Leita í fréttum mbl.is

Hraðahindrun á Vesturgötu í Reykjanesbæ

Ég sá frétt á mbl.is í kvöld að búið væri að setja upp bráðabirgða hraðahindranir á Vesturgötu í Reykjanesbæ. Það er gott, en því miður of seint um rassinn gripið hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Nú þegar hefur framkvæmdaleysi bæjaryfirvalda kostað eitt mannslíf sem er einu mannslífi of mikið.

Þessi atburður rifjar upp fyrir mér banaslys sem átti sér stað hér í Kópavogi fyrir 25 árum síðan. Það var haustið 1982 sem ung menntaskólastúlka, Ragna Ólafsdóttir, lést í mótorhjólaslysi í Hjallabrekku. Þá, eins og oft síðan hér í bæ, stóðu yfir framkvæmdir við götuna og var vestasti hluti hennar malarvegur en malbikað austar í götunni. Tvö ungmenni voru að prufukeyra mótorhjól, þegar ökumaðurinn missti stjórn á hjólinu er hann fór af malbikinu yfir á malarveginn, hafnaði hjólið á ljósastaur og létust þau bæði í slysinu.  Skömmu eftir slysið var hafist handa við að malbika götuna til enda. Ég man eftir því hvað ég fylltist mikilli reiði þegar ég sá malbikunarflokkinn mæta á svæðið. Af hverju þurfti mannslíf til að bæjaryfirvöld tækju við sér, af hverju þurfti að malbika strax eftir slysið, var ekki möguleiki að bíða?

Það er eitthvað sem hvíslar að mér að íbúar við Vesturgötu í Reykjanesbæ séu uppfullir af sömu reiði og ég upplifði fyrir 25 árum síðan, nú þegar hraðahindranir eru settar á Vesturgötu. Loksins núna þegar aðgerðarleysið hefur þegar kostað eitt mannslíf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 129510

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband