Ný ríkisstjórn undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttir fær mínar bestu óskir um gott gengi og farsæld á þeim stutta tíma sem henni er ætlað að stjórna. Það er ljóst að ríkisstjórninni bíða ærin verkefni, verkefni sem eru af stærðargráðu sem engin önnur ríkisstjórn hefur þurft að takast á við. Það þarf því duglegt og fullfrískt fólk til starfa og ég met það við nöfnu mína, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, að hafa tekið þá afstöðu að hugsa fyrst um sjálfa sig, koma sér til heilsu og huga síðan að flokknum sínum í aðdraganda kosninga í lok apríl.
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þann kraft sem býr í þeim Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni, hann er ljós öllum þeim sem nokkru sinni hafa hlýtt á þessi tvö flytja ræður af þeim eldmóði og krafti sem einkenna þau bæði. Það er ekkert launungarmál að ég hef meiri trú á forsætisráðherranum, hún hefur margsinnis sýnt það og sannað að hún lætur verkin tala. En ég verð í næstu 80 daga að treysta því að Steingrímur Jóhann hafi í ræðum sínum ekki einungis haft í frammi orðskrúð heldur að hann muni sýna það á næstu dögum að hann hafi líka kjark og þor til þess að takast á við verkefnin og framkvæma.
Í kvöldfréttum RUV kom síðan stuðningur úr óvæntri átt frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fyrrverandi menntamálaráðherra sem sagði að fátt óvænt og ekkert nýtt væri í stjórnarsáttmála og verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar. Það má því búast við því að hún, a.m.k., muni standa þétt við bakið á hinni nýju ríkisstjórn.
Verkefnaáætlun nýrrar ríkisstjórnar
Heimilin: Í þessum mánuði verði lögð fyrir Alþingi frumvörp um greiðsluaðlögun fyrir heimilin í landinu. Einnig greiðslujöfnun gengistryggðra lána og frestun nauðungaruppboða í allt að sex mánuði með reynt verður að tryggja búsetuöryggi. Gjaldþrotalögum breytt skuldurum í hag. Fólk megi nýta hluta af séreignarsparnaði til að mæta brýnum fjárhagsvanda. Bankarnir nýti öll úrræði sem íbúðalánasjóður hafi. Reglum Lánasjóðs námsmanna verður breytt þannig að fólk geti stundað lánshæft nám í stað þess að fara á atvinnuleysisbætur.
Atvinnulífið: Lagt verður í vinnuaflsfrekar framkvæmdir og þjóðhagslega hagkvæm verkefni. Frekari hugmyndir verða kynntar fljótlega. Engin ný áform um álver verði á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Útlánageta byggðastofnunar verði efld. Þá verði reynt að örva fjárfestingu innlendra og erlendra aðila. Brýnt sé að verðmati á eignum nýju bankanna verði hraðað og að framkvæmt verði bráðabirgðauppgjör í bönkunum. Ríkisbönkunum verði sett útlánamarkmið fyrri árið 2009 til að örva hagkerfið.
Efnahagsmál: Unnið verði í náinni í samvinnu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Skipt verði um yfirstjórn í Seðlabankanum. Einn seðlabankastjóri verði ráðinn á faglegum forsendum. Sérstakt peningastefnuráð beiti stjórntækjum bankans. Tekið verður saman yfirlit um lántökur og heildarskuldbindingar þjóðarbúsins. Alþjóðlegir sérfræðingar ráðnir til að aðstoða við samninga á alþjóðavettvangi vegna innistæðutrygginga og samninga við erlenda kröfuhafa gömlu bankanna.
Lýðræðisumbætur og breytingar á stjórnarskrá: Sameign þjóðarinnar á auðlyndum verði tryggð og réttur til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki þurfi að rjúfa þing til að breyta stjórnarskrá. Hægt verði að breyta henni með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá verði haldið Stjórnlagaþing. Kosningalögum breytt og persónukjör heimilað í kosningum til Alþingis. Þá verði gerðar breytingar á skipun hæstaréttardómara og lögum um ráðherraábyrgð.
Evrópumál: Evrópunefnd falið að ljúka úttekt á viðhorfum hagsmunaaðila til ESB og framtíðarhorfum í gjaldmiðlamálum. Skýrslu skilað 15. apríl 2009. Aðild að ESB verði aldrei ákveðin nema í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Jabb nú er að vona það besta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2009 kl. 20:17
Það er orðin venja að ég skrifi í ath.dálkinn þinn. Ekki skal bregða útaf vananum,en í stjórnmálum er tilfinning mín stundum eins og ég sé "fulla".Þ.E. Vil ekki vera að ybba mig,nema út af Breta/hegðuninni. Auðvitað er kraftur í Jóhönnu og Steingrími,þau eu búin að vera í hleðslu svo lengi sérstaklega Steingrímur. Ég vona að þú hafir séð Silfrið í dag,hagfræðinginn Gunnar og lækninn, með 7 tillögur í peningavandanum, aldeilis áhugavert. Ingo, ég er verulega hreykin af þér.
Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2009 kl. 02:46
Leit inn aftur skammaðist mín að muna ekki nafnið á lækninum,hann heitir Adrés Magnúss, LáraHanna hefur tekið þetta upp,(-:
Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2009 kl. 03:22
Hef ákvedid ad gefa tessari ríkisstjórn alla mína jákvædni.Jáhanna med alla sína reynslu,Katrín ung og skelegg kona, vantar kannski reynslu en med Kolbrúnu Halldórsdóttur ,Ástu R og adra em starfa med teim í ríkisstjórn verdu ródurinn kannski audveldari.Ég óska teim af öllu hjarta velfarnadar í starfi.
kvedja til tín úr Hyggestuen.
Gudrún Hauksdótttir, 2.2.2009 kl. 09:16
Jenný - ekki annað hægt en bíða og vona, ég ætla að gefa þeim frið í 3-4 vikur!
Helga, þú ert náttúrulega bara snillingur. Takk fyrir athugasemdirnar.
Guðrún, knús á þig til baka!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.2.2009 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.