Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
4.3.2010
Og enn er EKKERT gert
Í nýlegri fréttatilkynningu frá iðnaðarráðuneyti er greint frá stöðu fjárfestingarverkefna sem tengd eru orkufrekum iðnaði og raforkukerfinu. Þar kemur fram að fjárfestingar sem tengjast orkufrekum iðnaði og raforkukerfinu eru áætlaðar samtals um 400 milljarðar til ársins 2017, þar af um 265 milljarðar í ár og næstu þrjú ár. Óvissa og erfiðar aðstæður til fjármögnunar hafa tafið ákvarðanir en samantekið er staða þessara verkefna eftirfarandi:
Búðarhálsvirkjun og stækkun í Straumsvík
Bygging Búðarhálsvirkjunar og stækkun álversins í Straumsvík Landvirkjun hefur nýlega tekið ákvörðun um að bjóða út undirbúningsframkvæmdir við Búðarhálsvirkjun. Kostnaðaráætlun vegna þessara framkvæmda er um 600-800 millj. kr. og gert er ráð fyrir 30-40 störfum við framkvæmdirnar. Viðræður standa yfir um sölu á orku frá Búðarhálsvirkjunar til stækkunnar á álverinu í Straumsvík.
Verne Holding
Bygging gagnavers Verne Holding í Reykjanesbæ Fjárfestingarsamningur og frumvarp til heimildarlaga vegna byggingar gagnavers Verne Holding ehf. er til umfjöllunar á Alþingi. Þá hefur náðst samkomulag um að stjórnvöld beiti sér fyrir því að meðferð virðisaukaskatt á tækjabúnaði til gagnavera á Íslandi verði sambærileg við það sem gildir innan Evrópusambandsins. Forsvarmenn Verne Holding eru bjartsýnir á að hægt verði að hefja rekstur í gagnaverinu á árinu 2010.
Munið að þetta heitir að gera EKKERT!
4.3.2010
Orkuverkefni á Norðurlandi
Iðnaðarráðherra hefur undirritað viljayfirlýsingu við þrjú sveitarfélög í Þingeyjarsýslu um aðgerðir til að stuðla að atvinnuuppbygginu sem byggir á nýtingu jarðvarma á svæðinu. Markmið þeirrar vinnu sem fara mun fram í samræmi við yfirlýsinguna miðar að því að skapa þær aðstæður fyrir 1. október 2010 að hægt verði að ganga til samninga um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í Þingeyjarsýslum.
Verkefnisstjórn skipuð fulltrúum sveitarfélaga í Norðurþingeyjarsýslum, Landsvirkjunar og iðnaðarráðherra vinnur að framgangi verkefnisins.
En munið að EKKERT hefur verið gert að mati sumra
Gengisvísitalan ekki verið lægri síðan í júlí í fyrra http://www.visir.is/article/20100303/VIDSKIPTI06/577670230
Sumir útvarpsmenn telja t.d. "kannanir" á vefnum eins og t.d. hjá Útvarpi Sögu og Bylgjunni þar sem hver getur setið við tölvuna og valið mörgu sinnum það sem honum líkar marktækar sem er náttúrulega af og frá.
Síðan eru kannanir fyrirtækja eins og MMR (http://www.mmr.is/) og Plúsinn (http://plusinn.is/) sem nota í úrtak sitt lokaðan viðhorfahóp og kannarnir unnar af Talnakönnun fyrir heimur.is sem birtast í blöðum eins og Frjálsri verslun og Viðskiptablaðinu sem eiga það sammerkt að virðast ekki gera miklar kröfur um svarhlutfall (birta á stundum niðurstöður sem byggja á fáum svörum og hafa því mikil vikmörk).
Kannanir frá þessum fyrirtækjum eru því marki brenndar að í þeim er ekki spurt ítrekað til þess að minnka hlutfall óákveðinna og þar með minnkað vægi Sjálfstæðisflokksins til þess að vinna gegn þeirri meginreglu að sjálfstæðismenn gefa sig fyrr upp í könnunum og þess vegna mælist flokkurinn ítrekað hærri í skoðanakönnunum en í kosningum.
Í gegnum tíðina hafa Fréttablaðið og Capacent gert þær kannanir sem komist hafa næst úrslitum kosninga - Fréttablaðið gerir kannanir með stórum úrtöku slembiúrtökum á skömmum tíma og Capacent blandar saman lokuðum viðhorfahópi sínum saman við slembiúrtök í gegnum síma og fær út stórt úrtak, t.d. 7000 nú í febrúar og birtir reglulega niðurstöður í Þjóðarpúlsi sínum sem fróðlegt er að skoða:
Þjóðarpúls frá því að meirihlutaríkistjórn Jóhönnu Sigurðadóttur tók við völdum:
Stuðningur við ríkisstjórnina:
- Júní 09 49%
- Júlí 09 48%
- Ágúst 09 49%
- September 09 47%
- Október 09 48%
- Nóvember 09 47%
- Desember 09 46%
- Janúar 10 50%
- Febrúar 10 47%
Athygli vakti að sömu fréttamenn sem sögðu í gærkvöldi að stuðningur við ríkisstjórnina hefði minnkað um 3% höfðu ekki orð á því um síðustu mánaðarmót að stuðningur við ríkisstjórnina hefði aukist um 4%!
Það mætti með réttu telja að aukinn stuðningur við ríkisstjórnarinnar væri einnar fréttar virði, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að ríkisstjórnin stendur nú í einhverjum erfiðustu verkum lýðveldistímans.
Aðalfréttin er auðvitað sú að fylgi ríkisstjórnarinnar hefur lítið breyst þrátt fyrir gríðarleg verkefni og greinilegt er að almenningur hefur enn trú á henni þrátt fyrir stanslausan áróður um annað.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson