Leita í fréttum mbl.is

Riðið á vaðið eða foraðið

Í frétt á visir.is sagði í gær frá því að þingmönnum hefði verið mikið niðri fyrir vegna þess að við umræðu um Icesave voru einhverjir stjórnarliðar fjarverandi. Sérstaklega þótti illt í efni að nokkrir ákveðnir þingmenn meirihluta Alþingis hafi ekki verið á staðnum.

Nú ætla ég ekkert að afsaka fjarveru þingmanna en í fréttinni kemur fram að þeir hafi verið á fundi á vegum þingsins þar sem fjallað var um mál er varðar endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. En þingmenn minnihluta Alþingis voru daprir að ekki voru nægilega margir í salnum til að hlusta á þá, sérstaklega var framsóknarmanninum Birki Jóni Jónssyni mikið niðri fyrir og sagðist hann vera niðurlægður með fjarveru þingmannanna. Orðrétt er haft eftir honum í visi.is: „Niðurlægingin felst í því að ég hef lagt á mig vinnu við að setja mig inn í málið."

Jáhá... það er nefnilega það. Birkir Jón er niðurlægður vegna þess að hann þurfti að setja sig inní mál sem er eitt mest rædda mál á Alþingi á seinni tímum. Ja mikið assskoti er það erfitt starf að vera Alþingismaður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sérstaklega vegna þess að stjórnin neitaði að fresta umræðu,hún hefði getað samþykkt það vegna þess að þeir yrðu ekki við.

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2009 kl. 04:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband