Enn sem fyrr eru sjálfstæðismenn í Kópavogi við sama heygarðshornið í málgagni sínu Vogum sem kom út í vikunni. Í nafnlausum pistli aftarlega í blaðinu er því haldið fram að undirrituð vilji leggja niður Kópavog. Vísað er í grein sem ég ritaði í blað Samfylkingarinnar, Kópavog, fyrr í mánuðinum en þar ræddi ég um sameiningu sveitarfélaga.
Á þeim tímum sem við stöndum nú frammi fyrir, og ber ekki síst að þakka Sjálfstæðisflokknum fyrir, þarf að leita allra leiða til að draga úr kostnaði og helst er um það rætt að það verði gert á þann hátt að ekki verði dregið úr velferðarþjónustu og stuðningi við þá sem minnst mega sín. Margar tillögur hafa komið fram og í grein minni tæpi ég á einni, þ.e. sameiningu sveitarfélaga. Umræðan um sameiningu sveitarfélaga er ekki ný af nálinni en hefur á síðustu árum fengið byr í seglin, ekki síst vegna aukinna verkefna sem flust hafa frá ríki til sveitarfélaga og þeirra verkefna sem væntanleg eru. Einhverra hluta vegna hefur kastljósinu helst verið beint út á landsbyggðina en ekki til þeirra sveitarfélaga sem eru hér á höfuðborgarsvæðinu. Í grein minni í Kópavogi velti ég því fyrir mér af hverju ekki sé horft til höfuðborgarsvæðisins. Eftir að hafa nefnt nær öll sveitarfélögin á svæðinu spyr ég hvaða rök hnígi að því að Kópavogur sé sérstakt sveitarfélag, með alla þá yfirstjórn, nefndir og ráð sem kosta íbúa sveitarfélagsins umtalsverðan hluta af skatttekjunum?
Vogar, blað Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi kýs að snúa út úr þessum orðum mínum og fara rangt með. Þetta gerir hinn nafnlausi blaðamaður Voga að því er virðist til þess eins að gera lítið úr mér. Nafnleysið er undarlegt í ljósi þess að sá háttur hefur undanfarið verið harðlega gagnrýndur af sjálfstæðismönnum. Ég tek þetta þó ekki nærri mér, en mér finnst miður að ekki sé hægt að ræða þessi mál af alvöru. Viðhorf sjálfstæðismanna í Kópavogi, sem speglast í litlu fréttinni í Vogum sýnir svo ekki verði um villst að þeir eru fastir í fortíðinni. Þeir þora ekki að horfa fram á veginn, lausn þeirra að efnahagsvandanum virðist felast í því að þeirra fólk, þeir sömu og settu Ísland á hausinn, haldi sínum hlut óskertum. Niðurskurður og hagræðing er ákjósanleg, nema þegar hætta er á að þeir sjálfir gætu misst spón úr aski sínum.
Undirrituð er tilbúin til að ræða á málefnalegan hátt um sameiningu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem bærinn minn Kópavogur verður ekki undanskilinn að neinu leiti. Með sameiningu sveitarfélaga gæti hann mögulega horfið inní Reykjavík. Kópavogsbær gæti einnig stækkað enn frá því sem nú er með sameiningu við hluta Reykjavíkur eða við önnur nærliggjandi sveitarfélög. Þann möguleika sjá íhaldsmenn í Sjálfstæðisflokkum í Kópavogi ekki og ætli það lýsi þröngsýni þeirra ekki best.
Greinin birtist í Fréttablaðinu 18. desember 2009.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Sæl Ingibjörg, það þýðir nú ekkert að kvarta þegar þú gefur upp boltann. Helsta vandamál okkar í dag í Kópavogi er bullandi vanhæfni nokkurra bæjarfulltrúa. Eitt af mikilvægum hlutverkum bæjarstjórnar og bæjarráðs er aðhald og eftirlit með stofnunum bæjarins. Þegar bæjarstjórnarmenn eru bæði í yfirmannastöðum bæjarins og síðan í bæjarstjórn. Þetta stenst auðvitað enga skoðun hvað varðar góða stjórnsýslu. Hef heyrt aulasvar eins og þegar fjallað er um mín dæmi fer ég fram á meðan. Því er svarað með rökum, eins og ef þú tekur á minni stofnun tek ég þá þinni!
Hverju svara forráðamenn Samfylkingarinnar í Kópavogi, jú, hinir gera það líka!!!
Annars var ég að vona að þú færir fram Ingibjörg, ég er ekki viss um að stjórnskipulagsmál séu endilega þín sterkasta hlið, en þú hefur mikla reynslu í félagsmálum og slíka reynslu finnst mér tilfinnanlega vanta í bæjarstjórn Kópavogs.
Varðandi sameiningarmál Kópavogs og Reykjavíkur, var ég spurður um þau þar sem viðstaddir voru áhrifamenn úr Reykjavík. Svaraði því til að það væri hugmynd sem ætti að skoða. Hins vegar væri oft tilfinningamál eins og nafnið sem skipti máli. Væri með tillögu í því sem Kópavogsbúar myndu sættast á. Úr nöfnum Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg, væri hægt að frá nafnið Kópavogsborg. Fulltrúar Reykjavíkur voru bara með hundshaus eftir þessa tillögu mína.
Sigurður Þorsteinsson, 18.12.2009 kl. 22:23
Sæll Siggi, ég er ekkert að kvarta, en ég geri þá lágmarkskröfu til þeirra sem vilja gagnrýna mínar hugleiðingar að þeir komi fram undir nafni og fari rétt með. Vogar uppfylltu hvorugar af þeim kröfum og því sá ég mig tilneydda til að svara fyrir mig.
Ég stórefast um að borgarfulltrúar í Reykjavík séu til í að ræða sameiningu á þeim nótum sem ég hef helst velt fyrir mér. En orð eru til alls fyrst og maður á að ganga til allra svona verka með opnum hug og það að markmiði að íbúarnir hafi hag af.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 18.12.2009 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.