Leita í fréttum mbl.is

Drottningin í viðtali

Mikið djö... langar mig til að blogga um drottninguna sem var í viðtali í Kastljósi í kvöld. Hins vegar var kvöldið hjá mér svo frábært að ég nenni því ekki. Vísa á þá fjölmörgu sem hafa bloggað um málið hér á mbl blogginu, eða nei annars, það má ekki lengur segja að maður vísi á þá fjölmörgu, maður þarf að telja þá upp. Og ekki nóg með það, það þarf líka að sýna framá að þeir séu ekki tengdir við hina ógurlegu Baugsmiðla, sem ekkert mark er takandi á. Svo mega þeir hinir sömu ekki vera í vitlausum flokki, þar eru bara fulltrúar skrílsins. Já og svo verða þeir að aðhyllast sérstaka stefnu í ákveðnum flokki - hinir eru bara kjánar sem ekkert vita. Því ...

Abbessiníukeisari heitir Negus Negusi,
og Negus Negusi segir: Búlúlala.
Öllum mönnum, sem íhuga málstað ríkisins,
finnst unun að heyra Negus Negusi tala.

Og í hreinskilni sagt eru allir óvinir ríkisins,
sem ekki hlusta á Negus Negusi tala.
Ég er Negus Negusi, segir Negus Negusi,
ég er Negus Negusi. Búlúlala.

Eftir Kastljósþátt kvöldsins mætti umskrifa þetta ljóð Steins Steinars einhvern vegin svona:

Seðlabankakeisari heitir Davíð Oddsson,
og Davíð Oddsson segir: Bankinn MINN.
Öllum mönnum, sem íhuga málstað ríkisins,
finnst unun að heyra Davíð Oddsson tala.

Og í hreinskilni sagt eru allir óvinir ríkisins,
sem ekki hlusta á Davíð Oddsson tala.
Ég er Davíð Oddsson, segir Davíð Oddsson,
ég er Davíð Oddsson. Bankinn MINN!

Læt mér því nægja að ergja mig á bæjarstjóranum hér í bæ ... a.m.k. í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Er bæjarstjórinn að ergja þig eitthvað, sá....*hóst hóst*...ermh...sá vammlausi maður?

Georg P Sveinbjörnsson, 25.2.2009 kl. 00:06

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Nei, hann er sem betur fer ekki í bænum nú um stundir. Hef hins vegar skrifað greinaflokk um bæjarpólitíkina og þar kom bæjarstjórinn við sögu!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 25.2.2009 kl. 00:11

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, takk fyrir ljóðið.  Ég elska það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.2.2009 kl. 00:34

4 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Sem betur fer er Steinn Steinarr, handan móðunar. Þetta kallast að nauðga góðu ljóði.

Stefán Óli Sæbjörnsson, 25.2.2009 kl. 00:52

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég skil, spái lítið í bæjarpólitík...maður kemst ekki yfir allt og einhverstaðar verður maður að setja mörkin

Georg P Sveinbjörnsson, 25.2.2009 kl. 01:00

6 Smámynd: Jónas Jónasson

Þetta er ömurlegt ljóð og Davíð Oddsson hefur verið að standa sig frábærlega í starfi. Það eru svona konur eins og þú sem setja spurningarmerki við hvort ekki skuli endurskoða kosningarétt kvenna á Íslandi. :)

Jónas Jónasson, 25.2.2009 kl. 11:08

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Skilar frábærlega vel kjarna málsins

Helgi Jóhann Hauksson, 25.2.2009 kl. 11:31

8 Smámynd: TARA

þó ég hafi ekki verið mjög hrifin af Davíð í gegnum tíðina, þá sár-vorkenni ég honum núna. Það hlýtur að vera skelfilegt að vera hann, einmitt núna. Fjölskylda hans á líka samúð mína.

Gott að G er í burtu,  mér fannst líka eitthvað bjartara yfir Kópavoginum í dag !!

TARA, 25.2.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband