Leita í fréttum mbl.is

Siðareglum neytt uppá bæjarfulltrúa með valdi

Fyrir um hálfu ári kom bæjarstjóri Kópavogs með þá hugmynd fram á fundi bæjarráðs Kópavogs að semja skyldi siðareglur fyrir bæjarfulltrúa og æðstu stjórnendur bæjarins. Þessi tillaga kom mér þægilega á óvart og sannast sagna átti ég ekki von á þessari hugmynd úr þessari átt!

Þegar bæjarráðsfulltrúar fóru að velta fyrir sér hvernig ætti að standa að gerð siðareglana kom í ljós að það átti að vinna þær að mestu á skrifstofu bæjarstjóra og síðan að leggja þær fram til samþykktar. Þetta er ekki sérlega lýðræðisleg en þó venjuleg stjórnsýsla undir stjórn þessa bæjarstjóra. Sem von er þá var hugmynd bæjarstjórans vel tekið en þó settir varnaglar við framkvæmd verksins og á fundi bæjarráðs í september var sérstaklega bókað það álit fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs að slíkar siðareglur ætti að inna í góðri sátt allra bæjarfulltrúa. Bæjarstjórinn bókaði af sinni alkunnu hógværð að "afgreiðsla og fullvinnsla siðareglna verður á höndum bæjarráðsfulltrúa, sem eru kjörnir fulltrúar."

Það gerist síðastliðinn fimmtudag að siðareglurnar eru lagðar fram "fullskapaðar" í bæjarráði og teknar til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í dag. Þar neitaði bæjarstjórinn að hlusta á röksemdir minnihlutans um að það væri hentugra að reglur sem þessar væru unnar í góðri sátt allra bæjarfulltrúa. Reglunum var vísað til síðari umræðu án þess að til kæmu nokkur sáttatónn um það að minnihlutaflokkarnir kæmu að gerð þeirra á einn eða annan hátt.

Nú veltir e.t.v. einhver fyrir sér af hverju ég set orðið "fullskapaðar" í gæsalappir. Það er þó einföld skýring á því. Reglurnar eru fullskapaðar svo langt sem þær ná, en í þær vantar marga þætti s.s. varðandi það að kjörnir bæjarfulltrúar geri grein fyrir hagsmunatengslum sínum við einkafyrirtæki og almenningshlutafélög og því hvaða fjárhagslegu hagsmuna þeir gætu átt í ýmsum málum. Þá er orðalag í þeim reglum sem meirihlutinn lagði fram í bæjarstjórn í dag til skammar svo ekki sé meira sagt. Stundum hefur verið sagt að orðalag sé tyrft, illskiljanlegt og erfitt yfirferðar, slíkar samlíkingar eiga sannarlega við um það skjal sem lagt var fyrir bæjarstjórn í dag.

Því miður virðist það því verða þannig að það verður Gunnars leið eða engin leið.  Siðareglur bæjarfulltrúa og æðstu stjórnenda bæjarins verður troðið uppá bæjarstjórn með meirihlutavaldi. Er það miður því reglur sem þessar geta hæglega orðið til þess að efla samstöðu og samvinnu bæjarfulltrúa og æðstu stjórnenda bæjarins. Ekki veitir af á þessum síðustu og verstu tímum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Það verður fróðlegt að sjá þessar siðareglur. Er fjallað eitthvað um mútur eins og þessi frétt er um?

Sigurður Haukur Gíslason, 10.2.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Sigurður,

það er reyndar talað um það já. "Kjörnir bæjarfulltrúar og stjórnendur skulu forðast alla hegðun innan og utan starfa þeirra fyrir hönd sveitarfélagsins sem gæti talist fela í sér að veita eða þiggja mútur og tilkynna um gjafir eða boð um ferðalög eða annað sem til verðmæta má telja. Slíkar tilkynningar skulu kjörnir bæjarfulltrúar leggja fram á fundum bæjarstjórnar en stjórnendur við næsta yfirboðara sinn."

Túlkist að vild.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 11.2.2009 kl. 00:05

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

En ... nei annars, það er ekkert talað um hagsmunatengsl bæjarfulltrúa gagnvart einkahlutafélögum og almannahlutafélögum sbr. frétt DV.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 11.2.2009 kl. 00:08

4 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Hjúkk, þá sluppu starfsmenn framkvæmdadeildar rétt fyrir horn. Eða hvað?

Sigurður Haukur Gíslason, 11.2.2009 kl. 00:10

5 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ja, þeim ber, skv. nýju reglunum að segja bæjarstjóra frá gjöfunum, styrkjunum. Það segir hins vegar ekkert um það hvað bæjarstjóri, "næsti yfirmaður", gerir síðan við þær upplýsingar sem hann fær. Á hann t.d. að segja frá því inná fundi bæjarráðs eða bæjarstjórnar að einstaklingar á ákv. deild hafi hlotið styrk frá ákv. fyrirtæki vegna utanlandsferðar?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 11.2.2009 kl. 00:13

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kópavogur á alla mína samúð - á hverjum degi, alla daga vikunnar, já allan ársins hring meðan þessi maður heldur um stjórntaumana.

En koma tímar koma ráð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 08:52

7 identicon

Þar sem ég er Kópavogsbúi þá tek ég samúðina frá Jenný til mín. Lentum í hagsmunaárekstri við hann þegar við vorum að byggja í Kópavoginum. Þess vegna kemur mér ekkert á óvart sem kemur frá honum. 

Hann og Davíð eru eins og steyptir úr sama andlega mótinu. Því miður fyrir okkur Kópavogsbúana.

Kidda (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 09:50

8 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Kópavogsbúar þurfa enga samúð, þeir kusu þetta yfir sig.  Hins vegar dáist ég að minnihlutanum að standa upp í hárinu á Gunnari á hverjum einasta degi.  Þið eigið heiður skilinn.

Sigríður Jósefsdóttir, 11.2.2009 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband