Í kvöldfréttum RUV kom fram að Gunnar ætli sér í veikindaleyfi og víkja sem bæjarstjóri en sitja áfram sem bæjarfulltrúi. Er þetta lausnin sem Ómar kynnti hjá framsóknarmönnum og honum var falið að vinna eftir? Gunnar verður áfram bæjarstjóri að nafninu til og einhver hirðsveina hans leysir hann af í daglegu amstri meðan hann jafnar sig af fyrirfram ákveðnum veikindum, en hann mun vera á leið í hnéaðgerð. Sætta framsóknarmenn sig virkilega við þetta?
Er það afsögn þegar menn fara í veikindaleyfi? Mér finnst ábyrgðin sem þeir kumpánar axla er lítil sem engin. Hvað finnst þér?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Ef hann hættir sem bæjarstjóri vegna veikinda þá er hann ekki að axla ábyrgð á þessu FM máli, það segir sig sjálft.
Þetta minnir mig á þegar maður var í barnaskóla og einhver var að tapa í boltaleik þá var honum skyndilega mikið illt í fætinum.
Sigurður Haukur Gíslason, 14.6.2009 kl. 20:31
Ingibjörg, á síðasta sumri skrifaði ég grein í Morgunblaðið þar sem ég tók undir með vini okkar Guðmundi Jónssyni hæstaréttarlögmanni um mjög gróft siðferðisbrot eins bæjarfulltrúa okkar í Kópavoginum. Það sem mér kemur á óvart að kona sem er svo viðkvæm fyrir siðferðilegum álitamálum, hafir ekki tekið málið upp t.d. hér á blogginu, í fjölmiðlum eða í bæjarstjórn. Ég efast ekki um að þú bætir snarlega þar úr.
Sigurður Þorsteinsson, 14.6.2009 kl. 20:45
Mikið ofboðslega ert þú alltaf málefnalegur og rökfastur Sigurður Þorsteinsson, þú ert alveg jafn málefnalegur og Gunnar I. Birgisson hefur verið þegar hann hefur verið spurður út í málefni er varða viðskipti Dótturfélagsins og bæjarins.
Hér er verið að ræða grafalvarleg mál sem varða núverandi Bæjarstjóra og fyrrverandi Forseta bæjarstjórnar, mann sem hefur verið allt í öllu í forystu Kópavogsbæjar í a.m.k. 19 ár, og afstöðu Framsóknarmanna gagnvart þeim málum sem mest hafa verið í brennidepli undanfarið og varða Gunnar I. Birgisson og Dótturfélag hans.
Ef þetta er svona viðkæmt fyrir þig afhverju bloggarðu þá ekki sjálfur um það sem þú ert að gefa í skyn.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.6.2009 kl. 22:26
Sigðurður ert þú ennþá að tala um að Jón Júlíusson sé framskvæmdarstjóri Kórsins. Þú veist væntanlega að það er meirihlutinn sem gerir samninga við einkafyrirtæki um rekstur. Og þó að Jón hafi verið í starfi sem Íþrótta og tómsstundarfulltrúi þá undirritar hann ekki samninga um slíkt. Þetta er ábyrgð Sjálfstæðismanna og framsóknar.
Sé engin tengsl við þetta þó að Jóni hafi verið boðið framkvæmdarstjórastaða þar?
Er að velta fyrir mér hvort að hann hafi eitthvað gert þér hann Jón. Ert þú ekki einhverskonar ráðgjafi í stefnumótun í íþrótta og tómstundasviði?
Magnús Helgi Björgvinsson, 14.6.2009 kl. 22:33
Lilja, málefnalegur og rökfastur, það er mikilvægt í umræðunni.
Magnús í blaði Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar fer Jón Júlíusson vel yfir þátt sinn í samningnum um Kórinn. Heldur þú að hann hafi verið að ljúga að kjósendum um sinn þátt.
Annars haldið þið að Ingibjörg Hinriksdóttir og aðrir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi hafi ekki manndóm til þess að taka á þessu máli. Það væri ekki úr vegi að óska eftir opinberri rannsókn á þessu máli!!
Sigurður Þorsteinsson, 14.6.2009 kl. 23:06
P.s. fann grein sem Guðríður Arnadóttir skirfaði þér Sigurður og svaraði þessu máli. Þar segir m.a.
Og síðar í grein Guðríðar segir:
Magnús Helgi Björgvinsson, 14.6.2009 kl. 23:08
Sigurður þá bara gerir þú það! Kærir þetta og ferð fram á rannsókn á því. Minni þig á að Jón var ekki í samfylkingunni þegar þessi samningur var gerður.
Magnús Helgi Björgvinsson, 14.6.2009 kl. 23:18
Magnús
Guðríður telur að það bæti eitthvað úr skák, að Jón hafi verið byrjaður að sukka áður en hann gekk í Samfylkinguna. Jón stefndi að því að verða bæjarstjóraefni fokksins fyrir síðustu kosningar, og var ekki mönnum sinnandi í langan tíma á eftir, þegar í ljós kom að því hafði verið alfarið hafnað.
Guðmundur Jónsson hæstaréttarlögmaður skrifaði í eitt bæjarblaðið að einmitt þessi bæjarfulltrúi væri með þessum viðskiptum sínum við bæinn að tapa milljónum ef ekki milljónatugum. Er endalegt tap ljóst í dag? Sem innsti koppur í búri Magnús veit ég að þú þekkir málið vel. Þú hvetur þitt fólk til þess að óska eftir opinberri rannsókn á þessu máli.
Sigurður Þorsteinsson, 14.6.2009 kl. 23:28
Samfylingin er ekki við völd í Kópavogi Sigurður! Það var ekki Jón persónulega sem gerði samning við Knattspyrnuakademíuna! Og ég persónulega er á móti því að bæjarfélög byggi og afhendi einkaaðilum rekstur á Íþróttamannvirkjum. Ef að einkaaðilar vilja reka íþróttamannvirki eiga þeir að byggja þau.
Jóni var boðið þetta starf þarna hjá Knattspyrnuakademíunni. Ef þetta er rekið með tapi þá væntanlega gerir Kópavogur ráðstafanir. En það er einmitt Sjálfstæðismenn og Framsókn sem verða að gera það. Held að þetta hús hafi frá upphafi verið dæmt til að vera rekið með tapi. Því að draumur manna um fullt af Landsleikjum og þessháttar var held ég gjörsamlega út í hött. EN þetta vildi meirihlutinn! Ný búinir að byggja Fífuna þegar rokið var í þetta. Draumur um einhverja ógurlega sýn með mennta og háskólum og hvað eina. Tóm daumsýn sem Kópavogur átti ekki að taka svona stóran þátt í.
Magnús Helgi Björgvinsson, 14.6.2009 kl. 23:49
Má ég spyrja hér,er Guðmundur Jónsson Hæstaréttarlögmaður,sá sem við vinir hans köllum (svona privat) Gúnda.
Helga Kristjánsdóttir, 15.6.2009 kl. 01:12
Magnús það fer ekki á milli mála að þetta Knattspyrnuakademíumál hlýtur að verða afskaplega erfitt fyrir Samfylkinguna í Kópavogi. Spillingarfnykurinn er mjög stækur.
Viðskipti Kópavogsbæjar við fyrirtæki dóttur Gunnars Birgissonar er mjög óheppilegt. Kjósendur vilja ekki slík tengsl. Það er hins vegar afar erfitt að sjá að lögbrot hafi verið framið. Samfylkingin er hins vegar ekki trúverðug sem gagnrýnandi, með allt niður um sig í sínum málum.
Ef bæjarfulltrúar geta ekki haldið sig frá spillingunni í stjórnarandstöðu, er ekki miklar líkur til þess að siðferðið batni ef þeir komast í stjórn
Helga, mikið rétt Guðmundur hefur verið kallaður Gúndi. Gagnrýni hans beinist fyrst og fremst að lélegum samningi fyrir bæjinn, og að það sé ófært að kjörinn bæjarfulltrúi skuli ástunda svona vinnubrögð. Það held ég að heyrðist í henni Guðríði ef Jón Júlíusson væri bæjarfulltrúi fyrir meirihlutaflokkana.
Sigurður Þorsteinsson, 15.6.2009 kl. 09:58
Sigurður Þorsteinsson, þú ert "hvorki" málefnalegur, né rökfastur í þessum skrifum þínum, né annarsstaðar sem þar sem þú berð niður lyklaborðið. Og á það var ég að benda þér, hér fyrr. En þú kaust að misskilja, sem von er þegar maður les seinni skrif þín.
Þú heldur áfram að skrifa um einhvern "málatilbúnað" sem þú sjálfur virðist hafa startað eftir skrifum þínum að dæma, vegna vonbrigða þinna, yfir að einkafyrirtæki þitt, fái ekki að reka tiltekið Íþróttamannvirki. - Allt í lagi þú mátt alveg vera í fýlu alla þína ævi yfir óréttlæti þíns eigins flokks, að leyfa þér ekki að komast almennilega á spenann líka, eins og allir hinir sem flaðra dyggilega upp um húsbóndann á bænum.
Og þú bregður á það ráð aðkenna einhverjum Jóni um, af því að þú þorir ekki að nefna nafn "Bæjarbóndans", ef ske kynni að hann sjái nú að þú sért að verja hann með kjafti og klóm, og í staðinn hann kasti hann til þín "drjúgri sporslu" , eins og hann er vanur ef einhver gerir vel við hann.
Svona málatilbúnaður dæmir sig sjálfur, og kemur alltaf beint í bakið á þeim sem sendir hann af stað. Svo verði þér að góðu.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2009 kl. 15:36
Eftir fundinn í kvöld þá held ég að Gunnari sé batnað í fætinum og fari því ekki í veikindaleyfi.
Hins vegar held ég að Ómar sé orðinn haltur (eða verður það eftir morgunheimsókn Gunnars).
Sigurður Haukur Gíslason, 16.6.2009 kl. 00:24
Ja hérna, kæru vinir (og Siggi Þ) ... það er aldeilis að ykkur varð mál og húsfreyjan bara að heiman megnið af tímanum. Takk fyrir innleggin ykkar allra (líka þitt Siggi Þ).
Ég verð þó að segja að ég nenni ekki að rökræða svona hluti hér á blogginu, sem eru alls óskyldir því sem ég skrifaði um og (eins og bent hefur verið á) gerðust áður nokkuð fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2006. Hér á blogginu kem ég mínum skoðunum á framfæri, m.a. þeirri að mér finnist lítil ábyrgð felast í því að fara í veikindaleyfi þegar ásakanir eru uppi um hugsanleg lögbrot. Ef menn hafa aðrar skoðanir á því, þá mega þeir hafa þær og menn geta verið sammála mér líka.
Kannski Sigurður Haukur hafi hitt naglann á höfuðið að Gunnar hafi hlotið kraftaverkalækningu (væntanlega frá nafna sínum og vini) og Ómar verði haltur í fyrramálið. Ég vona þó ekki.
Ég óska ykkur öllum velfarnaðar og þakka ykkur aftur fyrir innlitið og innleggin!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 16.6.2009 kl. 00:39
Gott innlegg hjá Siguður Hauki :) Og miðað við það sem gerst hefur í dag þá væri það ekki ótrúlegt.
Nú er Gunnar að blása til sóknar og fara að hefna sín sbr.
Hann segir líka ennþá að hann hafi ekki gert neitt rangt! Eins finnst manni skrítið hvað hann ætlar að láta rannsaka hjá Samfylkingu því væntanlega eru allar ákvarðanir teknar af meirihluta bæjarstjórnar.
En við þessu mátti búast. Því að Gunnar starfar í pólítík eins og hann sé að reka sitt eigið fyrirtæki.
Magnús Helgi Björgvinsson, 16.6.2009 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.