22.12.2009
Mikið óstjórnlega
finnst mér Agnes Bragadóttir leiðinleg.
Ég gerði heiðarlega tilraun til að hlusta á "rökræður" Agnesar og Marðar Árnasonar í morgunsárið. Geðheilsa mín leyfði ekki nema rúmar 90 sekúndur af sleggjudómum og nöldrinu í blaðakonunni og mikið óskaplega var ég fegin að fá ljúfa jólatóna í eyrun þegar ég skipti um stöð!
Ætli ég geti farið fram á það að það verði send út geðheilsuaðvörun á þriðjudagsmorgnum, áður en "rökræðurnar" hefjast?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Hvað er að heyra þessi kona (Agnes) er sú besta matráðskona í pistla og þátta gerð .Hún getur smurt haugmygglað sjálfstæðisbrauð samber BB brauðið svo vel að allt mygglubragðið er horfið jafnvel framsóknarmaddaman er gáttuð á þessari snilld og mun líklega fá hana til að smyrja yfir sína fortíð í sukki og stjórnmálum.
Jón (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 10:56
Sammála þér.
Er það ekki rétt metið hjá mér að Mogga-mann séu á sömu skoðun og eru nástast búnir að setja hana út í horn.
Jón Þorbjörnsson, 22.12.2009 kl. 11:21
Ég get ekki komist að því hvort hún er góð í sínu starfi; get ekki hlustað það lengi á hana.
Klár kella held ég en afskaplega þreytandi í háttum og þá sérstaklega talanda.
Eygló, 22.12.2009 kl. 15:38
Það er ástæðulaust að finnast Agnes leiðinleg. Með smá lagni má hafa verulega gaman að geltinu í henni. Sérlega var gaman að hlusta á spjall þeirra Marðar fyrir viku eða svo. Þá gelti Agnes af ákafa sem aldrei fyrr. Mörður komst varla að . Hann er svo rólegur.
Agnes bar stöðugt fyrir sig tilvitnun í útlent skjal. Mörður óskaði eftir að fá að sjá þetta skjal. Á meðan starfsmaður Bylgjunnar prentaði skjalið út hélt Agnes áfram geltinu.
Þegar Mörður fékk skjalið í hendur benti hann Agnesi á að hún hafði þýtt textann kolvitlaus. Mörður sagði það koma sér á óvart að Agnes væri svona léleg í ensku. Agnesi brá svo mikið við þetta að hún kom ekki upp einu orði lengi á eftir. Var sem lömuð af skömm. Fraus hreinlega.
Þetta var risa fyndið.
Jens Guð, 22.12.2009 kl. 19:29
Ég verð að viðurkenna að ég var alls ekki viss um að þessi færsla mín fengi að standa! En mér sýnist á þessum athugasemdum sem eru komnar að einhverjir séu sammála mér, þó menn líti það mis háðuglegum augum. Lýsingin hjá þér Jens er náttúrulega bara snilld en "því miður" missti ég af þessum þætti, og ætli ég hefði ekki bara slökkt fyrst Mörður var svona prúður að bíða þegjandi eftir prentaða skjalinu.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 22.12.2009 kl. 20:12
Já, Jens rétt hjá þér; það er hugarfarið.
Ætli maður að skemmta sér er það alveg hægt
Geri það ef fleiri eru í spjalli, eins og í því sem þú sást. Hefði viljað sjá þetta.
Eygló, 22.12.2009 kl. 21:39
Agnes er mælsk,það er hreimurinn sem er kanski svolítið hvellur. Nú þá verð ég að segja um Mörð að hann muldrar og talar of hratt fyrir minn smekk. Fyrir mörgum árum fór ég á blaðamannanámskeið hjá móður hans,það var afbragðs skemmtileg kona. Auðvitað skiptir mestu máli,hvað þau segja,falli manni það ekki,dæmist röddin afleit. Eftirmennilegir stjórnmálagarpar frá fyrri öld, eru mér minnisstæðir,sökum raddar sinnar og beitingu hennar.
Helga Kristjánsdóttir, 23.12.2009 kl. 04:20
Mörður bleddaður er nú ekki sá skýrmæltasti, alltaf gaman að hlusta á það sem hann SEGIR, ef maður nær því.
Annars eins og þú segir, skiptir það öllu máli HVAÐ fólk segir. Það stendur bara uppá andskotann þegar talandinn skilst ekki. :)
En lof og þökk fyrir Agnesi og alla aðra sem eru svolítið öðruvísi - annars dræpist maður úr því!
Eygló, 23.12.2009 kl. 04:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.