Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
sem birtust á www.pressan.is
Hann sagði ekkert skrýtið að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefði verið eins og álfur út úr hól þegar bankarnir hrundu miðað við allt sem á undan væri gengið.
Hún lítur reyndar út eins og álfur út úr hól, bætti hann svo við.
Er það kannski vegna þess að meira að segja blaðamönnum mbl.is misbauð þessi ómerkilegu ummæli mannsins sem er svo hógvær að hann bar örlög sín saman við örlög Krists á krossinum? Því miður misstu blaðamenn líka af því þegar Davíð sagði að efnahagskreppan yrði ekki leyst með því að "mylja undir þá sem ekkert eiga!"
28.3.2009
Stórkostlegt par
Síðdegið, og reyndar morguninn líka, á landsfundi Samfylkingarinnar í dag var stórkostleg upplifun. Ég leyfi mér að nota orð frambjóðenda til varaformanns þegar þeir sögðu báðir að lokinni kosningu að það væru forréttindi að fá að starfa með svo stórkostlegum hópi eins og þeim sem var saman kominn í Smáranum í dag. Stemmingin, einhugurinn og samstaðan í dag ... ræðurnar sem voru fluttar og fólkið maður, fólkið!
Það hefur ekki farið framhjá neinum að ég er einarður stuðningsmaður Árna Páls Árnasonar og hann fékk mitt atkvæði í varaformannskjörinu í dag. Það fór þó svo að 2/3 hluti þeirra sem kusu studdu Dag B. Eggertsson og þó hann hafi ekki fengið atkvæði frá mér þá uni ég niðurstöðunni og óska Degi innilega til hamingju með kjörið. Hann er drengur góður og verðugur varaformaður þessa góða jafnaðarflokks.
Ekki hélstu að ég myndi sleppa Jóhönnu? Ó nei, konan sú er hreinræktuð kraftaverkakona, hún hefur sýnt það og sannað að hún bognar hvorki né brotnar þó á móti blási. Hún hefur sopið fleiri fjörur en okkur annar íslenskur stjórnmálamaður, hún er strangheiðarleg, ötul baráttukona þeirra sem minna mega sín og kemur til dyranna eins og hún er klædd. Það kom því engum á óvart að Jóhanna hlaut rússneska kosningu í embætti formanns Samfylkingarinnar 98% atkvæða komu í hennar hlut og það ætti ekki að fara framhjá neinum að hennar tími er kominn - Hvað annað?
28.3.2009
Er allt þegar þrennt er?
eða þarf fjórða sinn til fullkomnunar?
18. maí 2006:
Í gær fimmtudaginn 18. maí 2006 fór fram fyrsta skóflustunga að byggingu þjónustukjarna ásamt hjúkrunaríbúðum/rýmum fyrir eldri borgara. Skóflustunguna tók Jóhanna Arnórsdóttir en hún er heiðursfélagi FEBK og f.v. formaður samtakanna. Fjölmenni var á staðnum. ... lesa meira
http://www.gunnarbirgisson.is/frettirpage.asp?ID=908
29. ágúst 2008:
Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og fulltrúi félags- og tryggingamálaráðherra, Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri, tóku fyrstu skóflustunguna að fyrri áfanga hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Boðaþingi í Kópavogi í morgun, 29. ágúst 2008. ... lesa meira:
http://www.visir.is/article/20080829/FRETTIR01/349134484
Og svo aftur í gær, 27. mars 2009.
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, tóku í dag, 27. mars 2009, fyrstu skóflustunguna að nýjum leiguíbúðum fyrir 60 ára og eldri við Boðaþing í Kópavogi. Þar munu rísa 95 þjónustu- og öryggisíbúðir og munu framkvæmdir við fyrri áfanga, alls 48 íbúðir, hefjast nú í vor. ... lesa meira:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/27/reisa_95_leiguibudir_fyrir_aldrada_i_kopavogi/
Ég segi nú bara eins og bæjarfulltrúi Guðríður Arnardóttir, ætlar karlinn að handmoka grunninn?
Reisa 95 leiguíbúðir fyrir aldraða í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.3.2009 kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær hófst landsfundur Samfylkingarinnar í íþróttahúsinu Smáranum í Kópavogi. Mér fannst það vel við hæfi að ég sæti minn fyrsta landsfund á heimavelli í mínum heimabæ og mætti því full eftirvæntingar um klukkustund áður en blása átti til leiks. Í Smáranum hitti ég jafnan fullt af vinum mínum og kunningjum og þó nú væri enginn venjulegur kappleikur að fara af stað, og á engan hátt íþróttatengdur, þá vantaði vinina ekki heldur að þessu sinni.
Rannveig Guðmundsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar, bauð fundarmenn velkomna í Kópavog. Hún sagði í örstuttu máli frá sögu bæjarins sem byggður var af harðduglegu fólki sem ekki var innvígt né innmúrað í valdaklíku íhaldsins og fékk ekki úthlutað lóðum í Reykjavík. Þetta fólk byggði sér því nýjan bæ á Digraneshálsi á ódýrum sumarhúsalóðum. Rannveig sagði frá því að bærinn hafi eitt sinn gengið undir nafninu barnabærinn vegna hins háa hlutfalls barna meðal íbúa. Af þessu var bærinn ákaflega stoltur og síðar hlaut bærinn ekki síðra viðurnefni: félagsmálabærinn. Ég fann hversu stolt ég var þegar Rannveig var að flytja ræðu sína enda hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að búa í þessum bæ í ríflega 45 ár og naut þess að alast upp í barnabænum og taka þátt í því að gera hann að félagsmálabænum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, steig því næst á stokk og flutti sérstaklega góða ræðu þar sem hún fór af yfirvegun yfir aðdragandann að síðustu Alþingiskosningum, samstarfið við Sjálfstæðismenn og síðar slit þeirrar ríkisstjórnar. Hún sagði að sækja mætti fordæmi í Kópavog sem gæti komið mörgum á óvart en: Andi frumherja Kópavogs er dæmi um reynslusjóð sem við getum sótt í. En vítin til að varast blasa líka hvarvetna við hér í Kópavogi og í öðrum bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem trúðu á ævarandi uppgang.
Ég gæti tekið út fjöldann allan af dæmum úr ræðu Ingibjargar til að birta hér en læt það ógert, tengillinn hér að ofan vísar á ræðu hennar og ég tel að hún sé holl lesning. Eina tilvitnun enn get ég þó ekki stillt mig um að birta:
Í Sjálfstæðisflokknum fer auðvald og ríkisvald hönd í hönd. Hér ríkir kunningjakapítalismi. Sjálfstæðismenn eru ráðandi jafnt í fyrirtækjum sem stjórnkerfi og sú samtrygging sem þannig hefur komist á leiðir til aga- og aðhaldsleysis. Ég hef sjálf margítrekað sett þetta fram í opinberri umræðu á liðnum árum og þess vegna átti ég og við öll í Samfylkingunni að vita þetta. Það sem sló hins vegar ryki í augu okkar voru þær mannabreytingar sem þá höfðu orðið í forystu flokksins. Nýir og geðþekkari einstaklingar höfðu tekið við stjórninni og við bundum vonir við þá. Við horfðum framhjá því við stjórnarmyndunina að vandamálið er ekki fólkið heldur flokkurinn. (leturbreyting IH)
Báðar þessar mætu konur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Rannveig Guðmundsdóttir ætla nú að draga sig í hlé og vil ég fyrir mína hönd þakka þeim fyrir þeirra miklu og góðu störf í þágu Samfylkingarinnar og okkar allra. Þess má þó geta að Ingibjörg bætti við í lok ræðu sinnar: Ég er ekki farin. Ég er bara á vegamótum. Ég hlakka til fundarins í dag, það eru kosningar framundan og ef það hefur farið framhjá einhverjum þá styð ég Árna Pál Árnason sem varaformann flokksins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég veit ekki hvort það var rétt af mér, en ég ákvað að æfa mig fyrir landsfund Samfylkingarinnar í morgun með því að hlusta á útsendingu frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Í morgun ræddu þeir um Evrópusambandsaðild og eftir að hafa hlustað í góða klukkustund var ég komin með suð í eyrun. Bestu ræðuna flutti Ragnhildur Helgadóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, og sem betur fer beygði Sturla Böðvarsson reglur um tíma ræðumanna nokkuð og fékk Ragnhildur að tala óáreitt í drjúga stund. Ragnhildur er ótrúlega ern og hress og greinilegt var á ræðu hennar að hún hefur engu gleymt þótt hún sé nú komin hátt á níræðisaldur, fædd 1920.
Í máli hennar kom m.a. fram að menn ættu ekki að loka á aðild að Evrópusambandinu, heldur taka málið upp fordómalaust og leggja það síðan í dóm þjóðarinnar. Það ætti ekki að líkja aðild að Evrópusambandinu við Gamla sáttmála frá árinu 1262 (sem annar ræðumaður á undan henni sagði reyndar vera frá árinu 1264) slíkt væri fjarri öll lagi enda væri um samninga að ræða en ekki afsal allra réttinda.
Eftir að Ragnhildur hafði flutt sköruglega ræðu sína fékk ég aftur suð í eyrun vegna málskrúðs annarra fulltrúa og á endanum gafst ég upp á að hlusta á landsfund Sjálfstæðisflokksins og hlustaði á bestu lög Queen þess í stað. Ólíkt leið mér betur með það og mætti því fersk, kát og hress til landsfundar Samfylkingarinnar í Smáranum. Upplifun mín af þeim fundi verður tilefni annarrar færslu mjög fljótlega.
26.3.2009
Stórkostleg sýning
"Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er stórkostleg sýning," sagði Jón Kristinn Snæhólm á Hrafnaþingi á ÍNN í dag. Ég sem hélt að landsfundir væru til þess að marka stefnu og stilla saman strengi. Jafnframt verð ég þó að viðurkenna að ég hef aldrei sótt slíka samkomu þannig að kannski er fundurinn sem ég ætla á um helgina bara sýning eins og sú sem Jón Kristinn lýsti.
Ég vona þó ekki!
24.3.2009
Minning um mann
Vinur minn, Páll Bjarnason prentari, bað mig um að um daginn að setja lag Gylfa Ægissonar, Minning um mann, á bloggið. Ég verð fús við bón hans og læt fylgja með myndskeið af Logum spila lagið.
Textinn við lagið:
Nú ætla ég að syngja ykkur lítið fallegt ljóð
um ljúfan dreng, sem fallinn er nú frá,
um dreng sem átti sorgir en ávallt samt þó stóð
sperrtur þó að sitthvað gengi á.
Í kofaskrifli bjó hann, sem lítinn veitti yl,
svo andvaka á nóttum oft hann lá.
Þá Portúgal hann teygaði, það gerði ekkert til,
það tókst með honum yl í sig að fá.
Viðlag:
Þið þekktuð þennan mann,
þið alloft sáuð hann,
drykkjuskap til frægðar sér hann vann.
Börnum var hann góður, en sum þó hræddust hann,
hæddu hann og gerðu að honum gys.
Þau þekktu ei litlu greyin þennan mæta mann,
já, margt er það sem börnin fara á mis.
Þið þekktuð..
Munið þið að dæma ei eftir útlitinu menn,
en ýmsum yfir þessa hluti sést.
Því til er það að flagð er undir fögru skinni enn
en fegurðin að innan þykir best.
Þið þekktuð..
Nú ljóðið er á enda um þennan sómasvein,
sem að þráði brennivín og sæ.
Hann liggur nú á kistubotni og lúin hvílir bein,
í kirkjugarði í Vestmannaeyjabæ.
Þið þekktuð..
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.3.2009
Blogg eða ekki blogg ... þar er efinn!
Þegar ég heyrði fréttir af frambjóðenda Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi í dag, datt svoleiðis af mér andlitið að ég mátti vart mæla. Mín fyrsta hugsun var að blogga eitthvað um málið, en sem betur fer var dagurinn annasamur þannig að þetta mál lagðist í dvala nú fram á kvöld. Það er gott, því það er í raun fátt eitt um þetta að segja annað en - Já sæll!!!
Kvöldfréttirnar hresstu mig auk þess nokkuð með tíðindum af því að Jóhanna Sigurðardóttir hafi loksins gefið vilyrði fyrir því að taka að sér formennsku í flokknum. Ég hef ekki kíkt á bloggið í kvöld en ég efast ekki um að margir hafi skoðanir á því. Væntanlega eru þær í tvær gjörólíkar áttir og það er barasta í lagi. Ég fagna ákvörðun Jóhönnu, hún er okkar virtasti og besti stjórnmálamaður og auðvitað á hún að leiða flokkinn í næstu kosningum. Til hamingju Jóhanna og þakka þér!
17.3.2009
Veislan heim - ótrúlega flott hugmynd
Um daginn hittumst við sjö samstarfskonur heima hjá einni okkar og gerðum okkur glaðan dag. Tilefnið var ekkert sérstakt en við höfum hist utan vinnu með afar óreglulegu millibili undanfarin ár. Oftast höfum við hist á veitingahúsi en í þetta sinn ákváðum við að prufa þjónustu frá nýstofnuðu fyrirtæki sem nefnist www.lystauki.is.
Lystauki býður uppá allskyns veisluþjónustu, litla og stóra. Okkar hópur var í smærri kantinum en þar sem aðalsprauta Lystauka er náskyldur mér tókst að snúa uppá höndina á honum og pína hann til að útbúa veislu handa okkur sjö. Það er skemmst frá því að segja að við vorum hoppandi hamingjusamar með veisluna.
Við mættum sem sagt heim til einnar okkar og þangað mætti kokkurinn líka með veisluföng og tilbehörende. Húsfreyjan sýndi honum hvar það helsta var í eldhúsinu og síðan settumst við í stofu eins og fínar frúr. Innan skamms mætti kokkurinn með fyrsta rétt. Fjórar tegundir af sushi á bakka. Þar sem ég hef ofnæmi fyrir skelfiski var um það samið að ekkert slíkt væri með að þessu sinni og margar okkar voru þarna að bragða á sushi í fyrsta sinn. Og þvílíkt góðgæti. Mér skilst reyndar að þetta hafi verið tvær tegundir af sushi (sem er á hrísgrjónunum) og tvær tegundir af sashimi en það er hrár fiskur sem er dýft í bragðbætta soyja sósu. Frábært og allar tókum við vel til matar okkar. Reyndar vorum við svo gráðugar að það gleymdist að taka mynd af sushi-inu en hér að neðan eru myndir af öðrum réttum, smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Sushi-ið var borið á borð við sófaborðið en nú stóðum við upp og settumst til borðs, ennþá eins og fínar frúr, og á borðið til okkar var borið lambatartar með steiktum villisveppum, dilli og balsamic gljáa. Maður minn, þetta lostæti hreinlega bráðnaði uppí manni, og enn kom það mörgum okkar á óvart hversu góður réttur þetta er þó um sé að ræða hrátt, smátt skorið lambakjöt. Yndislegur réttur og við orðnar ansi spenntar fyrir rétti númer þrjú.
Þriðji rétturinn var gráandabringur með truffluhunangi, gráðostasamloku og rauðlaukssultu. Já, þetta hljómar ákaflega vel en ég lofa ykkur að þetta bragðast betur. Það var samdóma álit okkar allra að gráðostasamlokurnar væru eitt það dýrðlegasta sem við höfum smakkað. Ekki samt misskilja neitt, gráandabringurnar voru ljúffengar líka en samlokurnar voru sannarlega punkturinn yfir i-ið í þessum rétti.
Fjórði réttur, já þetta er aðeins rétt að byrja, var aðalrétturinn nautalundir með risole kartöflum, graskersmauki og marsalasósu. Við vorum margar á þeirri skoðun þegar þarna var komið að nú gæti orðið erfitt að koma meiri mat niður, það á þó ekki við um mig en flestar aðrar í samkvæminu eru minni matmanneskjur en ég og þær voru sko sannfærðar um að þær myndu aldrei ná að klára aðalréttinn. En Lystauki brást ekki þarna frekar en í fyrri réttum. Nautakjötið var fullkomlega steikt og graskersmaukið var ótrúlega lúffengt, reyndar svo að við töluðum um það í marga daga á eftir. Það fór vitanlega svo að hver einasta arða á hverjum einasta diski var komin ofaní maga þegar kokkurinn kom og tók diskana af borðum.
Við settumst því næst í sófann að nýju, með kaffibolla og léttan drykk en við höfðum ekki setið mjög lengi þegar kokkurinn mætti með logandi bolla fulla af créme brulée, karmelluís og ávaxtasalsa til hliðar. Ef þetta var ekki hinn fullkomni eftirréttur, þá er hann ekki til. Það var samdóma álit okkar að betra créme brulée höfum við ekki smakkað og allar vorum við uppnumdar yfir því að fá þetta svona logandi í bollum til okkar.
Rúsínan í pylsuendanum er síðan sú að húsfreyjan þurfti ekki að stíga fæti inní eldhús eftir að hafa vísað kokkinum á alla helstu hluti. Allt var "spikk and span" í eldhúsinu að afloknu átinu og við áttum því allar afslappaða og notalega stund við arineld eftir matinn og við erum sannarlega tilbúnar til að mæla með því við vinahópa að leita eftir viðskiptum við www.lystauka.is. Miðað við okkar reynslu, þá verða menn ekki sviknir af því.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.3.2009 kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Systursonur minn, Þorgrímur Gunnar Eiríksson, sýndi mér í dag nokkrar bækur sem hann hlaut í arf eftir afa sinn. Ein bókanna er handrituð og viðkvæm, einskonar minningarbók, nemenda í Laugalandsskóla veturinn 1940-1941. Nemandinn var Kristrún Snæbjörnsdóttir og í bókinni eru margar kærar kveðjur henni til handa. Mig langar að deila með ykkur nokkrum þeirra.
Laugalandsskóla 3. maí 1941
Elskaðu lífið og ljósið
láttu það taka völdin
en forðastu eiturflugur
sem fljúga í myrkrinu á kvöldin.Bestu þakkir og óskir.
Guðný Frímannsdóttir, fædd 30. sept. 1920
(frá Grímsey)
Hrísey
-°-°-°-°-°-°-
Í "samlaginu" á '7 1940-1941
Aldrei veit þú öðrum sár
óska ég þér af hjarta.
Líði vær þín æfiár
auðnar-sálin bjarta.Kristrún mín!
Ég þakka þér samveruna í vetur og alla brandarana. Líði þér alltaf sem best, þess óskar þín skólasystir.Sigga Stefánsd.
Valþjófsstað
Fljótsdal
N-M-sýslu.
-°-°-°-°-°-°-°-°
Laugalandsskóla 18/4 1941
Gleym mér ei þó árin líði
og okkar styttist fundir hér.
Gleym mér ei þó sárin svíði
sífellt man ég eftir þér.Lifðu sæl við svona hljóm
sorgir flýji leiðir þínar.
Hrynji á veg þinn heilla blóm
sem hjartans bestu óskir mínar.Elsku Kristrún mín!
Ég þakka þér kærlega hinar mörgu ánægjustundir hér í vetur og vona að guð gefi að þér líði alltaf sem best.
Þess óskar þín skólasystir.Rósa Jóhannesdóttir
Hauganesi
Árskógströnd
fædd 4-4-1920
Samkvæmt mínum upplýsingum úr www.gardur.is þá lést Kristrún 22. maí 1945.
Menning og listir | Breytt 16.3.2009 kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson