Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Prófkjörum Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar í vor er nú lokið. Í gær urðu ljósar niðurstöður í Reykjavíkurkjördæmunum og í Suðvesturkjördæmi. Mitt kjördæmi er í Suðvestri og ég verð að segja að niðurstaðan í því kjördæmi er með eindæmum glæsileg. Árni Páll Árnason, minn maður , vann glæsilegan sigur og leiðir listann. Katrín Júlíusdóttir heldur 2. sætinu og Lúðvík Geirsson Hafnarfjarðargoði verður í því þriðja. Kannski var niðurstaða Þórunnar Sveinbjarnardóttur ákveðin vonbrigði, hún sóttist eftir leiðtogahlutverkinu á listanum en einhverra hluta vegna var nafn hennar oftar en ekki víðsfjarri þegar talað var um baráttuna um oddvitasætið.
Í dag á flokkurinn í kjördæminu 4 þingmenn, Árna Pál, Katrínu, Þórunni og Gunnar Svavarsson, sem ekki sóttist eftir endurkjöri. Það er alveg kristaltært í mínum huga að flokkurinn á að bæta við sig a.m.k. einum manni. Sá sem verður þar í forgrunni er Magnús Orri Schram. Að mínu viti er Magnús Orri flottur í baráttusætið, hann er ungur, ferskur, staðfastur, vel máli farinn og það skemmir sannarlega ekki fyrir að hann er einn myndarlegasti frambjóðandinn í kjördæminu!
Fyrstu 6 sætin í prófkjörinu:
1. Árni Páll Árnason 1.184 atkvæði í 1. sæti
2. Katrín Júlíusdóttir 1.415 atkvæði í 1. - 2. sæti
3. Lúðvík Geirsson 1.599 atkvæði í 1. - 3.sæti
4. Þórunn Sveinbjarnardóttir 1.104 atkvæði í 1. - 4. sæti
5. Magnús Orri Schram 1.287 atkvæði í 1. - 5.sæti
6. Magnús Norðdahl 1.217 atkvæði í 1. - 6.sæti
Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum vina minna á blogginu eða á fésbókinni að ég styð Árna Pál Árnason í fyrsta sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Í bloggfærslu hér á vefnum lýsti ég stuðningi við Árna Pál og sagði einnig frá því hvaða aðrir frambjóðendur væru í uppáhaldi hjá mér. Þessi færsla vakti svo sem enga sérstaka athygli, nema fyrir utan það að Árni Páll rambaði inná hana fyrir tilviljun, hringdi og þakkaði mér fyrir hlý orð í sinn garð.
Í kvöld varð ég þeirri undarlegu reynslu að fá símtal frá stuðningsaðila eins frambjóðandans í prófkjörinu. Maðurinn var í fyrstu ósköp kurteis, kynnti sig og sagðist heita Árni Björn Ómarsson og vera Samfylkingarmaður úr Hafnarfirði. Síðan kom gusa af tilmælum um það hvernig ég ætti að kjósa og hvað mér gengi til að setja ekki hans mann á minn lista sem ég birti á blogginu þar sem ég lýsi yfir stuðningi við Árna Pál Árnason. Mín fyrstu viðbrögð voru þau að benda manninum á eftirfarandi staðreyndir:
- Mér er fullkomlega frjálst að velja það fólk á minn lista sem ég treysti best.
- Árna Birni kemur það ekki við hvern ég setti á minn lista.
- Ég þarf ekki að réttlæta mitt val fyrir Árna Birni eða nokkrum öðrum.
Í prófkjöri er kosið milli 15 mjög hæfra frambjóðenda, valið stendur um 6-8 og einfaldur reikningur segir manni að þá verða 7-9 frambjóðendur útundan. Enginn frambjóðenda fyrir utan Árna Pál og Katrínu Júlíusdóttur hefur séð ástæðu til að hringja í mig og óska eftir stuðningi og enginn þeirra hefur hringt til að krefja mig svara um mitt val nema þessi eini maður, sem mun vera kunnur smali úr Hafnarfirði.
Það er alveg ljóst að ég mun ekki þola það að hann eða einhver annar hringi í mig og hafi í hótunum vegna minnar afstöðu til frambjóðenda í prófkjörinu. Reyndar hefur þetta þveröfug áhrif, ég er enn staðfastari í stuðningi mínum við Árna Pál Árnason og mun nota hverja lausa mínútu sem ég hef til þess að kjósendur til að styðja hann til forystu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Árna Pál Árnason í 1. sætið
Það lá við að ég beygði af í dag þegar ég heyrði upptöku af afsökunarbeiðni Jóhönnu Sigurðardóttur til drengjanna á Breiðavík og annarra þeirra barna sem hafa á einhverjum tíma orðið fyrir ofbeldi eða hlotið illa vist á stofnunum hins opinbera. En þar sem ég var í vinnunni og með félögunum á kaffistofunni hélt ég andlitinu en inní mér sló hjartað aukaslag í þökk til Jóhönnu sem um stund bar sæmdarheitið heilög Jóhanna með sóma og sann.
Í dag og í kvöld hafa síðan birst viðtöl við forsvarsmann Breiðavíkursamtakanna þar sem hann þakkar Jóhönnu fyrir hennar orð og segir jafnframt að hann skilji það ekki af hverju fyrirrennari hans hafi ekki getað stigið þetta skref. Hjartanlega og alveg er ég sammála þessum manni. Hvað stóð í vegi Geirs H. Haarde að biðja drengina afsökunar? Það var enginn að benda á hann og segja að þetta hafi verið honum að kenna. Jóhanna er kona dagsins og ég á þá ósk heitasta að hún taki fljótlega af skarið og við keflinu af nöfnu minni sem formaður Samfylkingarinnar.
11.3.2009
Óley, óley, óley, óley
Óley, óley
Mikið er ég kát með mína menn í Arsenal, skítaleikur að vísu, en sigur í framlegdri vítaspyrnukeppni. Verður þetta mikið sætara? Ég held ekki. Frábært, frábært, frábært. Áfram ARSENAL
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.3.2009
Sjálfsþurftarbúskapur
Mikið óskaplega þótti mér gaman að Kastljósi í gærkvöldi þegar fjallað var um fjölskylduna að Hólum við rætur Heklu. Í kynningu að innslaginu í þættinum sagði Sigmar að það væri gott að kunna að strokka sitt eigið smjör, búa til flatkökur, skyr, kæfu og rúgbrauð á þessum tímum þar sem matvara er orðin dýr og fólk þarf að hugsa um hverja krónu.
Ragnhildur Steinunn var alveg mátulega mikið borgarbarn í samskiptum sínum við fjölskyldumeðlimi og umfjöllunin um Hrútaskrána var alveg stórkostleg. Ef þú hefur ekki þegar séð Kastljós frá í gær þá skora ég á þig að kíkja á hann hér og nú.
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4431337/2009/03/10/0
10.3.2009
Kjósum Árna Pál Árnason í 1. sæti
Nú hefur verið lokað fyrir skráningu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Ég hef lagt mig fram um að afla stuðnings við framboð Árna Páls Árnasonar í 1. sæti listans. Árna kynntist ég fyrst fyrir um tveimur árum síðan er hann bauð sig fram til þings. Strax við fyrstu kynni bauð Árni Páll af sér góðan þokka. Ég fylgdist vel með honum í kosningabaráttunni og síðar í hans þingstörfum.
Að mínu viti er Árni Páll afar öflugur þingmaður, rökviss og fylginn sér, hann hefur djúpa og góða þekkingu á ýmsum málefnum m.a. málefnum Evrópubandalagsins. Það er fengur fyrir íslenska þjóð að maður eins og hann skuli taka að sér störf í opinberri þágu. Það er því von mín að Árni Páll muni hljóta góða kosningu í 1. sæti Samfylkingarinnar.
Fyrst ég er byrjuð þá get ég líka upplýst það að aðrir þeir sem í boði eru í Suðvesturkjördæmi og ég styð til allra góðra verka eru (í stafrófsröð): Katrín Júlíusdóttir, Magnús M. Norðdal, Magnús Orri Schram, Ragnheiður Jónsdóttir, Sara Dögg Jónsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
10.3.2009
Hver er Eva Joly
Þegar ég sá Evu Joly í Silfri Egils á laugardag hugsaði ég með mér að hún minnti mig á einhverja konu sem ég hafði séð áður.
Þessi hugsun lét mig í friði um helgina en í dag þegar fréttir bárust af því að hún hefði verið ráðin sem sérlegur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar þá fór ég aftur að hugsa um það á hvern konan minnti mig. Nú undir kvöld kom svarið!
9.3.2009
Eins og smákrakkar í drullupolli
Mér varð það á nú um það leyti sem ég ætlaði í háttinn að athuga hvort þingmenn okkar væru ekki örugglega hættir að þrasa. Margir þeirra eru með ung börn á sínu framfæri sem þarf að koma í skóla í fyrramálið og sumir eiga jafnvel maka sem bíða þeirra heima og hafa ekkert séð þá í allan dag, nema í gegnum sjónvarpið. Ekki má heldur gleyma því að þingmennirnir okkar eiga erfiðan dag fyrir höndum á morgun því það eru nefndafundir í fyrramálið og sjálfsagt þurfa þessar elskur að undirbúa sig eitthvað fyrir það.
En viti menn þegar ég stillti á sjónvarp Alþingi þá tíndist upp hver sjálfstæðismaðurinn á fætur öðrum, já og Jón Magnússon hvar í flokki sem hann nú er, og ræddu ... ekki frumvarp um breytingu á lögum um lífeyrissparnað, ekki frumvarp um stjórnskipunarlög, ekki frumvarp um atvinnuleysistryggingar, ekki frumvarp til laga um embætti sérstaks saksóknara, ekki frumvarp um heimild til samninga um Helguvík, ekki ... já, svona mætti lengi telja. Nei sjálfstæðismenn ræddu um fundarstjórn forseta. Og af hverju voru þeir að ræða um fundarstjórn forseta, vegna þess að þeir vildu fara að komast heim!
Ef sjálfstæðismenn hefðu ekki hagað sér eins og smákrakkar í drullupolli á þinginu í allan dag þá væru þeir sjálfsagt komnir heim. Þess í stað hafa þeir haldið uppi málþófi í umræðu um frumvarp til laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda. Það er gott og þarft mál og þarfnast sannarlega ítarlegrar umræðu, en þó ekki svo ítarlegrar að allir þingmenn sjálfstæðisflokks þurfi að koma upp og nýta ræðutíma sinn til hins ýtrasta og að þeir þurfi allir að veita andsvar við ræðu hvers annars. Þetta háttalag, sem hefur staðið frá því klukkan fjögur í dag, kölluðu sjálfstæðismenn ekki málþóf nú undir miðnættið, þetta vildu þeir meina að væri sérkennileg fundarstjórn forseta.
Mikið óskaplega held ég að Sjálfstæðismönnum líði illa á þinginu nú þegar þeir eru loksins komnir í stjórnarandstöðu og eru nú í hlutverki þeirra fávísu, ómerkilegu stjórnarandstæðinga sem þeir hafa talað niður til á 18 ára samfelldri setu sinni í ríkisstjórn. Ég veit og vona að forseti Alþingis, skólastjórinn Guðbjartur Hannesson, muni ekki láta þessi spilltu krakkarassgöt villa um fyrir sér. Fundurinn mun sjálfsagt standa fram á nótt og ég veit að Guðbjartur mun með þolinmæði sinni og þrautsegju landa þingmönnum sjálfstæðisflokks eins og smáfiski sem hann veiddi sem polli við pollann á Akranesi í den.
Þingmönnum og þjóðinni býð ég góða nótt og vona að hinum kjörnu fulltrúum okkar muni farnast betur í þingstörfum á morgun en þeir gerðu í dag. Landi og þjóð til heilla!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í dag bárust af því fréttir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefði tekið ákvörðun um að draga sig í hlé frá stjórnmálum. Ég verð að segja að mér finnst þessi ákvörðun ákaflega skynsamleg. Persónulega þekki ég Ingibjörgu Sólrúnu ekki neitt, en ég veit hvernig það er að vera veikur og ég veit það líka hvernig það er að liggja inná spítala og leggja líf sitt í hendur þess fólks sem þar starfar. Mér fannst það því vægast sagt undarleg ákvörðun hjá henni að draga sig ekki í hlé þegar hún greindist með sitt mein í byrjun október.
Ég hef frá því að bankahrunið dundi á okkur ítrekað sagt mína skoðun á ástandinu hér á blogginu. Ég hef alls ekki alltaf verið ánægð með stöðuna og þær ákvarðanir sem hafa verið teknar, en ég hef þá trú að þetta skref Ingibjargar Sólrúnar verði til þess að flokkurinn fái endurnýjað traust landsmanna. Framundan eru vægast sagt spennandi tímar í prófkjörum, bæði hér í Suðvesturkjördæmi og ekki síður í Reykjavík. Það er von mín að flokknum og flokksmönnum beri gæfa til að velja sér kröftugan og aflmikinn formann sem mun leiða Ísland í átt að nýjum tímum þar sem hugsjónir jafnaðarmanna verði hafðar í forgrunni.
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur færi ég bestu óskir um góðan bata og ég veit að hún hefur ekki sagt sitt síðasta orð þó hún dragi sig nú í hlé um stundarsakir.
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson