Leita í fréttum mbl.is

Ætli það sé óhætt

að skrifa hér færslu sem gæti verið höfðingjunum í Hádegismóum á móti skapi?

Í hinu skelfilega dagblaði DV er því haldið fram að moggabloggara hafi verið hent út af mbl.is vegna þess að hann skrifaði færslu um fyrrverandi ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu (eða er hann kannski fráfarandi?). Nú veit ég ekki hvað stóð í bloggi litla Landsímamannsins en kannski var þar eitthvað um það að farið hafi fé betra úr embættismannakerfi stjórnsýslunnar? Ekki veit ég það.

En af hverju kýs ráðuneytisstjórinn að hverfa af vettvangi nú, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa skrifað bréf þar sem hann furðar sig á að mál hans hafi verið tekið upp hjá sérstökum saksóknara. Hann hafi jú verið hreinsaður af öllum grun!!

Persónulega veit ég ekkert um þetta mál annað en það sem fjölmiðlar hafa greint frá en öllu hugsandi fólki hlýtur að vera ljóst að maður sem átti fund með fjármálaráðherra Bretlands og hafði auk þess aðgang að upplýsingum frá sérfræðingum í ... hvað var það ... "fjármálahruni" - hann bjó yfir meiri vitneskju en allur almenningur hér í landi. Ég furða mig í sjálfu sér ekki á því að hann hafi selt hlut sinn í Landsbankanum og hugsa að ég hefði gert það sama hefði ég verið í hans sporum. En ég er allt eins viss um að ég hefði talið það siðferðilega rangt að eiga hlut í fjármálafyrirtæki, eða öðru því fyrirtæki sem var skráð í Kauphöllina, væri ég ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu!!!

Það er ekki mikil reisn yfir aumlegu yfirklóri ráðuneytisstjórans um að hann hafi ekki búið yfir öðrum upplýsingum en almenningur hér á landi.  Nú er mál hans í höndum sérstaks saksóknara og þá mun sannleikurinn koma í ljós. Mín tilfinning er að hann muni ekki eiga sjö dagana sæla, en hans huggun er þó að margir vinir hans sitja í sætum dómara. Ætli það verði honum ekki til bjargar þegar á hólminn er komið!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nei þér er örugglega ekki óhætt að segja skoðanir þínar hér á blogginu. Þú gæti átt það á hættu að vera sett á klakann eins og Ögmundur, þegar hann var ekki nógu hlýðinn við Jóhönnu. í ríkisstjórninni eiga jú allir að hafa sömu skoðun, og mér sýnist að það sé línan í Samfylkingunni, SKOÐUNIN og hirðin jarmar með.

Sigurður Þorsteinsson, 23.10.2009 kl. 21:53

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Siggi, Siggi, Siggi ... ég hélt þú þekktir mig! Ertu að reyna að halda því fram að ég fari eftir því sem aðrir segi mér og hafi eina skoðun bara vegna þess að einhverjir aðrir hafa hana? Þú þekkir mig greinilega ekki rétt ef þú heldur þessu fram!

Eina sem getur stutt við þessa skoðun þína er að þú haldir að Samfylkingin sé undir sömu sök seld og Sjálfstæðisflokkur, þar sem ein skoðun ríkir, og ein skoðun aðeins!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.10.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband