frá stofnun íslenska lýðveldisins lokið.
- Fyrstu tölur benda ótvírætt til þess að lög Alþingis um breytingu á áður samþykktum Icesave lögum falli úr gildi. Eftir standa þá lög nr. 96/2009 eins og þau voru samþykkt frá Alþingi í lok ágúst 2009 og staðfest af forseta Íslands í byrjun september. Bretar og Hollendingar féllust hins vegar ekki skilyrði þeirra laga fyrir veitingu ríkisábyrgðar og geta því lánasamningarnir frá 5. júní sl. ekki öðlast gildi á grundvelli þeirra.
- Samræður á milli ríkisstjórnanna þriggja um nýja lausn á Icesavemálinu hafa hins vegar þegar hafist. Undanfarnar þrjár vikur hafa samningamenn þeirra hittst í Lundúnum og hafa samræður þeirra verið jákvæðar og hefur ríkisstjórnin fulla trú á að ásættanleg lausn fyrir alla deiluaðila geti náðst.
- Allir stjórnmálaflokkar á Alþingi hafa lýst yfir stuðningi við lausn málsins sem felur í sér að íslensk stjórnvöld tryggi greiðslu innstæðna upp að lágmarki samkvæmt reglum um innstæðutryggingakerfi á Evrópska efnahagssvæðinu.
Íslensk stjórnvöld munu næstu daga áfram kappkosta að ná farsælli lausn í Icesave-málinu. Í dag fór fram fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá stofnun íslenska lýðveldisins. Kosið var um breytingu á hinum svokölluðu Icesave-lögum, þ.e. hvort lög nr. 1/2010 um breytingu á lögum nr. 96/2009 um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, að ábyrgjast lán til Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum lágmarksinnstæðutryggingar til innstæðueigenda á Icesave-reikninga Landsbanka Íslands hf. skuli halda gildi sínu.
Samkvæmt fyrstu tölum er niðurstaðan skýr og verði endanleg niðurstaða í samræmi við þetta munu lög nr. 1/2010 falla úr gildi skv. 26. grein stjórnarskrár íslenska lýðveldisins. Þjóðaratkvæðagreiðslan var haldin í kjölfar þess að forseti Íslands synjaði Icesave-lögunum staðfestingar 5. janúar síðastliðinn með vísan til 26. greinar stjórnarskrár íslenska lýðveldisins. Í framhaldi var frumvarp ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðsluna samþykkt á Alþingi og kjördagur ákveðinn.
Þjóðaratkvæðagreiðslan var hins vegar sett í annað samhengi þegar ríkisstjórnin leitaði eftir og kom á samstöðu meðal allra stjórnmálaflokka um skipun nýrrar samninganefndar og nýjar samræður
við bresk og hollensk stjórnvöld um lausn málsins sem staðið hafa undanfarnar vikur.
Á undanförnum vikum hefur miðað jafnt og þétt í samkomulagsátt og hafa Bretar og Hollendingar sýnt vilja til þess að sættast á lausn sem felur í sér umtalsvert lægri kostnað fyrir Íslendinga en fyrri
samningur. Í viðræðunum hefur íslenska samninganefndin lagt fram tilboð sem felur í sér að Ísland tryggi greiðslu innstæðna upp að lágmarki því sem kveðið er á um í reglum Evrópska efnahagssvæðsins um tryggingar á bankainnstæðum.
Íslensk stjórnvöld munu áfram vinna að farsælli lausn Icesave-málsins á sömu forsendum. Þjóðirnar hafa einsett sér að halda viðræðum áfram og leita lausnar í málinu.
Reykjavík 6. mars 2010
Sjá hér: http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/4157
7.3.2010
Fólk er ekki fífl
Stjórnmálafræðingur segir þörf á uppgjöri: Þau geta ekki sagt við fólk: Þið eruð fífl!
Svona var fyrirsögn í Pressunni í dag og þetta var lapið upp í fréttatíma Bylgjunnar í hádeginu. Það er vissulega alvarlegt að nokkur sem lokið hafi stjórnmálafræði skuli setja málin fram með þessum hætti. Í grein viðkomandi er fjallað um afglöp og mistök ríkisstjórnar og orð forystumanna hennar túlkuð með einum og afar ákveðnum hætti.
En bíðum við hver er þessi umræddu stjórnmálafræðingur?
Stefanía Óskarsdóttir er fertug að aldri, doktor í stjórnmálafræði frá Purdue-háskóla í Bandaríkjunum og hefur starfað sem kennari við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Á þessu kjörtímabili hefur hún nokkrum sinnum tekið sæti á alþingi sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hefur setið í flokksráði Sjálfstæðisflokksins frá 1999. Þá hefur hún meðal annars starfað sem verkefnisstjóri í forsætisráðuneyti og menntamálaráðuneyti á kjörtímabilinu og sem formaður nefndar á vegum forsætisráðuneytisins, sem rannsakar efnahagsleg völd í þjóðfélaginu með tilliti til kynferðis.
Endilega ekki taka það fram elskulegu fréttamenn að umræddur stjórnmálafræðingur sem hampað er með þessum hætti sé varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bæði varaþingmaðurinn og fjölmiðlamenn verða að átta sig á því að fólk er ekki fífl.
7.3.2010
Að vera eða vera ekki
Í fyrsta sinn frá því að Davíð Oddsson tók við sem ritstjóri Morgunblaðsins hef ég velt því fyrir mér að færa mig af Moggablogginu. Bæði er að mér finnst bloggið hafa lækkað í vægi frá því sem var, þegar því var stillt ofarlega á vefsíðu mbl.is og svo hafa fjölmargir virtir og málefnalegir bloggarar flutt sig annað. Persónulega hef ég ekki verið gefin fyrir það láta segja mér mikið fyrir verkum. Það var því ekki í mínum anda að láta mig hverfa héðan þó skipt væri um ritstjóra á Morgunblaðinu, þó ég ætti vissulega fátt sameiginlegt með þeim ágæta manni.
Nú er hins vegar svo komið að þeir sem hafa verið að tjá sig á bloggsíðunni minni hafa neytt mig til þess að takmarka færslur hér inn og oft hef ég mátt afþakka athugasemdir sem menn hafa sett við færslur mínar. Einkanlega hefur það verið sökum dónaskapar og orðbragðs sem ég vil ekki leyfa á minni síðu.
Enn um sinn ætla ég að halda mínu striki. Það verður áfram bloggað hér um þau málefni sem standa hjarta mínu næst og ég mun halda áfram að segja hér skoðun mína á mönnum og málefnum en ég ítreka að dónaskapur og almenn leiðindi verða ekki heimil.
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson