Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
10.10.2007
Einkavinavæðing meirihlutans
Sumarið 2006 var Guðmundur Gunnarsson oddviti Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi og fyrrverandi bæjarstjóri þar, ráðinn sem verkefnisstjóri hjá skipulagsdeild Kópavogs. Það var skömmu eftir að meirihluti Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi féll og Guðmundur missti bæjarstjórastarfið þar.
Verkefnisstjórastarf þetta var aldrei auglýst og ekki var ljóst hver óskaði eftir stöðugildinu. Guðmundur sinnti aðallega sömu verkefnum og ritari skipulagsstjóra og unnu þau samhliða.
Guðmundi var raðað 26 launaflokkum hærra en ritara skipulagsstjóra.
Þegar Guðmundur var ráðinn til Kópavogsbæjar og sinnti sömu störfum og þáverandi ritari skipulagsstjóra (sem hafði 6 ára starfsaldur hjá Kópavogsbæ) var honum raðað í launaflokk 146. Þáverandi ritari skipulagsstjóra var í launaflokki 120.
Taxti í launaflokki 120 skv. kjarasamningi starfsmannafélags Kópavogsbæjar er 167.140 en í launaflokki 146 er taxtinn 239.522 kr. Til viðbótar er Guðmundur með fasta yfirvinnu 60 klst á mánuði. Hann er því með heildarlaun um 390 þús. á mánuði. Engin gögn benda til þess að ritari skipulagsstjóra hafi fengið greidda fasta yfirvinnu á þeim tíma sem var samið við Guðmund Gunnarsson og líklega fátítt að starfsmenn bæjarins hafi almennt fengið launin sín hífð upp með þeim hætti, þó það hafi breyst eitthvað síðan hjá ákveðnum starfshópum.
Í desember 2006 er gerður starfslokasamningur við ritara skipulagsstjóra með því ákvæði að viðkomandi hafi ekki uppi frekari kröfur á hendur Kópavogsbæ vegna starfsloka sinna. Það gerist æ oftar að starfslokasamningar eru gerðir við starfsmenn bæjarins sem þykja ódælir.
Í kjölfar brotthvarfs ritara skipulagsstjóra sinnti Guðmundur Gunnarsson þeim verkefnum þar til nú í haust er nýr ritari var ráðinn, eða í tæpt ár. Hann var þó á miklu betri launum en fráfarandi ritari eins og kemur fram hér að ofan.
Skv. starfsmati raðast byggingarfulltrúi bæjarins sem er tæknifræðingur í launaflokk 140. Guðmundur vinur Gunnars er hins vegar menntaður vélvirki, þannig að ekki er það menntunin sem skýrir hversu hátt hann raðast miðað við aðra starfsmenn.
Í ljósi þess að þáverandi ritari skipulagsstjóra er kona hefur bæjarstjóri brotið jafnréttislög hvað varðar jöfn kjör kvenna og karla. Til viðbótar er hér grímulaus einkavinavæðing, þar sem hlaupið var undir bagga þegar bæjarstjóri Álfaness missti vinnuna í kjölfar stjórnarskipta þar. Guðmundur Gunnarsson og Gunnar Birgisson áttu saman verktakafyrirtækið Gunnar og Guðmund í gamla daga ... og eru samherjar í pólitík.
Um leið og bæjarstjóri hefur brotið jafnréttislög og brotið alvarlega trúnað í starfi nýtur hann stuðnings Ómars Stefánssonar, oddvita Framsóknarflokksins, sem í máli sínu á bæjarstjórnarfundi þann 9. október styður Gunnar og ákvörðun hans. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi heldur á einum manni, Ómari Stefánssyni.
Með þessum gjörningi hafa þeir einnig gefið dyggum starfsmönnum bæjarins langt nef, nema þetta gefi tóninn fyrir kjarasamninga starfsmanna bæjarins!
10.10.2007
Er eitthvað til í þessu?
Tekið af vefsíðunni www.mannlif.is Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, er á leiðinni í fjögurra vikna frí á suðrænar strendur og fær því tækifæri til að blása ærlega úr nös eftir vel heppnað sextugsafmæli sitt á dögunum. Gunnar þykir vel að fríinu kominn enda er hann þekktur fyrir að taka sér helst aldrei frí. Einhverjir gárungar í Kópavogi vilja þó meina að tímasetning ferðalagsins hafi lítið með sextugsafmælið sem slíkt að gera heldur sjái bæjarstjórinn sér þann kost vænstan að fara í frí núna þar sem lyfturnar í húsi bæjarstjórnar verði óvirkar á næstu vikum en umtalsverðar breytingar eru fyrirhugaðar á bæjarskrifstofunum og félagsheimilinu í Fannborginni ...
Ég held ekki!
9.10.2007
John, Yoko og friðarsúlan
Í kvöld var tendrað friðarljós í Viðey. Ljósið er hugmynd Yoko Ono, ekkju bítilsins Johns Lennon, og hún valdi því stað í Viðey ... af öllum stöðum heims! Íslendingar eiga að vera stoltir af því að Yoko Ono hafi valið friðarljósi sínu, friðarsúlu sinni, stað á Íslandi. Þar sem ég horfði á beina útsendingu frá Viðey í kvöld fylltist ég stolti og þakklæti þegar ljósið var tendrað og undir hljómaði eitt fegursta lag allra tíma Imagine eftir John Lennon.
John Lennon er einn af mínum uppáhalds tónlistarmönnum og reyndar persónum svona yfirleitt. Það litla sem ég hef kynnt mér af ferli hans, bæði sem bítils og ekki, hefur mér líkað og ég er ákaflega hrifin af boðskap hans um frið á jörð og sáttmála milli mannanna. Þegar ég var ung stúlka, nýskriðin út úr menntaskóla, eða jafnvel enn í menntaskóla, samdi ég ljóð um John Lennon og ef ég man rétt þá myndskreytti ég ljóðið og hengdi uppá vegg í herberginu mínu við Álfhólsveginn.
Þar sem ég stóð við herbergisgluggann minn hér í Efstahjallanum í kvöld og horfði til norðurs í átt að Viðey varð mér hugsað til lokalínunnar í þessu ljóði mínu hversvegna skutu þið ...Lennon?
Um leið og ég óska Íslendingum til hamingju með friðarsúluna og þakka Yoko Ono fyrir að hafa valið henni stað hér á Íslandi rifja ég upp ljóðið mitt sem ég nefndi Spurningin.
Ég spyr mig sjálfa,
hvers vegna hungur?
hvers vegna stríð?
Hvers vegna skutuð þið King?
Þörfnumst við hjálpar?
hjálpar til að yfirvinna
geðveikina sem hrjáir okkur öll?
Hjálpar til að skilja
mikilvægi
friðarins
Hvern langar í stríð?
Stríð sem eyðileggur
þann hinn sama.
Stríð sem leggur
svarta dulu
á götur, hús
manneskjur, sálir.
Það sem við viljum
er friður á jörð?
Hvers vegna skutuð þið ...
Lennon?
Friðarsúlan lýsir upp Viðeyjarsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | Breytt 29.10.2007 kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007
Komin heim
Síðan hefur verið í bloggfríi í nokkra daga. Ástæðan er undankeppni Evrópumóts U19 kvenna 2008 en íslenska liðið lék í Portúgal ásamt heimamönnum, Rúmenum og Grikkjum. Allir leikir unnust og stelpurnar okkar eru komnar í milliriðil.
Meira síðar!
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson