Leita í fréttum mbl.is

Kópavogur - bærinn minn

Kópavogsbær er minn heimabær, hér er ég alin upp, hér hef ég búið allt mitt líf að undanskildum tveimur vetrum sem ég dvaldi í Stykkishólmi og þessi bær er mér kærastur allra bæja í heimi hér. Hér er gott mannlíf, hér býr fjöldinn allur af góðu fólki og mér finnst bæjarstæðið eitt það fallegasta á landinu.

Vegna þessarar ástar minnar á bænum ákvað ég árið 2006 að bjóða mig fram til bæjarstjórnar í Kópavogi. Það latti mig að vísu ekki að ég hef ég ekki verið sérlega hrifin af útþenslu- og steypustefnu þess meirihluta sem setið hefur við völd hér í bæ frá því seint á síðustu öld. Mér hefur fundist áhersla þess meirihluta vera öll á það að þjónusta verktaka og byggingarfyrirtæki en íbúarnir hafa verið hlunnfarnir og á þá hefur ekki verið hlustað. Ég viðurkenni það fúslega að þegar Sigurður heitinn Geirdal var bæjarstjóri þá hafði bærinn heldur mýkra yfirbragð út á við. Hann var skemmtilegur hann Sigurður, réttsýnn, sanngjarn og drengur góður. Maður vissi að hann hefði stjórn á samstarfsflokknum, eða öllu heldur þeim sem hann leiddi. Óvænt og ótímabært fráfall Sigurðar Geirdals var því ekki aðeins missir fyrir hans fjölskyldu og Framsóknarflokkinn. Fráfall hans varð áfall fyrir Kópavogsbúa og samfélagið hér í heild. Það kom strax í ljós.

Meira síðar ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér býr fjöldinn allur af góðu fólki eða hér býr margt gott fólk ekki fullt af fólki.

Landið (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 12:52

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ágæta Land,

takk fyrir ábendinguna.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 16.2.2009 kl. 13:37

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Ingibjörg

Ég fékk ábendingu í morgun að þú hafir skoðað Voga um helgina, og þá svona meira eins og vinur minn les Playboy, rétta að kíkja á myndirnar. Umfjöllunin hjá þér ber merki þessa.

Þegar þeir félagar Sigurður og Gunnar leiddu lista sína saman, gjörbreyttu þeir Kópavogi. Vinstri stjórn í Kópavogi var orðin ansi þreytt. Það er því ósköp eðlilegt að þessi meirihluti hefur sitið lengi. Það slæma við bæjarstjórnina okkar er að minnihlutinn hefur ákviðið að halda uppi ómálefnalegri stjórnarandstöðu, ekki ólíkt þeirri og Vinstri Grænir hafa ástundað á Alþingi. Á sama tíma og Samfylkingin í Kópavogi segist vilja ástunda siðbót, eru bæjarfulltrúar minnihlutans með allt ,,niður um sig".

Fyrst ber að nefna íþróttafulltrúann Jón Júlíusson sem réttilega hefur verið gagnrýndur fyrir að selja bæjarstjórn að gera ,,ósiðlega vondan" samning Knattspyrnuakademíunnar við Kópavogsbæ, og hoppa síðan yfir í framkvæmdastjórahlutverk Knattspyrnuakademíunnar. Þrátt fyrir meðgjöf sem metin hefur verið á 300 milljónir, tókst honum að koma dæminu í þrot. Hversu mikið hefur Kópavogsbær tapað á ævintýringu? Hvar er gagnrýnin Ingibjörg? Hvar er afsökunarbeiðin til bæjarbúa?

Þá kemur næstur Flosi Eiríksson sem lætur úthluta sér og ættingjum sínum lóðir á Kópavogstúni. Á sama tíma og Samfylkingin hefur haldið upp gagnrýni á lóðaúthlutunir í Kópavogi, senst úthlutun þeirra sjálfra einga skoðun.

Síðast kemur skólastjórinn Hafsteinn Karlsson. Það verður að teljast afar vafasöm stjórnsýsla að vara yfirmaður sjálfs síns sem bæjarstjórnarmaður. Nokkuð sem ég á von á að verði afnumið með lögum innan langs tíma. Það hefur ekkert með það að gera að Hafsteinn er yfirburðarmaður í minnihlutanum.

Þá koma stelpurnar tvær Guðríður og Ingibjörg, sem eru í eins konar ,,love and hate" sambandi við bæjastjórann. Hafa hann á heilanum í vöku sem og svefni. Erica Jong hefur skifað afar náið um svona samband og hverning það heltekur alla hugsun. Guðríur hefur skrifað að sagt er yfir 600 blaðagreinar um Gunnar, fyrir utan aðar sendingar og ekki þarf að lesa nema nokkur bogg hjá Ingibjörgu Hinriksdóttur til þess að átta sig á að þar er ástríðan litlu minni.

Pólitíkin þarf á endurnýjun að halda. Það er mitt mat að sú endurnýjun þarf ekki aðeins í landsmálunum, heldur ekki síður í bæjarmálunum. Koma þarf pólitíkinni af sandkassastiginu. Þar sem bæjarfulltrúarnir hafa það að stefnumiði að vinna bjæarfélaginu sínu sem mest til góðs. Á það vantar talsvert í dag.

Sigurður Þorsteinsson, 16.2.2009 kl. 17:19

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Hversu lengi sat meirihluti vinstri flokkanna? 20 ár eins og sá meirihluti sem nú situr? Nei árin voru 12 svo ef það er eðlilegt að núverandi meirihluti hafi setið lengi, þá get ég ekki beðið eftir löngum, farsælum og samfélagslegum meirihluta vinstri flokka í bæjarstjórn Kópavogs.

Ávirðingar þínar gagnvart bæjarfulltrúum Samfylkingar dæma engan nema sjálfan þig - mín skoðu er að aðdróttanir þínar séu í besta falli ómerkilegur!

Farðu vel með þig Siggi, ég held að mér þyki þrátt fyrir allt vænt um þig og ég varðveiti samvinnu okkar í gegnum tíðina í hjarta mér.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 16.2.2009 kl. 17:43

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Ingibjörg

Félagi okkar Guðmundur Jónsson hrl. gagnrýndi Kórsmálið harkalega fyrstur í fjölmiðlum. Hvernig var því svarað? Jú með þögninni. Hvernig hefur þú svarað þeirri gagnrýni? Ég hef enn ekki hitt þann aðila sem ver þennan samning og framkvæmd hans.

Í knattspyrnunni þýðir lítið að gagnrýna þá lélegustu, þeir eiga oftast erfitt með að taka gagnrýni. Því fer það svo að gagnrýni fer mest á þá sem eru getumeiri. Persónuleg væntumþyggja í þinn garð hefur ekkert með gagnrýni á þig að gera.

Sigurður Þorsteinsson, 16.2.2009 kl. 18:27

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl,vinkona er alltaf að verða ákveðnari að neyta allra ráða,til að kjósa menn ekki   bókstaf. 

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2009 kl. 13:23

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurður þú þreytist ekki á þessu Kóramáli. Er ekki staðreyndin sú að Jón er í minnihluta bæjarstjórnar og hafði ekkert með þessa samninga að gera. Það var meirihlutinn sem gerði þennan samning. Og stendur og fellur með honum. Síðan vil ég benda þér á að þeir sem bjuggu hér í Kópavogi voru flestir mjög sáttir við að áherslur hér fyrir tíma Sjálfstæðismanna var meiri á fólkið sem hér bjó heldur en byggingar og útþenslu. Þessi áhersla varð til þess að Kópavogur var kallaður "Félagsmálabærinn" Sjálfstæðismenn tóku við eftir að hér á landi lauk verbólgu og harðinda tíma sem hafði vegna forgangs fyrri meirihluta bitnað á endurnýjun gatna. Og síðan gerði Kópavogur alveg eins og ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og framsóknar að smátt og smátt varð þensla að einhverju töfra orði og menn farnir að tala um að byggja alla leið upp að Sandskeiðum. Þetta var kannski ekki það  fólkið í bænum var að biðja um. Hagmunir þeirra sem nú búa í Kópavogi eru ekki fólgnir í einhverjum leik um að byggja meira til að fá hærri tekjur sem hægt sé að eyða í Óperuhús og montbyggingar fyrir Bæjarstjóra og skaffa vinnu fyrir "Fyrrum fyrirtæki" hans.

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.2.2009 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband