Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Undanfarnar vikur (ok, mánuði) hef ég haft uppi skoðanakönnun um besta íslenska lagatextann.
Nú hafa 303 svarað spurningunni og niðurstaðan er að þrjú lög skera sig nokkuð úr. Gústi guðsmaður eftir Gylfa Ægisson fór með sigur af hólmi með 20,5% atkvæða, Tvær stjörnur eftir Megas höfnuðu í 2. sæti með 16,8% atkvæða og í þriðja sæti var lagið Jesú Kristur og ég eftir Vilhjálm frá Skálholti. Niðurstaðan er nokkuð í takti við það sem ég hafði ímyndað mér, kannski fyrir utan það að ég hefði talið að Vetrarsól Ólafs Hauks Símonarsonar myndi njóta meiri vinsælda.
Þeim sem kusu þakka ég fyrir þátttökuna og hvet þig um leið til þess að taka þátt í næstu könnun sem kemur á netið á eftir.
Niðurstaðan er skoðanakönnunarinnar er eftirfarandi:
- Gústi Guðsmaður (Gylfi Ægisson) 20,5%
- Tvær stjörnur (Megas) 16,8%
- Jesú Kristur og ég (Vilhjálmur frá Skáholti) 13,5%
- Pípan (Ragnar Ingi Aðalsteinsson) 9,9%
- Syndir feðranna (Bubbi Morthens) 9,9%
- Söknuður (Vilhjálmur Vilhjálmsson) 9,6%
- Líf (Stefán Hilmarsson) 6,6%
- Skýið (Vilhjálmur Vilhjálmsson) 6,6%
- Róninn (Magnús Eiríksson) 3,3%
- Vetrarsól (Ólafur Haukur Símonarson) 3,3%
Tónlist | Breytt 10.3.2009 kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009
Frábær bókamarkaður í Perlunni
Í dag lét ég loks verða af því að fara í bókamarkaðinn í Perlunni. Var svo sem ekki með það í huga að fjárfesta í mörgum bókum, en hver veit hvað maður getur dottið ofan í þegar á staðin er komið. Ég keypti 24 bækur, flestar á innan við 1000 krónur og langflestar fyrir lesendur yngri en 10 ára.
Hér er bókalistinn (verðið í sviga fyrir aftan)
- Dalavísur, Ragnar Ingi Aðalsteinsson (190)
- Bestu vinir, Hulton Getty (490)
- Orð dagsins úr Biblíunni, Ólafur Skúlason valdi (490)
- Einfætti tindátinn, ævintýri (190)
- Aladdín og töfralampinn, ævintýri (190)
- Þrír grísir, ævintýri (190)
- Emil í Kattholti - stórbók, Astrid Lindgren (1.490)
- Elsku Míó minn, Astrid Lindgren (990)
- Lína Langsokkur - stórbók, Astrid Lindgren (1.490)
- Oliver Twist, Charles Dickens (790)
- Nú heitir hann bara Pétur, Guðrún Helgadóttir (390)
- Jón Oddur og Jón Bjarni, Guðrún Helgadóttir (990)
- Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna (990)
- Nýju fötin keisarans, H.C. Andersen (590)
- Litla stúlkan með eldspýturnar, H.C. Andersen (590)
- Töfraskórnir, Enid Blyton (390)
- Fríða, Disney (290)
- Veldissproti Ottókars konungs, Hergé (490)
- Skurðgoðið með skarð í eyra, Hergé (490)
- Vandræði ungfrú Valíu Veinólínó, Hergé (490)
- Krabbinn með gylltu klærnar, Hergé (490)
- Kolafarmurinn, Hergé (490)
- Leynivopnið, Hergé (490)
- Tinni í Tíbet, Hergé (490)
Hafir þú ekki þegar farið í bókamarkaðinn, þá hvet ég þig eindregið til að fara, sennilega getur þú þannig upplifað ódýrasta ferðalag sem þú hefur farið í.
7.3.2009
Sameinumst gegn fordómum
Dagana 3. og 4. mars sl. átti ég þess kost að sækja 3. ráðstefnu Evrópska knattspyrnusambandsins og fleiri aðila um kynþáttafordóma, Unite Against Racism, sem haldin var í Varsjá í Póllandi. Var ráðstefnan ákaflega fróðleg en þó við hér á Íslandi teljum okkur ágætlega sett varðandi fordóma af ýmsu tagi þá megum við ekki sofna á verðinum og því er ráðstefna sem þessi þörf og gagnleg fyrir knattspyrnuforystuna.
Á undanförnum árum hefur stjórn KSÍ sett sér markmið sem ætlað er að draga úr og koma í veg fyrir fordóma af ýmsu tagi. Má þar m.a. nefna að:
- KSÍ hefur nýlega orðið þátttakandi í grasrótarverkefni UEFA og í gegnum það er m.a. unnið að því að fjölga möguleikum minnihlutahópa til þátttöku í knattspyrnu.
- KSÍ hefur komið á fót jafnréttisnefnd sem hefur það markmið að vinna gegn öllu misrétti, hvort sem það er misrétti kynja, kynþátta, milli trúarbragða, kynhneigðar o.s.frv. Á síðasta ársþingi veitti stjórn KSÍ tvenn verðlaun að tillögu nefndarinnar, annars vegar til ÍR sem vinnur eftir metnaðarfullri stefnu og hins vegar til Víðis Sigurðssonar sem í næstum 30 ár hefur skrifað sögu knattspyrnunnar í árbækur sínar og gætt þar jafnan að því að halda í heiðri öllum þeim sem iðka knattspyrnu.
- KSÍ vinnur að aukinni þátttöku innflytjenda í samvinnu við Alþjóðahús og hefur gefið út bækling þar sem hvatt er til aukinnar þátttöku á nokkrum tungumálum. Þessi bæklingur liggur frammi bæði hjá KSÍ og í Alþjóðahúsi en það er vinsæll áfangastaður innflytjenda.
- KSÍ styður við og hvetur félög til að bjóða uppá verkefni fyrir minnihlutahópa, s.s. innflytjendur og fatlaða. Einnig vinnur KSÍ náið með Íþróttafélagi fatlaðra og heldur á ári hverju sérstakar æfingar þar sem fötluðum einstaklingum er boðið að mæta og æfa með landsliðsmönnum Íslands, bæði konum og körlum.
- Um páskana mun fara fram alþjóðlegt knattspyrnumót samkynhneigðra og hefur KSÍ stutt framkvæmdaaðila mótsins með ýmsu móti.
Eins og fyrr segir þá eru ofbeldi og kynþáttafordómar sem betur fer sjaldgæfir í knattspyrnu á Íslandi. Þegar slík tilfelli hafa komið upp hefur KSÍ mætt þeim af mikilli hörku enda er það stefna sambandsins í samræmi við stefnu UEFA um Zero Tolerance" - Algjört óþol". Þar skiptir miklu að allir standi saman KSÍ, leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn, dómarar og samtök stuðningsmanna.
Hér fyrir neðan má sjá tengla á nokkrar vefsíður þar sem finna má upplýsingar um starfsemi samtaka sem beita sér gegn fordómum í knattspyrnu.
http://www.farenet.org/ - http://www.theredcard.org/ - http://www.kickitout.org/ - http://www.furd.org/ - http://www.fifpro.org/
Ingibjörg Hinriksdóttir, er eigandi þessarar bloggsíðu og formaður fræðslunefndar og útbreiðslunefndar KSÍ. Grein þessi birtist á vef KSÍ, föstudaginn 6. mars.
2.3.2009
Lýðræðislegur og opinn flokkur?
Í færslunni hér að neðan velti ég því fyrir mér hvort flokkarnir, sem nú eru í stjórnarandstöðu, hafi tekið á sínum innanhússmálum í kjölfar efnahagshrunsins. Í raun er mín niðurstaða sú að það hafi flokkarnir gert að hluta til, hver með sínum hætti. En hvað með hina flokkana tvo, þá sem nú mynda ríkisstjórn? Ég ætla að geyma flokkinn minn, Samfylkinguna, þar til síðast og byrja á Vinstri hreyfingunni grænu framboði.
Það er ekki að sjá að VG telji að þau þurfi að taka neitt til í sínum ranni vegna efnahagshrunsins. Er það miður því það verður ekki framhjá því litið að innan flokksins er að finna alþingismenn sem hafa verið lengi á þingi og með beinum eða óbeinum hætti tekið þátt í að móta það samfélag sem fór á hliðina. Á síðustu vikum hef ég margoft farið á Austurvöll og tekið þátt í mótmælum sem þar fór fram. Einu stjórnmálamennirnir sem ég sá þar og þekkti áttu það sameiginlegt að vera í flokki VG. Á Austurvelli var krafan um breytingar og endurnýjun fremst allra krafna. Þar var lagt upp með að skipta um ríkisstjórn, stjórn Fjármálaeftirlitsins og stjórn Seðlabankans. Það var líka gerð krafa um það að menn öxluðu pólitíska ábyrgð og að menn könnuðust við það að hafa verið meðal áhafnar á þjóðarskútunni þegar henni var siglt í strand. Á næstu dögum mun VG kynna hvernig skipað verður á lista hjá þeim fyrir næstu þingkosningar. Mér býður svo í grun að þar verði ekki mikið um ný andlit og að þar verði ekki mikil endurnýjun. Enn sem komið er hefur enginn þingmaður VG lýst því yfir að hann muni draga sig í hlé og það lítur allt út fyrir að VG muni bjóða upp á gamalt vín á gömlum belgjum í kosningunum.
Þá sný ég mér að mínum flokki, Samfylkingunni. Ég hef kannski ekki verið nægilega dugleg við að tjá mína skoðun á framferði minna flokkssystkina, en ég get sagt það hér að síður en svo hef ég verið í einhverjum húrrahrópum og halelúja gír á síðustu vikum eða mánuðum yfir framgöngu Samfylkingarinnar. Að hluta til má segja að það sé vegna þess að formaður flokksins hefur átt við alvarleg veikindi að stríða og það er mér ekki eðlislægt að ráðast á garðinn þar sem hann er veikastur fyrir. Hitt er annað, svo ég grípi til fótboltalíkingar, að mín skoðun hefur verið og er enn sú að ef maður er að tefla fram liði sem maður ætlast til að nái árangri þá þýðir ekki að tefla fram fótbrotnum leikmanni í jafn þýðingarmiklum leikjum og leiknir hefur verið hér á Íslandi undanfarnar vikur. Það þýðir heldur ekki að tefla fram leikmönnum sem enginn treystir, hvorki þjálfarinn, fyrirliðinn eða aðrir í liðinu. Það er ekki heldur hægt að tefla fram leikmönnum sem rjúka í blöðin og segjast ekki vilja klára keppnistímabilið og vilja að það sé stytt. Slíkir leikmenn dæma sjálfa sig úr leik með það sama og þeir verða að axla ábyrgð á þessum orðum sínum með því að stíga til hliðar og biðja um skiptingu.
Ég held að það þurfi enga sérfræðinga til að sjá að hér er ég að tala um formann Samfylkingarinnar, varaformann og þá tvo ráðherra sem lýstu því yfir fyrir áramót að réttast væri að boða til kosninga.
En þetta er liðin tíð, lítum til framtíðar, hvernig ætlar Samfylkingin að takast á við kröfur um endurnýjun? Eftir því sem ég fæ best séð þá ætlar Samfylkingin ekki að takast á við þær kröfur, tveir þingmenn hafa tilkynnt um brotthvarf sitt og þar með er það upptalið. Um helgina komu fréttir af því að nafna mín vildi halda áfram að vera formaður, hún vill að Jóhanna verði forsætisráðherra og það er ljóst að um langa tíð hefur hún lagt drög að því að Dagur taki við þegar hennar tíð lýkur. Í mín eyru hljómar þetta ekki vel, svo vægt sé til orða tekið. Það má vel vera að þetta verði niðurstaðan. En ég, sem óbreyttur flokksmaður, kæri mig ekki um að formaður flokksins stýri flokkadráttum með þessum hætti það er ekki lýðræðislegt. Það er í höndum almennra flokksmanna að taka afstöðu til þessa og formaðurinn á að treysta okkur til þess að taka sjálfsæða afstöðu til þess hverjir eiga að leiða flokkinn til forystu í næstu ríkisstjórn, komi til þess.
Það er ekki til í huga mér að segja mig úr Samfylkingunni vegna þess að mér mislíkar við gjörðir forystunnar. Ef það væri möguleiki þá væri ég löngu farin úr flokknum. Ég vil hins vegar ekki sitja á þeirri skoðun minni og margra annarra flokksmanna að þessi aðferðarfræði er ekki vænleg til árangurs og sannast sagna minnir hún helst á stjórnunarhætti fyrrverandi seðlabankastjóra. Það er alveg klárt í mínum huga, að það er ekki í anda lýðræðislegs og opins jafnaðarmannaflokks.
2.3.2009
Endurreisn eða yfirklór?
Hversu oft hefur ekki verið sagt í nú síðustu vikur og mánuði að nú sé ekki tími til að benda á sökudólga og draga menn til ábyrgðar heldur standa saman og hjálpast að við að byggja upp íslenskt efnahagslíf. Það stendur ekki til hjá mér í þessari og næstu færslu að benda á sökudólga eða draga menn til ábyrgðar en ég fer fram á það að þeir sem næstir fallinu stóðu sýni hógværð og auðmýkt þegar talað er um það efnahagslega hrun sem við Íslendingar göngum nú í gegnum.
Framsóknarflokkurinn fékk á síðari hluta síðasta árs óumbeðna og að mörgu leyti ófyrirséða andlitslyftingu, þingmenn og fyrrum formenn hurfu þaðan í flýti ýmist eftir óafsakanleg afglöp, gagnrýni flokksfélaga sinna eða kannski vegna þess að þeim þótti það hollast á þessum tímamótum. Framsóknarflokkurinn flúði þó ekki ábyrgð sína og bauðst til þess að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vantrausti. Í framhaldinu reyndu þeir þó að gera sig gildandi þegar einn úr þeirra hópi tafði afgreiðslu frumvarps um Seðlabanka Íslands og er ég ekki viss um að sá leikur hafi verið sá snjallasti í stöðunni. Það kemur í ljós síðar.
Frjálslyndi flokkurinn virðist vera að gufa upp vegna elda sem þeir kynda sjálfir og bera olíu að. Kvótakerfið sem var ein aðalforsenda fyrir stofnun flokksins, hefur varla verið til umræðu á síðustu vikum, þó nú sem aldrei fyrr sé mikilvægt að halda þeirri umræðu á lofti. Tveir þingmenn af fjórum hafa hlaupið í fang sinna fyrrverandi flokka og hljóta vonandi viðeigandi útreið fyrir komandi kosningar. Hinir tveir sem eftir standa í Frjálslynda flokknum eiga erfitt verkefni fyrir höndum í aðdraganda kosninga.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur byrjað sitt uppgjör og virðast það helst liggja í uppgjöri við Davíðsarminn, þann sem hefur staðið í stafni og stýrt þjóðarskútunni á þann stað sem hún er nú. Áhafnir skútunnar hafa verið mismunandi á þeim tíma og ljóst að fylgisveinar flokksins tóku þátt í að halda Sjálfstæðisflokknum við völd og þar liggur þeirra ábyrgð. Þó yfirbót þeirra nú sé að mínu mati ekki sérlega merkilegt heldur fyrst og fremst ætlað til fylgisaukningar við flokkinn þá má Sjálfstæðisflokkurinn eiga það að hann er að fara í uppgjör. Formaðurinn hefur stigið til hliðar og framundan virðist vera hatrömm barátta um forystuna. Barátta sem getur skipt sköpum um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fá á sig mildara og manneskjulegra yfirbragð eða hvort hann ætlar að halda áfram að vera grundvöllur sérhagsmuna og einkavinavæðingar eins og verið hefur svo lengi sem ég hef fylgst með stjórnmálum.
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson