Leita í fréttum mbl.is

Fýluför í boði Finns?

Ég játa að það vakti pínulitla lukku hjá mér þegar framsóknarmennirnir Höskuldur og Sigmundur skunduðu inní stjórnarráðið um það leyti sem Ögmundur gafst upp á því að vera ráðherra. Lukkan var ekki tilkomin vegna þess að Höskuldur og Sigmundur voru búnir að finna hugsanlegan lánveitandi í Noregi og hún var heldur ekki tilkomin vegna þess að Ögmundur gafst uppá því að vera ráðherra, heldur vegna þess að framsóknarmennirnir ætluðu sér að sækja sér prik á þessum afleita tímapunkti.

Ég játa að ég var ekki hrifin af því að Ögmundur gafst uppá því að vera ráðherra. Mér finnst að hann hefði átt að standa við það að vera ráðherra eins og hann hafði lofað en ekki fara í einhverja fýlu vegna einhvers sem maður þarf að geta sér til um hvað er.

Ég játa líka að ég var pínu ánægð með að Höskuldur og Sigmundur hafi farið úr landi um stundarsakir, þó ekki væri nema til þess að leita allra leiða til að fá lán. Þeir virðast þá a.m.k. gera sér grein fyrir því að við þurfum á láni/lánum að halda.

Ég játa að það kom mér ekki á óvart að lánsför þeirra Höskuldar og Sigmundar í Austurveg var ekki eingöngu til hagsbóta fyrir íslenska þjóð, heldur virðist hún einnig verið farin í einhverju hagsmunapoti fyrir félaga þeirra og vini. Lára Hanna, bloggvinkona mín, gerir þessu ágæt skil í færslu sinni frá í gær.

Ég játa að ég leita að Finni, ætli ég finni hann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Játningar á færibandi Ingibjörg, eins gott að ekkert vafasamt er játað hér

Inside Bilderberg (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 18:32

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Inside, það er aldrei að vita hvað kemur næst!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.10.2009 kl. 19:03

3 identicon

Í guðsbænum ef þið finnið Finn finnið hann þá hann í fjöru.

ási (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 21:39

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hvað segiði,,  leikflétta? skákskýringar Helga Áss!! riddari Hannes 5,drepur biskup Finn 6

Helga Kristjánsdóttir, 11.10.2009 kl. 02:47

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held þú ættir að fylgjast með fréttum, áður en þú gleypir við samsæriskenningum bloggara. Þessir menn fóru með af því að þeir voru sérfræðingar í vogunarsjóðum og vöruðu við áhrifum þeirra í tengslum við fjármagnsflótta. Ástæðan er sú að AGS lánið mun ekki stoppa nema í einhverja klukkutíma hér á landi áður en erlendir vogunarsjóðir hrifsa þá til sín. Ergo: Enginn peningur fyrir Ísland. Barameiri skuldir.

Ótrúleg þessi móðursýki.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.10.2009 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband