Leita í fréttum mbl.is

Stórkostlegt par

Síðdegið, og reyndar morguninn líka, á landsfundi Samfylkingarinnar í dag var stórkostleg upplifun. Ég leyfi mér að nota orð frambjóðenda til varaformanns þegar þeir sögðu báðir að lokinni kosningu að það væru forréttindi að fá að starfa með svo stórkostlegum hópi eins og þeim sem var saman kominn í Smáranum í dag. Stemmingin, einhugurinn og samstaðan í dag ... ræðurnar sem voru fluttar og fólkið maður, fólkið!

Það hefur ekki farið framhjá neinum að ég er einarður stuðningsmaður Árna Páls Árnasonar og hann fékk mitt atkvæði í varaformannskjörinu í dag. Það fór þó svo að 2/3 hluti þeirra sem kusu studdu Dag B. Eggertsson og þó hann hafi ekki fengið atkvæði frá mér þá uni ég niðurstöðunni og óska Degi innilega til hamingju með kjörið. Hann er drengur góður og verðugur varaformaður þessa góða jafnaðarflokks.

Ekki hélstu að ég myndi sleppa Jóhönnu? Ó nei, konan sú er hreinræktuð kraftaverkakona, hún hefur sýnt það og sannað að hún bognar hvorki né brotnar þó á móti blási. Hún hefur sopið fleiri fjörur en okkur annar íslenskur stjórnmálamaður, hún er strangheiðarleg, ötul baráttukona þeirra sem minna mega sín og kemur til dyranna eins og hún er klædd. Það kom því engum á óvart að Jóhanna hlaut rússneska kosningu í embætti formanns Samfylkingarinnar 98% atkvæða komu í hennar hlut og það ætti ekki að fara framhjá neinum að hennar tími er kominn - Hvað annað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég var alla helgina í sumarbústað,fylgdist með fréttum auðvitað og undraði ekki að Jóhanna hlyti þessa kosningu. Fagnaði svo kjöri Dags,hefði samt ekkert nema gott um Árna Pál að segja. Þeir eru menn til að vinna saman.  Nú eru allir bestu stjórnmálamenn íSLANDS,Að mínu mati, komnir í lykilstöður, auk þeirra sem gætu haft áhrif í litlu framboðunum. Ég fyrir mitt leiti á kvölina, Æ! þetta er bara 1 atkv. Gangi þér allt í haginn.  

Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 129479

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband