Leita í fréttum mbl.is

Í hálfgerðri forundran

Það var í hálfgerðri forundran sem ég hlustaði á útsendingu frá Alþingi um hádegisbil í dag. Fyrst komu þingmenn Sjálfstæðisflokksins upp í umvörpum og vildu breyta út frá fyrirliggjandi dagskrá þingsins. Forseti Alþingis benti þeim vinsamlega á, og í dálítið föðurlegum tón, að það væri forseti Alþingis sem setti upp dagskrá þingsins en ef þeir vildu breyta út frá henni þá væri hann tilbúinn til að skoða það á fundi með formönnum þingflokkanna í hádegisverðarhléi.

En þetta dugði ekki til því en enn og aftur héldu þingmenn Sjálfstæðisflokksins áfram að haga sér eins og óþekkir krakkar fyrir framan sælgætisrekkann í stórmarkaðnum. Heimtandi gotterí og vildu ekki það sem búið var að setja í pokanum. Þeir vældu og vældu, jafnvel þó að neðar í pokanum væri það góðgæti sem þeir vildu.

Þau mál sem Sjálfstæðismenn vilja ræða voru nefnilega á dagskrá þingsins. Bara ekki í þeirri röð sem þeir vilja!

Vegna einstaks umburðarlyndis og gæsku bar forseti Alþingis síðan upp tillögu Sjálfstæðismanna og leyfði þingheimi að greiða atkvæði um dagskrártillöguna. Þá tók ekki betra við, því þá þyrptust þeir upp í ræðustól til að gera grein fyrir atkvæði sínu. Á daginn kom að tillaga Sjálfstæðismanna um breytingu á dagskrá var felld með nokkrum mun.

Frá hádegi hafa Sjálfstæðismenn hrúgast í ræðustól til að agnúast út í frumvarp um stjórnlagaþing eins og þeir hafa gert undanfarna daga. Þeir geta haldið áfram að halda Alþingi í gíslingu með málþófi sínu. Verði þeim að góðu með það, en að koma síðan upp og halda því fram að ríkisstjórnin og aðrir flokkar á þingi séu að halda þeim frá kosningabaráttu er náttúrulega slík firra að engu tali tekur.

Það verk fellur algjörlega í hlut Sjálfstæðisflokksins.

Kannski þetta málþóf þeirra eðlilegt. Þeir vita sem er að þeir munu tapa miklu fylgi í kosningunum 25. apríl og eru þess vegna skíthræddir við það að taka þátt í kosningabaráttunni.

Persónulega hlakka ég til kosninganna og veit að þjóðin mun fagna með mér að þeim loknum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er alveg svakalegt. Og þú gleymir kaflanum þar sem að þingmenn Sjálfstæðisflokks fóru hamförum í að þingmönnum væri nauðsynlegt fá hlé á fundi í kvöld svo þeir gætu fylgst með umræðum á framboðsfundi á Ísafirði. Bendi á athugsemnd Marðar af þessu tilefni http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090406T151110

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.4.2009 kl. 19:54

2 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Rétt ályktað, sjallarnir skíthræddir við kosningar. Kannski halda þeir að þeir geti hægt á klukkunni með því að stunda málfþóf?

Sigurður Haukur Gíslason, 6.4.2009 kl. 21:33

3 Smámynd: Kristinn Svanur Jónsson

Fólk er að ræða stjórnarskránna, á ekki að ræða hana eða? ætti ekki að vera að ræða frekar um og afgreiða mál sem hjálpa fjölskyldunum í landinu? Hver er munurinn á stjórnlagaþingi og alþingi? er fólk ekki kosið á stjórnlagaþing líka?

Það er lýsandi dæmi fyrir þessa umræðu að Jón Bjarnason lýsti því yfir í kosningaþættinum á rúv í kvöld að það ætti að redda þjóðinni eftir kosningar! Maður hlýtur að spyrja hvort þjóðin geti beðið svo lengi...

Kristinn Svanur Jónsson, 6.4.2009 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband