Leita í fréttum mbl.is

Makalaus málflutningur ofstækismanna

Undanfarna daga hef ég lýst þeirri skoðun minni með nokkrum rökum af hverju ég kaus Samfylkinguna í Alþingiskosningunum, en ég kaus utan kjörfundar. Ég hef svo sem ekki ætlast til þess að einhver læsi bloggið mitt og breytti frá sannfæringu sinni, enda hef ég reynt að koma mínum sjónarmiðum á framfæri af hlutlægni og eins mikilli einlægni og mér er unnt.

Einhverra hluta vegna hafa bloggarar séð ástæðu til þess að gagnrýna skoðanir mínar, oftast með sérstaklega ómálefnalegum málflutningur, reyndar svo ómálefnalegum að hann er hreint makalaus. Þessa sömu hluti hef ég séð hjá mörgum bloggvinum mínum. Ég er ekki að biðja um það að fá skoðanir ofstækismanna hér inná bloggið mitt, og hef reyndar oftast nær látið þá kumpána í friði. Margir bloggvina minna (og veraldarvina) hafa hins vegar brugðið á það ráð að verja minn málflutning. Fyrir það kann ég þeim miklar og góðar þakkir þó stundum óskaði ég þess að þeir væru ekki að æsa upp ofstækismennina með því að gera þeim til geðs og svara þeim. Orð þessa fólks hafa nefnilega oftar en ekki dæmt sig sjálf og verða sjálfsagt til þess, frekar en bloggið mitt, að óákveðnir lesendur taki ákvörðun með mínum skoðunum frekar en ofstækismannanna.

Mín skoðun á því að styðja Samfylkinguna stendur óhreyfð. Það er búið og gert. Ég hef ekki gleypt við öllu því sem forystumenn flokksins hafa sagt eða gert. Enda tel ég það einn helsta kost Samfylkingarinnar að þar leyfist mönnum að hafa aðrar skoðanir en forystan, þar má maður taka sjálfstæða upplýsta afstöðu. Grundvallarhugsjón jafnaðarmanna er nefnilega svo skýr að útfærsla hennar getur tekið á sig margar myndir og hugsjónir jafnaðarmanna er hægt að framkvæma á margan veg.

Forystumenn flokksins gerðu ákveðin mistök í stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum, þeirri skoðun minni hef ég margoft lýst yfir. Samfylkingin er eini jafnaðarmannaflokkur Íslands og þess vegna stimplaði ég S á kjörseðilinn. Jóhanna Sigurðardóttir er formaður Samfylkingarinnar, þess vegna stimplaði ég S á kjörseðilinn. Jóhanna Sigurðardóttir er forsætisráðherra og þar vil ég hafa hana áfram, þess vegna stimplaði ég S á kjörseðilinn og Jóhanna Sigurðardóttir er sá stjórnmálamaður íslenskur sem þjóðin treystir best, þess vegna stimplaði ég S á kjörseðilinn.

Á morgun færð þú tækifæri til að segja þína skoðun, ég skora á þig að merkja X við S á kjörseðlinum þannig tryggir þú best, að mínu mati, farsæld íslenskrar þjóðar til framtíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og hvern skyldir þú nú eiga að biðja afsökunar á því að hafa kosið Samfylkinguna? Ég mun að líkindum ekki kjósa Samf. og ég sé ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á því. Ég er sammála öllu því sem þú segir um Jóhönnu Sigurðardóttur og mér sýnist að hennar skarð í íslenskum stjórnmálum verði vandfyllt þegar hún stígur þar út og kveður. Vonandi að sem flestir af okkar pólitíkusum læri eitthvað af henni um heiðarleika og vinnusemi.

Og það er argvítugt að mega ekki velja fólk af öllum listum svo maður geti gengið fullkomlega sáttur við sjálfan sig út úr kjörklefanum.

Árni Gunnarsson, 25.4.2009 kl. 01:07

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Akkurat það er að angra mig,ég dáist af mörgum  stjórnmálamönnum,vil fá að kjósa þá en flestir tilheyra flokki sem stýrir þeim.

Helga Kristjánsdóttir, 25.4.2009 kl. 02:52

3 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Samfylkingin kærð fyrir landráð.

Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð.  Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.

Lesið kæruna hér.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 06:04

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Árni, þú þarft ekki að afsaka neitt. Þú kýst samkvæmt þinni eigin samvisku - þannig á að gera þetta.

Það sem ergir mig eru hinsvegar öfgafullar staðhæfingar sem hentar eru á lofti af fólki sem ekki hefur kynnt sér málin til hlítar og slá þeim fram á vefsíðum eins og mínum.

Helgu óska ég góðs gengis í kjörklefanum í dag.

Ábending Margeins segir eiginlega allt sem segja þarf. Óska ég honum velfarnaðar í lífinu.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 25.4.2009 kl. 06:36

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þetta átti að sjálfsögðu að vera ábending Marteins

Ingibjörg Hinriksdóttir, 25.4.2009 kl. 06:36

6 Smámynd: Einar Karl

Já það er skrýtið hvernig viti borið fólk - sumt - tapar áttum síðustu dagana fyrir kosningar, með "hallelúja" pistla um að við séum að sigla inn í svartnætti undir vinstri stjórn o.fl. o.fl.

Vonandi verður aftur hægt að TALA SAMAN við þetta fólk, þegar mesti æsingurinn er liðinn.

Einar Karl, 25.4.2009 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband