Leita í fréttum mbl.is

Kópavogur bærinn minn - 2. kafli

Kjörtímabilið 2002-2006 höfðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ákveðið að síðasta ár kjörtímabilsins myndu flokkarnir skipta með sér verkum þannig að Sjálfstæðisflokkurinn myndi taka að sér starf bæjarstjóra en Framsóknarflokkur fengi formennsku í bæjarráði. Þegar Sigurður lést undir lok árs 2004 breyttist allt. Framsóknarflokkurinn varð að rekaldi sem ekkert réði við samstarfsflokkinn og sú mæta kona, Hansína Ásta Björgvinsdóttir, sem tók við af Sigurði sem bæjarstjóri í upphafi árs 2005, átti einfaldlega ekki roð í verðandi bæjarstjóra.  Þar fyrir utan virtist Hansína ekki eiga vísan stuðning félaga sinna í Framsóknarflokknum og eru fræg átökin í Framsóknarfélaginu Freyju þar sem núverandi bæjarritari, Páll Magnússon og hans stuðningsmenn, gerðu stjórnarbyltingu og felldu sitjandi stjórn, en í fréttum frá þessum tíma kemur fram að 43 konur voru kjörnar inní Freyju á fundinum sjálfum og tóku þessar 43 konur þátt í að samþykkja sjálfar sig í félagið. Samkvæmt fjölmiðlum voru þarna í forsvari eiginkonur þeirra bræðra Árna og Páls Magnússona og voru menn sammála um að "valdaránið" væri hluti af pólitísk langtímaáætlun bræðranna, áætlun sem ljóst að aldrei komst í framkvæmd.

En innan bæjarstjórnar Kópavogs fór oddviti Sjálfstæðisflokksins fljótlega að gera sig breiðan. Kosningar voru haldnar 2006 og þar hélt meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks naumum meirihluta. En fall Framsóknar var hátt, flokkurinn tapaði 2 bæjarfulltrúum og eftir sat einn maður, Ómar Stefánsson, sem ljóst var að oddviti samstarfsflokksins bar ekki mikla virðingu fyrir. Hann  rétti honum þó stöku bitlinga sem dugði til að halda Ómari góðum. Samkvæmt heimildum mínum innan Framsóknarflokksins var og er talsverð óánægja með stjórnunarstíl Ómars, hann veitir félögum sínum í flokknum fá tækifæri til að tjá sig og hafa áhrif innan flokksins, en hann baðar sig sjálfur í því litla ljósi sem gægist undan skugga bæjarstjórans. Tíðar myndir af Ómari á forsíðu Voga, blaði Sjálfstæðismanna í Kópavogi þykja bera þess vott að Ómar sé orðinn full hliðhollur flokknum og að hans rödd sé aðeins sem hjáróma væl á móti djúpum bassa bæjarstjórans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Frábær pistill! - Þarna át byltingin börnin sín, eða hvað? En hvar eru konurnar 43?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.2.2009 kl. 18:00

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þakka þér Lilja, þú varpar fram góðri spurningu, hvar eru konurnar 43?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 17.2.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband