Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
28.11.2009
Riðið á vaðið eða foraðið
Í frétt á visir.is sagði í gær frá því að þingmönnum hefði verið mikið niðri fyrir vegna þess að við umræðu um Icesave voru einhverjir stjórnarliðar fjarverandi. Sérstaklega þótti illt í efni að nokkrir ákveðnir þingmenn meirihluta Alþingis hafi ekki verið á staðnum.
Nú ætla ég ekkert að afsaka fjarveru þingmanna en í fréttinni kemur fram að þeir hafi verið á fundi á vegum þingsins þar sem fjallað var um mál er varðar endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. En þingmenn minnihluta Alþingis voru daprir að ekki voru nægilega margir í salnum til að hlusta á þá, sérstaklega var framsóknarmanninum Birki Jóni Jónssyni mikið niðri fyrir og sagðist hann vera niðurlægður með fjarveru þingmannanna. Orðrétt er haft eftir honum í visi.is: Niðurlægingin felst í því að ég hef lagt á mig vinnu við að setja mig inn í málið."
Jáhá... það er nefnilega það. Birkir Jón er niðurlægður vegna þess að hann þurfti að setja sig inní mál sem er eitt mest rædda mál á Alþingi á seinni tímum. Ja mikið assskoti er það erfitt starf að vera Alþingismaður!
17.11.2009
Skoðanakönnun
Í nútímasamfélagi er nauðsynlegt að hafa einhverja vissu fyrir því hvort maður eigi erindi. Því bið ég þig ágæti lesandi um að líta á skoðanakönnunina hér til hægri og svara. Könnunin verður virk fram á sunnudag og unnt verður að setja athugasemdir við þessa færslu fram á sunnudag.
Ég áskil mér rétt til þess að fara ekki að niðurstöðu þeirra sem ráða mér heilt!
15.11.2009
Í minningu vinar
Guðmundur Benediktsson, G. Ben. eins og hann var jafnan kallaður meðal okkar Blika, kvaddi þennan heim sl. sunnudagsmorgun. Hann var eitilharður Bliki og ákaflega kappsfullur maður, aldrei sat hann á skoðunum sínum og skipti þá engu hvort hann ætti sér fjölda skoðanabræðra eða ekki. Hann ákvað að stofnun íþróttabandalags ætti að vera í mínum höndum. Í allt haust hefur hann komið til mín í tippkaffinu á laugardögum og ítrekað þessa skoðun sína við mig. Það hefur verið í fínasta lagi enda deilum við þessari skoðun og ég lofaði honum að ganga í málið af öllu mínu afli.
Síðast þegar ég hitti G. Ben, var í tippkaffinu fyrir hálfum mánuði, þá tók hann þéttingsfast í hönd mér og lét mig lofa sér að ég myndi ganga frá þessu máli. Ég horfði í augu hans og lofaði að gera allt sem í mínu valdi stendur til að íþróttabandalag verði stofnað í Kópavogi. Sagði ég honum að ég væri þegar búin að skrifa grein sem ætti að birtast í Kópavogi, málgangi Samfylkingarinnar, það kæmi bráðum. Því miður var Guðmundur allur þegar blaðið kom var borið til Kópavogsbúa á laugardagsmorgun, en ég mun fylgja þessu máli eftir, eins og ég hef lofað.
Blessuð sé minning Guðmundar Benediktssonar.
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.11.2009 kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.11.2009
Ekki þverfótað fyrir mér
Það er ekki þverfótað fyrir þér! Alveg sama hvar maður ber niður þá ert þú að glenna andlitið á þér í blöðunum, sagði vinkona mín við mig í morgun þegar við hittumst í vikulegu tippkaffi í Smáranum.
Sennilega er þetta ein viðburðarmesta vika sem ég man eftir. Um síðustu helgi fóru menn að gantast og sumir hnýta í mig ýmsu ósmekklegu vegna misferlis með kreditkort í eigu KSÍ, þar sem ég sit í stjórn. Ég tók þessu vel fyrst um sinn en viðurkenni þó að mér var farið að leiðast þófið um miðja vikuna. Blaðamenn tóku að hringja í mig strax á mánudag en þó það bullsyði á mér vegna þessa máls þá ákvað ég að sitja á mér eins lengi og mér var unnt. Sú stífla gaf sig á þriðjudagskvöld og birtist viðtal við mig vegna þessa máls á miðvikudag. Á fimmtudag var enn hringt og mér att á svaðið og viðtal birtist á vefnum.
Á föstudag kom út hið ágæta blað, Kópavogsblaðið, þar sem ég rakti æskuminningar úr Kópavogi. Grein sem ég skilaði til blaðsins fyrir góðum mánuði síðan og í morgun var búið að bera út Kópavog, blað Samfylkingarinnar þar sem ég skrifa tvær greinar. Annars vegar um sameiningu sveitarfélaga á höfðuborgarsvæðinu og hins vegar um íþóttabandalag í Kópavogi. Síðari greinin fjallar um mikið baráttumál vinar míns og félaga í Breiðabliki Guðmundar Benediktssonar.
Næsta færsla mín hér á blogginu verður tileinkuð honum, minningu hans og þessu baráttumáli sem við deildum, en Guðmundur lést sl. sunnudagsmorgun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.11.2009 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2009
... útvegaði lán hjá Landsbankanum!
Á síðasta ári stöðvuðust framkvæmdir við hið nýja íþróttahús þar sem laust fé akademíunnar var uppurið. Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri dó ekki ráðalaus og útvegaði Knattspyrnuakademíunni lán hjá Landsbankanum til að ljúka við byggingu hússins.
Ofanrituð setning kemur fyrir í frétt á visir.is þar sem fjallað er um deilur Knattspyrnuakademíu Íslands og Kópavogsbæjar um afnot af íþróttahúsi sem fyrrnefndi aðilinn byggði í Kórahverfi í Kópavogi. Reyndar byggði bærinn knattspyrnuhöll fyrir Akademíuna líka og akademían átti að byggja íþróttahús, sundlaug og líkamsræktarstöð.
Ég ætla svo sem ekki að blanda mér í deilurnar um knatthúsið og íþróttahúsið (ég er viss um að einn ákveðinn aðili setur inn athugasemd hér á bloggið hjá mér og fjallar um það í löngu máli) en það sem vakti athygli mína er setningin hér að ofan. Gunnar ... útvegaði Knattspyrnuakademíunni lán hjá Landsbankanum ... - já mikill er máttur doktorsins!
6.11.2009
Er þetta bara ég ...
... eða er öll umfjöllunin um komu Daimen Rice dálítið 2007?
Ég verð að viðurkenna að það fór um mig dálítill hrollur þegar ég sá myndina af Hönnu Birnu borgarstjóra stilla sér upp með írska tónlistarmanninum Damien Rice og nokkrum leikskólabörnum við gróðursetningu í dag. Það sem olli hrollinum var þó fyrst og síðast nærvera Gísla Marteins sem er greinilega kominn aftur frá Skotlandi tilbúinn í kosningar næsta vor.
Gísli Marteinn vakir yfir borgarstjóranum og hr. Rice.
4.11.2009
Væla, væla, væla, væla
Í dag hlustaði ég á síðdegisútvarpið á Bylgjunni, Þorgeir og félaga, eins og ég geri svo oft. Þeir hafa svo skemmtilegt sjónarhorn á lífið og tilveruna, eru léttir og skemmtilegir en þó fræðandi. Mjög flottir útvarpsmenn kapparnir á Bylgjunni. Stundum ná þeir félagar að stinga á meinsemdum í þjóðfélaginu, stundum skjóta þeir yfir markið. Það er allt í góðu enda fátt eðlilegra en að skjöplast öðru hvoru.
Í dag sögðu þeir félagar frá tölvupósti sem þeir höfðu fengið frá hlustanda sem bölsótaðist yfir því að þurfa að borga nefskatt til RÚV. Ástæða bölmóðs bréfsendara var að hann var með ein fjögur einkahlutafélög skráð til heimilis heima hjá sér auk þess sem hann sjálfur, eiginkona hans og stálpaður unglingur þarf að greiða útvarpsgjaldið. Sem sagt sjö gjöld á sama heimilinu.
Strákarnir á Bylgjunni sögðu að þeir hefðu leitað svara víða við bréfinu en hvergi hlotið svör, þeir töldu bréfið þess efnis að það þarfnaðist svars og heyrðist mér á þeim að þeir furðuðu sig á græðgi ríkisins og töldu það heldur frekt til fjárins.
En er það svo?
Að mínu mati hefðu þeir félagar átt að horfa gagnrýnum augum á bréfið og velta því fyrir sér hvernig á því stendur að bréfritari er með fjögur einkahlutafélög á skrá heima hjá sér? Í bréfinu kemur auk þess fram að a.m.k. tvö þessara bréfa væru ekki starfandi og hefðu enga veltu, sjálfur var bréfritari starfandi hjá þriðja félaginu og ég tók ekki nógu vel eftir hvort eiginkonan starfaði hjá því fjórða. Einkahlutafélög á Íslandi eru ótal mörg, í mjög mörgum tilfellum var til þeirra stofnað til þess að eigendur þeirra þyrftu ekki að greiða "keisaranum það sem keisaranum ber" - þessi 37 prósent af launum, heldur aðeins 10% fjármagnstekjuskatt.
Nú veit ég ekki hvaða starfsemi fer fram í þessu einkahlutafélagi bréfritara, en mér kæmi ekki á óvart að hann greiddi ekki hátt útsvar, fengi lágmarkslaun frá einkahlutafélaginu sem hann starfar hjá heima hjá sér og fengi síðan greiddan arð út úr félaginu gegn 10% endurgjaldi til samfélagsins.
Miðað við það að forsendur mínar séu réttar, þá heyrist mér að umræddur bréfritari sé eins og einhver vælukjói sem grenji undan því að greiða það sem honum ber. Ég held hann megi borga útvarpsgjald fyrir öll sín einkahlutafélög, ef það dugar honum ekki, hvernig væri þá að leggja af óstarfandi einkahlutafélögin?
Ég hlusta a.m.k. ekki á svona væl.
2.11.2009
Hér iðrast ekki nokkur maður
Ástæðan fyrir stærð vandamálsins á Íslandi er sú að íslenskir bankar, sem voru einkavæddir m.a. í samræmi við stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins snemma á þessari öld, tefldu allt of djarft.
Ofanritað er í bloggfærslu Láru Hönnu og er hluti af bréfi sem nokkrir borgarar sendu til AGS. Færsluna hér að neðan skrifaði ég í athugasemd við bloggið hennar, en finnst þó að hún geti staðið sem sérstök færsla hér á mínum vettvangi.
Athugasemd mín fer hér á eftir:
Nú færðu mig til að efast Lára Hanna. Þið skrifið:
Ástæðan fyrir stærð vandamálsins á Íslandi er sú að íslenskir bankar, sem voru einkavæddir m.a. í samræmi við stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins snemma á þessari öld, tefldu allt of djarft.
Er ekki ástæðan miklu frekar sú að nokkrir einstaklingar, sem margir störfuðu innan bankanna eða áttu þar drjúgan hlut, urðu of gráðugir. Eftir allt það sem á undan er gengið er það ljóst í mínum huga að græðgin varð Íslendingum að falli númer eitt, tvö og þrjú. Auðvitað hjálpaði einkavæðingin til og vissulega vantaði margt uppá regluverkið þar í kring. En ef þessir einstaklingar, stjórnendur bankanna og eigendur þeirra hefðu ekki orðið svona gráðugir og ef þeir hefðu unnið að heiðarleika og verið ærlegir gagnvart viðskiptavinum sínum hefði fallið ekki orðið svona hátt. Græðgin kemur AGS í sjálfu sér ekki við og ég veit ekki hvað Strauss Kahn á að segja við ykkur ágæta fólk.
Hefði ekki verið nær að þið, sem undirritið þetta bréf, hefðuð skrifað samsvarandi bréf til þeirra 40 einstaklinga sem taldir eru til þeirra sem mesta ábyrgð bera á því gríðarlega hruni sem varð hér heima. Skrifið þeim ærlegt bréf og segið þeim að koma auðmjúkir til dyra frammi fyrir íslenskri þjóð og afsala sér öllu því "ríkidæmi" sem þeir telja sig hafa komið sér upp. Segið þeim að skila til íslensku þjóðarinnar því sem þeir hafa af græðgi sankað af sér og sett í aflandsfélög. Segið þeim að koma heim og þjóðinni, almúganum, skrílnum. Þá, og aðeins þá, er von til þess að einhver hluti þjóðarinnar nái sáttum við þá.
Persónulega er ég í miklum efa varðandi AGS, helst vildi ég vera laus við það fyrirbæri, en hvaða möguleika eigum við í stöðunni? Ég er enginn sérfræðingur í peningamálum þjóða (á nóg með mín eigin fjármál) en ég held það sé ljóst að við verðum að eiga möguleika á fjármagni úti í hinum stóra heimi. Það er held ég það eina, og svo gríðarlega mikilvægt, gagn sem við höfum af AGS.
En hvernig höfum við brugðist við hér heima? Hvernig teljið þið, sem undirritið þetta bréf, að almenningur í Evrópu líti á okkur þegar við höfum ekki stigið það skref sem þarf til að gera upp við okkar eigið fólk? Hér situr enginn á sakamannabekk, hér iðrast ekki einu sinni nokkur maður. Hvaða álit haldið þið að fólk erlendis hafi á okkur sem þjóð, margfaldið það svo með 100 og þá fáum við álit AGS á okkur; ribbaldar, ræningjar, siðlausir viðskiptamenn, gráðug þjóð.
Ég áfellist engan sem hefur þessa skoðun. Það er kominn tími til að líta á manninn í speglinum!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.11.2009 kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2009
Bullið í sumum
Í morgun lá leið mín suður í Reykjanesbæ. Eins og gengur og gerist hafði ég kveikt á útvarpinu í bílnum og hlustaði á það sem átti sennilega að kallast rökræður Páls Magnússonar útvarpsstjóra og Jóns Magnússonar fv. þingmanns. Þeir voru staddir á Bylgjunni í boði Sigurjóns M. Egilssonar, en hann er oftast nær með mjög góðan þátt á sunnudagsmorgnum. Ég þraukaði að hlusta á þá tvo Pál og Jón en oft langaði mig þó til að slökkva.
Þeir þráttuðu um tilveru RUV á opnum og frjálsum markaði og ítrekað hafði Jón í frammi rangar fullyrðingar og þvælu sem Páll reyndi hvað hann gat að hrekja. M.a. hélt Jón því fram að minnihluti þjóðarinnar horfði á Sjónvarpið, ef fréttir væru undanskildar. Ég er ekki Gallúpp, en ég veit það þó að meirihluti þjóðarinnar horfir á þætti eins og Spaugstofuna og Útsvar, að halda öðru fram er einfaldlega rangt. Svo hélt Jón því líka fram að RÚV gerði ekkert umfram það sem því bæri skylda til að gera og hefði ekkert forystuhlutverk á fjölmiðlamarkaði. Þvílíkt bull! Þetta hrakti Páll líka einfaldlega með því að benda á sérstöðu Rásar 1, sem fer ekki framhjá neinum, hann benti á að Sjónvarpið hefur keypt fjöldann allan af íslenskum heimildarmyndum, sem enginn annar kaupir og Rás 2 sinnir grasrótar íslenskrar tónlistar. þar eru lög Sigurrósar og Bjarkar spiluð og þar komast margar ungar og efnilegar hljómsveitir á markað erlendis, t.d. í gegnum Airways hátíðina.
Best fannst mér þó þegar Páll benti Jóni á að ef ekki væri fyrir fréttatíma á RÚV, bæði í hljóðvarpi og sjónvarpi, þá væru einu alvörufréttatímarnir í boði Jóns Ásgeirs, og þeir sem eru það ekki eru í boði Davíðs Oddssonar. Það er kannski raunveruleikinn sem Jón Magnússon vill hafa hér uppi á Íslandi?
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson