Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
21.12.2007
Gleðilega jólahátíð!
Öllum vinum mínum nær og fjær sendi ég mínar bestu kveðjur með ósk um gleðiríka jólahátíð, frið og farsæld á komandi ári.
19.12.2007
Glæsilegt!
Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að Kristni hafi hlotnast þessi heiður, reyndar má það furðu sæta að hann hafi ekki verið valinn fyrr til þess að fá svona glæsileg verkefni. Frammistaða Kristins hér heima og á alþjóðlegum vettvangi undanfarin ár hafa sannarlega sýnt að hann er afburða dómari og hefur klárlega hælana langt á undan tánum á næsta dómara.
Ég óska Kidda til hamingju með þennan glæsilega árangur og vona að honum takist vel til á þessu skemmtilega móti!
Kristinn valinn til starfa á EM | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2007
Bygging óperuhúss samþykkt einróma
Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í dag var einróma samþykkt viljayfirlýsing um að Óperuhús rísi á miðbæjarsvæðinu í Kópavogi. Að kröfu Samfylkingarinnar var það sérstaklega tekið fram í viljayfirlýsingunni að rekstur óperunnar verði alfarið á ábyrgð óperunnar sjálfrar sem og ríkisins og að Kópavogsbær muni ekki bera neina fjárhagslega ábyrgð á rekstrinum.
Framlag Kópavogsbæjar til byggingar hússins er lóð undir húsið og þátttaka í fjármögnun byggingarinnar sjálfrar.
Miðað við þær forsendur sem samþykktar voru á fundinum og þær upplýsingar sem nú liggja fyrir í viðskiptaáætlun, sem dreift var á fundinum, þá þarf ríkisstjórnin að auka styrki til Íslensku óperunnar nokkuð. Samkvæmt upplýsingum bæjarstjóra Kópavogs þá er menntamálaráðherra jákvæð í garð byggingar hússins og ljóst að óperan hefur byr í seglin um þessar mundir.
Í umræddri viðskiptaáætlun eru settar upp þrjár áætlanir, A, B og C. Í spá A, sem kölluð hefur verið bjartsýnisspá, er gert ráð fyrir að um 200 þúsund gestir komi í húsið á ári. Áætlun B, sem er heldur líklegri spá en spá A, er gert ráð fyrir um 140 þúsund gestum á ári í húsið, þar af er reiknað með um 40 þúsund gestum eingöngu á óperusýningar!!! Spá C, er sú sem hefur verið nefnd ofurbjartsýn, en þar er gert ráð fyrir að um 260 þúsund gestir heimsæki húsið á ári. Ekki er gert ráð fyrir að allur þessi gestafjöldi fari á óperusýningar, eins og áður hefur komið frem, en þó er ljóst að allar þessar spár gera ráð fyrir mikilli aðsóknaraukningu á óperusýningar, en undanfarin ár hafa um 10 þúsund gestir sótt Íslensku óperuna heim.
Ég óska óperuunnendum og landsmönnum öllum til hamingju með þá viljayfirlýsingu sem samþykkt var einróma í bæjarstjórn í dag en við skulum ekki gleyma því að enn langt í land með að húsið rísi og að kostnaðartölur og raunveruleg áform um rekstur hússins liggi fyrir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2007
Chris klikkar ekki
Chris DeBurgh er frábær tónlistarmaður og hann á marga fleiri smelli heldur en rauðklæddu konuna. Má þar nefna stórsmellina Borderline, Natashia Dance, Don't pay the ferryman og A spaceman came travelling sem Páll Óskar gerði íslenskt jólalag úr fyrir nokkrum árum ásamt Monicu hörpuleikara.
Ég fór ásamt fríðu föruneyti að sjá Chris DeBurgh á tónleikum í Amsterdam fyrir ári síðan, frábærir tónleikar og frábær ferð sem má lesa frekar um á heimasíðunni minni.
http://en.wikipedia.org/wiki/Chris_de_Burgh
De Burgh með tónleika í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2007
Hrós vikunnar
Hrós vikunnar fá liðsmenn björgunarsveitanna um land allt. Þeir hafa unnið ótrúlega magnað starf í vikunni við það að bjarga eigum fólks sem stendur á sama um eigur sínar og aðstoða fólk sem hefur orðið fyrir barðinu á eigum fólks sem stendur á sama um eigur sínar. Þarna breytir engu hvort um er að ræða verktaka á byggingarsvæðum, trampolín eða þakplötur. Allt eru þetta munir sem hefði verið hægt að sjá að væru ekki almennilega vindheldir og því hefði verið hægt að grípa inní. Ég er kannski til í að undanskilja tré í þessu sambandi því ég á afar erfitt með að sjá menn ganga á milli trjáa þegar varað er við stormi og athuga hvort tréið muni fjúka í næstu hviðu!
Last vikunnar fá tveir aðilar. Annars vegar ökumenn vanbúinna bifreiða sem falla í sama flokk og þeir sem eiga fljúgandi og fjúkandi hluti út um allt höfuðborgarsvæðið í vikunni, þ.e. sem eigendur muna sem stendur á sama um eigur sínar. Ég fór í bæinn í gærkvöldi og á Kringlumýrarbrautinni einni voru fjórir árekstrar í gangi á sama tímanum. Þegar þetta hvíta fellur úr loftinu, þið vitið, þetta sem við köllum snjó ... þá á ekki að fara út að aka á bílnum sem er ennþá á sumardekkjunum og það á að taka tillit til aðstæðna. Þetta lærir hver ökumaður í sínum fyrsta ökutíma!
Hinn aðilinn til að fá last eru þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sem með málflutningi sínum á Alþingi í vikunni hafa sýnt fram á nauðsyn þess að breyta þingskaparlögunum. Hvaða vit er í því að tala út í hið endalausa um mál sem er jafn sjálfsagt og það að takmarka ræðutíma þingmanna? Með þrasi sínu um þetta mál hafa þingmenn VG skotið sig rækilega í fótinn og hefur verið allt að því aumkunarvert að fylgjast með frammistöðu þeirra á þingfundum þar sem þetta mál hefur verið á dagskrá.
6.12.2007
Hraðahindrun á Vesturgötu í Reykjanesbæ
Ég sá frétt á mbl.is í kvöld að búið væri að setja upp bráðabirgða hraðahindranir á Vesturgötu í Reykjanesbæ. Það er gott, en því miður of seint um rassinn gripið hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Nú þegar hefur framkvæmdaleysi bæjaryfirvalda kostað eitt mannslíf sem er einu mannslífi of mikið.
Þessi atburður rifjar upp fyrir mér banaslys sem átti sér stað hér í Kópavogi fyrir 25 árum síðan. Það var haustið 1982 sem ung menntaskólastúlka, Ragna Ólafsdóttir, lést í mótorhjólaslysi í Hjallabrekku. Þá, eins og oft síðan hér í bæ, stóðu yfir framkvæmdir við götuna og var vestasti hluti hennar malarvegur en malbikað austar í götunni. Tvö ungmenni voru að prufukeyra mótorhjól, þegar ökumaðurinn missti stjórn á hjólinu er hann fór af malbikinu yfir á malarveginn, hafnaði hjólið á ljósastaur og létust þau bæði í slysinu. Skömmu eftir slysið var hafist handa við að malbika götuna til enda. Ég man eftir því hvað ég fylltist mikilli reiði þegar ég sá malbikunarflokkinn mæta á svæðið. Af hverju þurfti mannslíf til að bæjaryfirvöld tækju við sér, af hverju þurfti að malbika strax eftir slysið, var ekki möguleiki að bíða?
Það er eitthvað sem hvíslar að mér að íbúar við Vesturgötu í Reykjanesbæ séu uppfullir af sömu reiði og ég upplifði fyrir 25 árum síðan, nú þegar hraðahindranir eru settar á Vesturgötu. Loksins núna þegar aðgerðarleysið hefur þegar kostað eitt mannslíf.
6.12.2007
Stórkostlegir listamenn
Ríkissjónvarpið sýnir nú í kvöld danslistaverk sem nefnist Þetta er minn líkami ... Ég veit ekkert um þetta listaverk en miðað við kynningu dagskrárefnisins þá eru þarna frægir dansarar á ferð og sjálfsagt er verkið vel þekkt meðal ballettunnanda.
Það vita þeir sem mig þekkja að ég hef ekki hundsvit á ballett, en ég tel mig samt hafa nokkuð vit á listum og vera sérfræðingur (af einhverju tagi) í íþróttum! Miðað við þær 30 mínútur sem ég sá af þessu verki þá eru þarna á ferðinni hópur stórkostlegra listamanna, höfundur dansverksins hlýtur að vera snillingur og ljósameistarinn magnaður. Á þessum fáu mínútum sannfærðist ég líka um að ég hafi aldrei fyrr séð jafn magnaða íþróttamenn og dansarana í þessu verki. Í einum hlutanum dönsuðu þeir tveir og tveir saman, en annar þeirra var greinilega dauður. Hinn dansarinn henti þeim dauða fram og til baka á borði sem hann lá á og ég hugsaði með mér að hlutverk þess dauða væri klárlega erfiðara heldur en þess sem var á lífi. Hann hlýtur að hafa verið blár og marinn daginn eftir þessa stórfenglegu sýningu.
Höfundar dansins og dansararnir hafa hlotið hjá mér lof en ég er ekki alveg eins sannfærð um höfund tónverksins ... sem höfðaði engan vegin til mín. Ef ég hefði aðeins haft tónlistina þá hefði ég slökkt eftir 5 sekúndur. Ef ég hefði aðeins haft dansinn þá hefði ég horft til enda, en með hvoru tveggja þá þraukaði ég sem fyrr segir í 30 mínútur. Reyndar er ég viss um að ég hefði horft lengur ef þátturinn hefði verið fyrr á dagskránni en ekki náð fram yfir miðnættið!
Dansinn verður endursýndur uppúr hádeginu á laugardaginn ... ég stefni á að horfa til enda þá en kannski set ég aðra tónlist á!
4.12.2007
Sætustu afmæliskveðjurnar frá smáfólkinu
Já ég átti afmæli í gær, fagnaði 44 ára afmæli mínu með pompi og pragt. Fjórar tegundir af heimabökuðum kökum á boðstólum í vinnunni í gær fyrir vinnufélagana og lítið boð heima í gærkvöldi fyrir vini og fjölskyldu. Já og svo út að borða í hádeginu með Hrund og Sif. Öllum þeim sem samfögnuðu með mér í gær og sendu mér kveðju þakka ég hlýhuginn, koss, koss!
Víst fékk ég margar fallegar og góðar gjafir en tvær þeirra standa þó uppúr. Hina fyrri fékk ég í hádeginu þegar Soffía kom með pakka frá sér, og líka pakka frá dóttur sinni, Dóru, sem er sjö (bráðum átta) ára skólastelpa. Hún pakkaði gjöfinni minni vandlega inn í mörg lög af pappír, límdi aftur með límbandi, túpulími og heftum ... en þar sem ég er eldri en tvævetra, opnaði ég hvert lag eins varlega og ég gat enda full viss um að innst inni í pakkanum leyndist einhver falleg gjöf. Það var líka alveg rétt, Dóra hafði útbúið skemtilegt jólaskraut á jólatré úr pappír, skreyttum með límmiðum og glimmer. Mjög flott ... svo bjó hún líka til fallegt kort þar sem hún óskaði mér til hamingju með afmælið og skrifaði undir: Stelpan hennar Soffíu, þín Dóra. Þetta þótti mér mjög vænt um að fá.
Önnur gjöf, var eiginlega kveðja og persónulegur söngur frá Sigrúnu Birtu Sturludóttur fjögurra ára frænku minni sem býr vestur á Kársstöðum í Helgafellssveit. Hún hringdi í mig og óskaði mér til hamingju með afmælið. Þar sem við frænkurnar eigum afmæli heldur seint á árinu, hún er 27. nóvember, þá er það henni mikil huggun að vita til þess að ég á afmæli á eftir henni en þegar ég spurði hana hver ætti næst afmæli þá var hún ekki viss. Ég spurði hana hvort það væri ekki Jesúbarnið og hún var fljót að taka undir það. Hann fær kannski Batmanköku! Við sammæltumst um það að það væri meira við hæfi að baka Batmanköku fyrir Jesúbarnið heldur en Prinsessuköku og í huga mínum kom mynd af Kolbrúnu Halldórsdóttur, alþingiskonu, súpandi hveljur af skömm yfir þessari umræðu okkar frænknanna.
En Sigrún Birta vildi líka syngja fyrir mig, hún hefur ákaflega fallega söngrödd og ég tók því vitaskuld fagnandi þegar hún vildi syngja:
- Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á ... Ingó, hvað ertu gömul?
- ég er 44 ára
- ertu fjögurra ára eins og ég? Spurði Sigrún Birta og ég sá í gegnum símann hvað það birti yfir minni!
- já, ég er fjögurra ára ... (ekki laust við að samviskubit nagaði mig þegar ég var búin að segja þetta)
- þá ætla ég að halda áfram að syngja: Hún er fjögurra ára hún Ingó, hún er fjögurra ára í dag!
Þetta var sætasta kveðjan sem ég fékk í gær og um stundarsakir leið mér bara alveg eins og ég væri fjögurra ára.
3.12.2007
Gunnsteinn var vanhæfur!
Ráðning verkefnisstjóra tómstundamála hjá Kópavogsbæ var m.a. til umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar. Þar lýstum við, bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, vanþóknun okkar á því að Gunnsteinn Sigurðsson, skólastjóri í Lindaskóla, bæjarfulltrúi og formaður ÍTK, skuli hafa ráðið undirmann sinn í Lindaskóla, Örnu Margréti Erlingsdóttur, í starfið. Ástæða vanþóknunarinnar er sú að Gunnsteinn er, sem fyrr segir, yfirmaður Örnu í Lindaskóla, og að auki var hann tilnefndur sem meðmælandi í umsókn hennar um starfið. Þar fyrir utan er það mat okkar að hæfasti umsækjandinn hafi verið Hrafnhildur Ástþórsdóttir, forstöðumaður Ekkó til nærri tveggja áratuga enda hefur hún bæði meiri menntun og reynslu en Arna.
Hrafnhildur þessi tók við starfi forstöðumanns Ekkó eftir að ég hætti þar árið 1989 og á því að baki um 18 ára starfsferil hjá bænum. Hún er ákaflega vel virt innan raða starfsfólks félagsmiðstöðva og það sást best á bæjarstjórnarfundinum en hann sóttu hátt á þriðja tug starfsmanna félagsmiðstöðva bæjarins til þess að láta í ljósi óánægju sína með það að gengið hafi verið framhjá Hrafnhildi.
Fulltrúar Samfylkingarinnar fóru þess á leit að bæjarlögmanni yrði falið að úrskurða um hæfi Gunnsteins í málinu en eins og við var að búast pantaði bæjarstjórinn hjá honum úrskurð sem var á þá leið að Gunnsteinn væri hæfur. Sá úrskurður er byggður á því að Gunnsteinn hafi ekki vitað að hann hafi verið meðmælandi Örnu fyrr en umsóknin var lögð inn. Þegar Gunnsteini var það ljóst að hann væri tilgreindur sem meðmælandi á umsókn Örnu hefði hann átt að segja sig frá málinu þá þegar. Það gerði hann hins vegar ekki og er því klárlega vanhæfur. Afsakanir um að hann hafi ekki vitað um það að hann væri meðmælandi eru þess utan aumkunarverðar enda hlýtur það að teljast lágmarkskrafa að þeir starfsmenn bæjarins, sem er falið að fara yfir umsóknir og vega umsækjendur og meta, lesi umsóknir þær sem berast. Miðað við afsakanir Gunnsteins virðist það ekki hafa verið þannig heldur hafi hann þegar verið búinn að mynda sér þá skoðun að Arna yrði ráðin og í krafti meirihlutavalds beitir hann ofbeldi við ráðninguna eins og áður er greint frá.
Þess ber að geta að fulltrúar Samfylkingarinnar hafa þegar ákveðið að skjóta úrskurði bæjarlögmanns til félagsmálaráðuneytisins sem kveður upp endanlegan úrskurð í málinu. Því skal haldið til haga hér að með gagnrýni á störf Gunnsteins er engan vegin verið að kasta rýrð á persónu Örnu Margrétar sem ráðin var í starfið. Hún er sjálfsagt hæf í starfið og mun sinna því af kostgæfni, en því miður fyrir hana bar fráfarandi yfirmaður hennar í Lindaskóla ekki gæfu til þess að líta yfir pólitísku gleraugun þegar ráðið var í starfið og kaus að beita ofbeldi í ráðningunni. Það var óheppileg ákvörðun og ámælisverð. Hún er hins vegar algjörlega í takti við stjórnarhætti meirihluta Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs sem Framsóknarmaðurinn Ómar Stefánsson ber ábyrgð á.
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson