Leita í fréttum mbl.is

Eftir kosningar

Niðurstöður kosninganna eru mér að skapi, svona að mestu. Auðvitað hefði ég viljað sjá meiri stuðning við minn flokk, Samfylkinguna, sérstaklega í Suðvestur kjördæmi. Tveir þingmenn til viðbótar við þingflokkinn er gott og ég ætla ekki að vanvirða það en það var aðallega tvennt sem kom mér á óvart.

Annars vegar það að sveiflan til VG hafi ekki verið stærri og hitt að Framsóknarflokkurinn skuli hafa bætt svona miklu við sig. Reyndar kemur hið síðarnefnda mér meira á óvart en hitt. Sannast sagna taldi ég að Framsóknarflokkurinn myndi allt að því þurrkast út. Mitt mat er að óánægðir Sjálfstæðismenn hafi ekki viljað flytja sig lengra til vinstri en að Framsókn og þess vegna hafi sá flokkur fengið betri útkomu en talið var. Það er enda ekki mikill munur á þessum flokkum og ég hef reyndar stundum nefnt hann Sjálfsóknarflokkinn og finnst það réttnefni.

Hvað varðar stjórnarmyndunarviðræðurnar þá kemur það ekki til greina af minni hálfu að gefa eftir aðildarviðræðurnar um ESB. Allt annað er fásinna. Ég treysti Jóhönnu Sigurðardóttur til þess að mynda ríkisstjórn sem verður íslensku þjóðinni til sóma til framtíðar litið. Að sama skapi vona ég að Vinstri grænir sjái ljósið í aðildarviðræðunum - og það að slíkar viðræður séu nauðsynlegar til þess að fá botn í umræðuna um ESB aðildina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Tek undir með þér varðandi ESB. Kemur ekki til greina að gefa það eftir. Þetta hefur verið markmið Samfylkingarinar frá stofnun. Og sem stærsti flokkurinn hefur Samfylkingin slagkraft í samningum um næstu stjórn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 27.4.2009 kl. 18:53

2 identicon

Sammála varðandi ESB málin, það er þjóðarnauðsyn að fá botn í þau. Vonin með VG liggur í því að stór hluti yngri stuðningsmanna flokksins vill að farið verði í viðræður. Hvernig ætlar líka flokkur sem kennir sig við lýðræði að neita þjóðinni um að taka afstöðu í málinu?

Tek undir með þér varðandi Farmsóknarflokkinn og hvers vegna hann náði þessum árangri. Eitt vil ég þó nefna til viðbótar: Held að hann hafi svolítið bjargað sér á lokasprettinum með því að opna á ESB viðræður umfram það sem flokksþingið var búið að segja.

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 23:16

3 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Hæ Ingó

Sonur minn 10 ára sem er ekki alveg með á nótunum í þessari póitík var að velta þessum hlutum fyrir sér rétt fyrir kosningar og spurði mig sérstaklega hvort ég væri nokkuð í "Framstæðisflokknum" sem mér fannst alveg frábært nafn á þessum tvíhöfða þurs en svo rann mér í grun að hann væri kannski bara að gera grín að vaxtarlagi föðursins sem mér fannst ekki alveg eins sniðugt. :S

Tjörvi Dýrfjörð, 28.4.2009 kl. 11:04

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Úr því sem komið var þá var ég sáttur við 16 þingmann okkar Sjálfstæðismanna sem við náðum upp undir morgun.

Ég tel Kolbrúnu Halldórsdóttur hafa að nokkru leyti dregið niður fylgi VG með undarlegum ummælum sínum um Drekasvæðið.

En fróðlegt verður að sjá hvernig unnið verði úr Evrópumálunum í þessari ríkisstjórn.

Hilmar Gunnlaugsson, 29.4.2009 kl. 14:28

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er ekki gott að segja hver verður niðurstaðan nákvæmlega í ESB málum en ég er viss um að vinstriflokkarnir finna lausn á því einfaldlega vegna þess að það er eiginlega enginn annar valkostur í boði. Hvorugur flokkur getur farið að starfa með Sjálfstæðisflokknum einfaldlega vegna þess að það myndi valda byltingu og ég hef ekki trú á að Samfylking og Framsókn geti náð neinni lendingu í efnahagsmálum auk þess sem ég efast stórlega um að Samfylking muni taka í mál að hafa VG í stjórnarandstöðu í komandi niðurskurði.

Ég held að VG sé til í allt í ESB málum nema að þurfa að bera pólitíska ábyrgð á aðildarumsókn að ESB. Ef hægt er að fá málið til þingsins þar sem hægt irði að greiða atkvæði um hvort beri að sækja um aðild að ESB og VG gæti fengið að kjósa gegn því væri það besta lendingin. Séu aðrir flokkar tilbúnir að styðja þetta mál Samfylkingarinnar er það þeirra mál. Stjórnarskráin bannar hinsvegar alþingismönnum að kjósa gegn sannfæringu sinni og því ekki hægt að krefja þingmenn VG um að gera slíkt.

Héðinn Björnsson, 30.4.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband