19.10.2009
Það eru allir á móti Icesave
Umræðan um Icesave hefur tröllriðið íslensku samfélagi undanfarna mánuði. Flestir eru búnir að fá sig fullsadda af umræðunni um þetta leiðindamál og ég held að það sé óhætt að fullyrða að það eru allir á móti Icesave. Það vill enginn borga þessar skuldir en á sama tíma held ég að langstærstur hluti landsmanna vilji ekki að litið verði á Íslendinga sem "glæpamenn" og "þjófa". Ef okkur ber skylda til að greiða þessar skuldir, sem aðeins örsmár hluti okkar stofnaði til með okkar ábyrgð að okkur forsppurðum, þá greiðum við hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Það er síðan í okkar valdi að reyna að ná til baka eins miklu og unnt er uppí þessar skuldir, hvort heldur sem er hjá þeim einstaklingum og félögum sem stofnuðu til þeirra eða með öðrum ráðum.
Í samningnum sem undirritaður var í dag kemur skýrt fram að ríkisstjórnin viðurkennir ekki ábyrgð landsins á Icesave. Ef dómur fellur síðar meir á þá leið að Íslandi beri ekki skylda til að greiða þær skuldbindingar sem ritað hefur verið undir þá ber fjármálaráðherra að taka málið upp á nýju og þá með þátttöku ESB. Þetta sama kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Íslands, Hollands og Englands og er það pólitísk skuldbinding aðila að taka á því máli sameiginlega. Þetta eru kannski ekki ítrustu og bestu fyrirvarar, en fyrirvarar engu að síður.
Auðvitað hefði verið best að Ísland hefði ekki greitt neitt fyrr en dómur fellur í málinu en í hvaða samningsstöðu erum við? Setjum okkur í sæti Englendinga t.d., þar sem einstaklingar, félög og stofnanir lögðu traust sitt á íslenska banka, sem buðu fáheyrða vexti í sjóðum sem þeir sögðu trausta og tryggða af íslenska ríkinu. Þegar bankarnir voru komnir að fótum fram fóru fjármunir að streyma út úr bönkunum til Íslands, Tortóla eða eitthvert annað og breska ríkisstjórnin taldi að ekkert annað en hryðjuverkalög gæti komið í veg fyrir eitt mesta rán í sögu breskra banka. Ég áfellist ekki bresk stjórnvöld að treysta ekki íslensku ríkisstjórninni, ég áfellist ekki bresk stjórnvöld að treysta ekki íslenskum dómstólum. Ég áfellist hins vegar bresk stjórnvöld að hafa ekki þegar upplýst hvers vegna þau settu hryðjuverkalögin og af hverju þau skýrðu það ekki strax út hvað var að gerast í íslensku bönkunum í London.
Í dag var stigið stórt skref í átt að endurreisn íslensks samfélags. Það er þó löng og ströng leið framundan og það verður ekki neinn dans á rósum hjá sitjandi ríkisstjórn. Þeim óska ég gæfu og gengis í öllum sínum störfum. Stjórnarandstöðuna bið ég um að draga andann djúpt og spara upphrópanirnar, þær hjálpa engum í stöðunni eins og hún er núna og fellur þegar best lætur aðeins undir popúlisma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Ef ég man rétt streymdi ógrynni fjár til B.na.Ekki setti breska stjórnin hryðjuverkalög á þá. Það er ekki svo erfitt að setja sig í spor hins almenna Breta,þar sem einstaklingar,félög og stofnanir treystu íslensk-(bresku) bönkunum.sem störfuðu í breskri lögsögu og þar með átti eftirlitið að vera á þeirra herðum.Ég hefði haldið að erfitt væri fyrir f.m.e. á Ísl.að fylgjast með hvað þeir aðhöfðust. Þú áfellist ekki Ingo mín Breta fyrir að treysta ekki íslensku stjórninni (á þeim tíma væntanlega)eða dómstólum,,,, veistu að þeir Stóðu þó með sinni þjóð, nokkuð sem Íslenska stjórnin í dag gerir alls ekki.
Helga Kristjánsdóttir, 19.10.2009 kl. 22:12
Sæl ljúfan mín,
Ég kann náttúrulega enga skýringu á því af hverju ekki voru sett lög á BNA rétt eins og Ísland. Gæti þó verið að hagkerfi Bandaríkjanna er það stærsta í heimi og hafa meiri greiðslugetu en við.
Auðvitað áttu Bretarnir sjálfir að hafa eftirlit með íslensku bönkunum, en meðan þeir höfðu þar útibú en ekki sjálfstæða "breska banka" þá höfðu Bretarnir ekki lögsögu yfir þeim, það er hluti af því að þeir settu á okkur hryðjuverkalögin!
Nei ég áfellist ekki Bretana fyrir það að treysta ekki ríkisstjórninni og dómstólunum og geri það ekki enn. Ríkisstjórn Íslands í dag mætti sannarlega gera meira í því að standa með sinni þjóð en þau eru þó guðsblessunarlega betri en þeir sem voru í forsvari þegar ósköpin riðu yfir, svo mikið er víst!
Sjálfsagt gæti ég bloggað fullt um það að mér finnist ríkisstjórnin æðisleg og yndisleg bara vegna þess að ég er gildur limur í öðrum ríkisstjórnarflokknum. En það geri ég ekki. Þú þekkir mig það vel að ég elti ekki hlutina í blindni (nema kannski Blikana). Ég er gagnrýnin á flokksfélaga mína og ég hika ekki við að segja mína skoðun. En þegar eitthvað er eins vel gert og möguleiki er á þá er sjálfsagt að segja frá því.
Og svo það fari ekki á milli mála þá er ég algjörlega á móti Icesave og vildi óska að þessir reikningar allir væru komnir langt út í hafsauga!
Bestu kveðjur til þín og þinna.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 19.10.2009 kl. 22:24
Ég veit að þú ert sjálfri þér trú, .Á öðrum tíma,við annarskonar aðstæður,hefði ég kanski ekkert út á neinn stjórnmálamann að setja.Það er auðvitað létt hjá okkur öllum, að gagnrýna. Er komin á þá skoðun að 2 flokkar nægi og ca 50 þingmenn eða færri.
Helga Kristjánsdóttir, 19.10.2009 kl. 22:36
Nú getum við verið sammála!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 19.10.2009 kl. 22:37
En hvað með 300 milljarða gjaldþrot Seðlabankans sem við þurfum að borga? Eru allir sáttir að borga það?
Sjá hér.
Sigurður Haukur Gíslason, 20.10.2009 kl. 00:00
Ég held engin sé sáttur við þetta ástand.
Helga Kristjánsdóttir, 20.10.2009 kl. 00:29
Vel mælt, ég meina skrifað.
Auðvitað eru allir á móti Icesave, er ekki alltaf ferlegt að þurfa að borga skuldir sínar, vexti og vaxtavexti svo ég tali nú ekki um dráttarvexti.
Íslendingar hafa hagað sér eins og kjánar og við sem höfum verið alin upp við það að taka ábyrgð á gerðum okkar, skiljum það líka að við þurfum að bera ábyrgð á löglega kjörnum þingfulltrúum og stjórn. Mér sýnist meira að segja við þurfum líka að bera ábyrgð á því sem þeir eða þau gera í einkalífinu. sbr kúlulán sem sumir tóku til að graðka meiru til sín en hin sauðsvarti almúgi hafði tök á að gera.
Íslendingar hafa ekkert lært af þessu og munu ekki gera, það sýnir fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins mér.
Ég held að okkar leið til farsældar sé að gera upp við þetta gengi sem kom okkur í þessa stöðu, láta kúlulánafólkið sæta ábyrgð, borga skuldir sínar, það er ekki réttlátt að saklausir íbúðalánatakendur séu látin borga upp í topp, en einn aðaltalsmaður íhaldsins megi gapa hér og efast um heiðarleika þeirra sem eru þó að reyna að þrífa upp eftir hana og hennar meðreiðarsveina.
Í dag á ég mér þá ósk heitasta að mér renni reiðin til þessa kjaftagleiðu íhaldsmanna og aulahrollurinn hverfi yfir Framsóknarmönnunum sem fóru í leiðangur til Noregs að afla fjár og eigin frama. Spurning hvort þeir trúi á jólasveinana. Þessi reiði mun ekki hverfa fyrr en ég sé þetta fólk þurfa í alvöru að axla ábyrg...
Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.10.2009 kl. 10:07
Það á sem sagt að þegja og stjórnarandstaðan leggjast með fætur upp í loft vegna orsaka sem ekki koma málinu við í dag, Svo bendi ég á að samfó er ekkert saklausari heldur en aðrir flokkar!! enda nennir maður ekki að eltast við það í dag, en þegar stjórnin er kominn í þrot í rökræðum um arfa vitlausa hluti þá kemur þessi tugga alltaf upp hver ber sök á hverju. mjög ómálefnalegt svo ekki verður meira sagt.
Óskar (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 11:39
Sigurður, þú hittir sannarlega naglann á höfuðið og grein Gauta Eggertssonar er frábær, takk fyrir þá ábendingu. Ef ég man rétt þá er Icesaveskuld okkar um 70 milljarðar, þ.e. tæpur fjórðungur þess sem DO lét fara út úr Seðlabankanum til bjargar Kaupþingi með veði í svokölluðum ástarbréfum. Það fé er horfið og kemur aldrei aftur. Sennilega hefur sjaldan eða aldrei verið farið eins illa með peningana okkar og þá. En auðvitað var það gert í bestu trú og von um að það yrði til bjargar bankanum. Svo varð því miður ekki.
Nafna, ég er hjartanlega sammála þér og ég vona sannarlega að mér renni reiðin. Ég er í það minnsta staðráðin að láta reiðina ekki blinda mér sýn á raunveruleikann, því að mínu mati er raunveruleikinn það eina sem við eigum og getum horfst í augu við til þess að komast út úr vandanum.
Óskar, mér þætti vænt um að fá fullt nafn frá þér. Ég er alls ekki að segja að stjórnarandstaðan eigi að þegja og leggjast með fætur upp í loft. Síður en svo, hún á hins vegar að haga orðum sínum þannig að úr verði málefnaleg umræða. Slík umræða átti sér reyndar stað á Alþingi í gær þegar rætt var um frumvarp félagsmálaráðherra. Það var vægast sagt hressandi að hlusta á þá umræðu og gott að vita að umræðan getur farið uppúr skotgröfunum. Það er algjörlega kristaltært í mínum huga að Samfylkingin á sína sök í málinu. Samfylkingin var í ríkisstjórn þegar allt hrundi og mér dettur ekki í hug eitt andartak að draga úr ábyrgð þess flokks. Hún er sannarlega mikil. En ég verð þó að segja að ábyrgð Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega, er sýnu mest þar sem sá flokkur hafði töglin og hagldirnar í ríkisfjármálunum í þeirri ríkisstjórn og marga áratugi þar á undan. Liðsmönnum þess flokks væri nær að líta í eigin barm áður en þeir ráðast með upphrópunum og slagorðum að ríkisstjórninni sem nú situr og er að reyna að þrífa upp skítinn eftir þá.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 20.10.2009 kl. 16:25
Bíddu við það er einfalt að lokast í því að bera fyrir fólk það neikvæða þegar horft er 18 ár aftur í tímann sérstaklega á tímum sem þessum, en það þarf að halda því til haga að það var ekki létt verk að reisa hér hlutina við eftir vinstri stjorn þar á undan, ekki gleyma því að Ísland var orðið eitt af öflugri ríkjum heims með skóla og heilbrigðis mál ásamt almennri hagsæld að leiðarljósi, síðan eru gerð mistök er varðar bankakerfið og ég geri ekki lítið úr þeim en grunn stefnan var samt að virka og því getur enginn borið í mót en það sem er verið að fara af stað með núna eru höft og skattar kemur okkur bara á byrjunarreid aftur. Það er nefnilega hægt að læra af þessu bankahruni en halda samt ótrauð áfram með það sem var velgert.
kær kveðja
Óskar (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 09:42
Ertu að meina að ég megi ekki benda á 18 ára óstjórn Sjálfstæðisflokksins vegna þess að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag voru svo arfaslök þar á undan? Þessir flokkar eru ekki til í dag þannig að ég á erfitt með að benda á þá sökudólga í dag.
Hvaða vinstri stjórn er það sem þú vísar til? Hverjir sátu í henni. Sú ríkisstjórn sem nú situr er eina "hreina" vinstri stjórnin sem hér hefur ráðið ríkjum. Ég fer létt með að benda á Framsóknarflokkinn líka, minnsta málið.
Hefur þú nokkuð velt því fyrir þér að þeir sem helst eru í eldlínu gagnrýninnar eru þeir sömu og stjórnuðu landinu sl 18 ár og sitja margir enn við kjötkatlana og malla sinn seið. Mér finnst bara eðililegt og "normalt" að vera reiður út í þá einstaklinga. Þeim treysti ég klárlega ekki til að byggja hér upp réttlátt samfélag.
Já, mistök segir þú. Það mætti helst halda að þú leggir bankahrunið til jafns við það að fá vitlaust til baka í búðinni! Bankahrunið er bein afleiðing af einkavinavæðingu og helmingaskiptareglu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Reglu sem þeir héldu í heiðri og hvikuðu hvergi frá. Bankarnir skyldu í hendur "vinveittra" aðila og skipti þá engu hvort þeir einstaklingar sem þar urðu fyrir valinu væru hæfir til að stýra banka eða ekki. Bankarnir voru síðan reknir með það eitt að leiðarljósi að græða, Mammon tók völdin. Þegar gaf á bátinn var síðan svindlað, svikið og prettað án þess að viðeigandi eftirlitsstofnanir brygðust við. Hverjir stýrðu þessum eftirlitsstofnunum ... jú karlarnir við kjötkatlana, karlarnir með samböndin, karlarnir sem allir sammæltust um að reyna að blekkja heimskan almúgann, skríllinn átti að vera í myrkrinu.
Ég er reið Óskar, ég er mjög reið og ég skil alls ekki hvernig fólk ætlar sér að treysta Sjálfstæðisflokknum aftur fyrir stjórn landsins. Kannski hafið þið íhaldsmenn bara rétt fyrir ykkur, "fólk er fífl!"
Ingibjörg Hinriksdóttir, 21.10.2009 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.