Leita í fréttum mbl.is

Gróa á Leiti

Mörg undanfarin ár hefur Halldór nokkur Jónsson verið fastapenni í áróðursriti Sjálfstæðismanna í Kópavogi, Vogum. Þegar ég leit á www.mbl.is í morgun sá ég svarthvítu myndina af kappanum og svona líka snilldarlega orðaða fyrirsögn: Fékk Samfylkingin 100 milljónir niðurfelldar ?

Sem von er þá vekur fyrirsögn sem þessi áhuga, ég vissi þó hver bæri ábyrgð á skrifunum, svo varinn var settur á áður en ég hóf lesturinn. Aðeins fyrstu orðin gáfu til kynna að nú væri Halldór kominn í hlutverk Gróu gömlu á Leiti, fyrstu fjögur orðin eru: Sú saga gengur staflaust ...svo heldur kappinn áfram að bera út óhróður og staflausa stafi um Samfylkinguna, það góða stjórnmálaafl.

Ekki veit ég hvað Halldóri Jónssyni gengur til með því að bera út óhróður, lygar og ósannindi eins og þau sem hann setur fram í bloggfærslu sinni. Hitt veit ég að Halldór er, hefur verið og mun sjálfsagt áfram verða staðfastur íhaldsmaður, tryggur sínum flokki, sama hvað á gengur. Þegar menn geta ótrauðir fetað í fótspor foringja, eins og þess sem Halldór fylgir í Kópavoginum, þá veit maður að  Halldór lætur ekki vondar kosningaspár hafa áhrif á sig. Hann mun áfram styðja sinn flokk með öllum tiltækum ráðum og beita öllum þeim brögðum sem þurfa þykir, til þess að hvítþvo hvítliðina sem eitt sinn voru kallaðir. Á flibba þeirra hefur aldrei fallið kusk svo orð sé á gerandi.

Halldór Jónssyni óska ég alls hins besta og vona að hann eigi marga góða daga fyrir höndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Af hverju sagði hann ekki 1 milljarð fyrst hann var kominn í gang á annað borð.

Finnur Bárðarson, 23.4.2009 kl. 15:14

2 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Hann og Gunnar Birgisson eru samstíga í óhróðrinum og svo bætist við að launaður starfsmaður hjá Kópavogsbæ stendur á bak við ósannar nafnlausar auglýsingar. Vinnubrögð þessara manna eru með ólíkindum enda hafa þeir slæman málstað að verja.

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 23.4.2009 kl. 22:25

3 identicon

Ingibjörg, Halldór fer með rétt mál. Það er þú sem ert að reyna að þvo ósómann af Samfylkingunni. Jón Ólafsson hefur staðfest að hann feldi nidur þessar skuldir af Samfylkingunni, og hér á blogginu kom nákvæmur útreikningur færður til dagsinns í dag og það voru rúmar hundrað miljónir. Samfylkingingin getur ekki þvegið sig af þessu nema borga þetta til baka.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 23:39

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ómar þú ert að vitna í eitthvað sem kom fram í Jónsbók væntanlega. Held að það sé ekki talað um upphæðir þar. Er líka að velta fyrir mér að ef þessi skuld hefði verið 100 milljónir þá hefði væntanlega ekki verið neitt annað í auglýsingum í þessum kosningarbaráttu.

En veit ekki hvort að þú þekkir til skrifa Halldórs, ef ekki bendi ég þér á að lesa bloggið hans. Hann er gamalt meinhorn sem vílar ekki fyrir sér að hagræða hlutunum til að láta Sjálfstæðismenn líta vel út. Hann m.a. hefur lengi séð um svona leiðindar glósur m.a í Vogum blaði sjálfstæðismanna í Kópavogi. Svona sem dæmi um bullið í honum er þetta sem ég las á blogginu hans.

Sumir kommanna hafa sent mér glósur fyrir að halda því fram að efnahagsúrræði stjórnarflokkanna séu einungis þau að hækka skatta og skera niður. Stórhækka fjármagnstekjuskatt, taka upp sanngjarnan 2-3 % eignaskatt,  setja á hærri tekjuskatt, hækka neysluskatta og taka upp sjúklingaskatta og aðra svipaða.

Þetta er svo dæmi um bullið í honum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.4.2009 kl. 00:23

5 identicon

Sæll Magnús. Það er rétt að þetta kom fram í Jónsbók, en ég er ekki að tala um það. Jón var spurður nýlega hvort þetta væri rétt, og hann jánkaði því en mundi ekki upphæðina, þegar svo DV gekk á hann þá taldi hann að þetta hefðu verið fjörutíu og átta miljónir. Út frá þessum upplýsingum var bankamaður fenginn til að reikna þetta til núvirðis, og þá var þetta komið í rúmar hundrað miljónir sem Samfylkingin fékk afskrifað. En þetta voru nokkur ár ekki ein kosningabarátta. En þetta er sóðaskapur hjá Samfylkingunni.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 01:41

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ómar eigum við þá að uppreikna styrkina sem Sjálfstæðismenn fengu til núvirðis. Voru þetta ekki 55 milljónir 2006 og 20% verðbólga erum við þá ekki að tala um að bara þessir 2 styrkir séu að núvirði 80 til 90 milljónir. Það er alltaf hægt að leika sér svona.

Jón reyndar sagði ekkert um hvort að skuldir fleiri framboða hafi verið feldar niður en ég geri ráð fyrir því að þar hafi afskriftir verið nokkrar. Því öll framboðin hafa síðustu 15 til 20 ár verið stórskuldug eftir kosningabaráttu.

Hann sagði líka að hann hefð orið fyrir vonbrigðum með að hann hafi ekki fengið neitt í staðinn. Það er kannsi vegna þess að hann hefur átt því að venjast að aðrir flokkar gerðu eitthvað fyrir svona styrki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.4.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband