Leita í fréttum mbl.is

Væla, væla, væla, væla

Í dag hlustaði ég á síðdegisútvarpið á Bylgjunni, Þorgeir og félaga, eins og ég geri svo oft. Þeir hafa svo skemmtilegt sjónarhorn á lífið og tilveruna, eru léttir og skemmtilegir en þó fræðandi. Mjög flottir útvarpsmenn kapparnir á Bylgjunni. Stundum ná þeir félagar að stinga á meinsemdum í þjóðfélaginu, stundum skjóta þeir yfir markið. Það er allt í góðu enda fátt eðlilegra en að skjöplast öðru hvoru.

Í dag sögðu þeir félagar frá tölvupósti sem þeir höfðu fengið frá hlustanda sem bölsótaðist yfir því að þurfa að borga nefskatt til RÚV. Ástæða bölmóðs bréfsendara var að hann var með ein fjögur einkahlutafélög skráð til heimilis heima hjá sér auk þess sem hann sjálfur, eiginkona hans og stálpaður unglingur þarf að greiða útvarpsgjaldið. Sem sagt sjö gjöld á sama heimilinu.

Strákarnir á Bylgjunni sögðu að þeir hefðu leitað svara víða við bréfinu en hvergi hlotið svör, þeir töldu bréfið þess efnis að það þarfnaðist svars og heyrðist mér á þeim að þeir furðuðu sig á græðgi ríkisins og töldu það heldur frekt til fjárins.

En er það svo?

Að mínu mati hefðu þeir félagar átt að horfa gagnrýnum augum á bréfið og velta því fyrir sér hvernig á því stendur að bréfritari er með fjögur einkahlutafélög á skrá heima hjá sér? Í bréfinu kemur auk þess fram að a.m.k. tvö þessara bréfa væru ekki starfandi og hefðu enga veltu, sjálfur var bréfritari starfandi hjá þriðja félaginu og ég tók ekki nógu vel eftir hvort eiginkonan starfaði hjá því fjórða. Einkahlutafélög á Íslandi eru ótal mörg, í mjög mörgum tilfellum var til þeirra stofnað til þess að eigendur þeirra þyrftu ekki að greiða "keisaranum það sem keisaranum ber" - þessi 37 prósent af launum, heldur aðeins 10% fjármagnstekjuskatt.

Nú veit ég ekki hvaða starfsemi fer fram í þessu einkahlutafélagi bréfritara, en mér kæmi ekki á óvart að hann greiddi ekki hátt útsvar, fengi lágmarkslaun frá einkahlutafélaginu sem hann starfar hjá heima hjá sér og fengi síðan greiddan arð út úr félaginu gegn 10% endurgjaldi til samfélagsins.

Miðað við það að forsendur mínar séu réttar, þá heyrist mér að umræddur bréfritari sé eins og einhver vælukjói sem grenji undan því að greiða það sem honum ber. Ég held hann megi borga útvarpsgjald fyrir öll sín einkahlutafélög, ef það dugar honum ekki, hvernig væri þá að leggja af óstarfandi einkahlutafélögin?

Ég hlusta a.m.k. ekki á svona væl.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég hef aldrei heyrt rökrétt svar við því, hvers vegna einhverjum þykir réttlátt að venjulegur launþegi greiði 37% tekjuskatt á meðan þeir sem lifa á fjármagnstekjum greiða einungis 10% !

Af hverju eiga þeir ríku að greiða minna en þeir fátæku til samfélagsins ?

Nú væri lag að leggja flatan 20% skatt á alla.

Anna Einarsdóttir, 4.11.2009 kl. 23:09

2 identicon

Mér líst vel á tillögu Önnu að nota tækifærið og leggja 20% skatt á alla. Gaman væri að vita hvernig það kæmi út fyrir þjóðarbúið.

Ína (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 09:31

3 identicon

Tak undir með þér Ingibjörg að þarna hefðu fréttamenn átt að spyrja hvað í ósköpunum maðurinn hafði að gera með 4 kennitölur í fyrsta lagi, síðar hefði verið hægt að skoða af hverju óstarfandi fyrirtæki eru rukkuð um þetta gjald, en það finnst mér ósanngjarnt, veit um gamalt fólk sem er hætt rekstri og búið að loka þeirra búð en kennitalan enn í þeirra eigu, sem þýðir að þau borga þrefalt útvarpsgjald.

(IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 10:15

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Reyndar þyrfti hann sennilega að ver 25% flati skatturinn í dag! En samt er það ekki rétt því að staðgreiðslan er bæði skattur og útsvar Anna. Og ég held að þeir séu farnir að borga 15% fjármagstekjuskatt eftir hækkun sl. vor. En ég er alveg sammála. Og eins finnst mér að mengi athuga allt þetta ".ehf vesen. Það er með öllu furðulegt að menn geti stofnað um sig .ehf og borgað 18% skatt og ekkert til sveitarfélagins.

Í ljósi þessa er ég á því að flatur skattur væri það réttlátasta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 5.11.2009 kl. 12:23

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér sýnist að ég þurfi að fara að updeita mig. 

Anna Einarsdóttir, 5.11.2009 kl. 13:23

6 Smámynd: Eygló

15% eru það heillin :)

Fjármagnseigendur og fjármagnseigendur eru sko aldeilis ekki það sama.  Hugsum um það.

Gömlu hjónin sem minnkuðu við sig húsnæði, lögðu mismuninn í banka (t.d. Peningamarkaðsbréf skv. leiðbeiningu sölumanns eftir að hann hafi hringt í þau og boðið þeim betri kjör!!!)

Þau hefðu átt að geta puntað aðeins lífeyrinn en af því þau eru nú fjármagnseigendur (reyndar búin að tapa 67% á Penbr. LÍ) og fá e-r fjármagnstekjur (sem þau borga svo 15% af) gætu misst hluta lífeyris, vegna "tekna annars staðar frá".

Hjartanlega sammála með kennitölumennina og heimastjórnarfélögin. Fráleitt.

Reyndar finnst mér svolítið ósanngjarnt að hjón með 3 börn/ungmenni sem ekki hafa atvinnu, borgi fimmfalt útvarpsgjald. En kannski hugsa ég þetta ekki í botn.

Eygló, 6.11.2009 kl. 17:08

7 Smámynd: Eygló

Töpuðu auðvitað EKKI 67% (endurheimtu það) þau töpuðu ca 33%:

Eygló, 6.11.2009 kl. 17:09

8 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Takk fyrir athygasemdirnar.

Það er rétt að NÚNA er greiddur 15% skattur af fjármagnstekjum, en það er nokkuð sem var bara tekið upp í sumar, eða í fyrsta lagi um áramót og mér er til efs að nokkuð af eikahlutafélögum þeim sem hér um ræðir hafi verið stofnuð á þessu ári!

Ég er algjörlega sammála þér Eygló að það er ömurleg staða sem margir eldri borgarar eru komnir í vegna ráðlegginga frá bankamönnum. Ég dreg það hins vegar í efa að nokkrir af eldri borgurunum hafi stofnað einkahlutafélag utan um sinn "rekstur".

Ég get tekið undir með þér að það er ekki gott að hjón með þrjú börn á unglingsaldri skuli þurfa að greiða fimmfalt útvarpsgjald. En er ekki einhvert þak á þessu gjaldi?

Pistli mínum var fyrst og fremst beint að þeim sem stofnað hafa einkahlutafélög til þess að hagnast og greiða t.a.m. ekki útsvar vegna lágra tekna og senda svo grenjubréf í útvarpið. Svei þessu liði!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.11.2009 kl. 18:10

9 Smámynd: Eygló

Já, rétt er það Ingibjörg, ég fór út fyrir efnið. Það var einhver arða þarna sem ég hengdi mig í og lét móðan mása : )

Eygló, 6.11.2009 kl. 18:44

10 identicon

Það eru bara þeir sem hafa náð 18 ára aldri sem greiða þetta gjald og það telst varla til unglinga inn á heimili lengur, hjá mér er það að vera orðin fullorðin, og  flest komin með einhverjar tekjur.

(IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 22:00

11 Smámynd: Eygló

Það virðist einhvern veginn ekki sanngjarnt að foreldrar borgi t.d. fimmfalt gjald (tæp 90þús) þegar þrír einstaklingar ("táningar" til tvítugs) eru á heimilinu sem ekki afla neinna tekna, vegna skólagöngu, atvinnuleysis eða jafnvel lasleika.  Tala auðvitað bara fyrir mig.

Gæti hugsað mér að þetta yrði innheimt af sérhverju heimili. Nú ef það dugar ekki þá mætti kannski líta að þetta sem hluta af öðrum sköttum.

Eygló, 7.11.2009 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband