Í morgun steig Björgvin G. Sigurðsson eitt eða tvö skref í rétta átt, átt að nýju upphafi og betra siðferði í íslenskum stjórnmálum.
Fyrsta skrefið og kannski það stærra hjá Björgvini var að fá stjórn Fjármálaeftirlitsins til að segja af sér um leið og fráfarandi stjórn komst að samkomulagi við forstjóra eftirlitsins um að víkja úr starfi sínu.
Annað skrefið var síðan brotthvarf Björgvins sjálfs úr stóli viðskiptaráðherra. Það er alveg ljóst, og hefur verið lengi, að Björgvini var haldið fyrir utan hringiðu bankamálanna bæði af hálfu forstjóra Fjármálaeftirlitins og ekki síður af formanni stjórnar Seðlabankans, Davíð Oddssyni. Þegar þetta varð ljóst, um miðjan október að mig minnir, þá hefði Björgvin gert rétt í því að taka þau skref sem hann tók loksins í morgun.
Skref Björgvins í morgun komu klárlega of seint, kannski ekki 110 dögum of seint en örugglega 70-90 dögum of seint. Það breytir þó ekki því að skref Björgvins í morgun eru FYRSTU skrefin í rétta átt og nú sit ég, rétt eins og þorri þjóðarinnar, og bíð eftir næstu skrefum sem að mínu mati eiga að koma úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins.
Rökrétt skref eru að fjármálaráðherra, Árni Mathiessen, segi af sér auk þess sem Geir Haarde, forsætisráðherra, víkur stjórn Seðlabankans frá störfum og sýni þar með þjóðinni og umheiminum öllum að það er raunverulegur vilji íslenskrar þjóðar og stjórnvalda að taka á þeim vanda sem upp er kominn. Hann er vissulega að hluta til vegna alþjóðlegrar fjármálakreppu en hann er ekki síður heimatilbúinn að stórum hluta. Með því að taka þessi skref held ég að Geir tryggi það að í huga þjóðarinnar verði hann maður að meiri við brotthvarf sitt úr stjórnmálum en ekki einungis strengjabrúða Davíðs Oddssonar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
gasalega erum við eitthvað sammála í dag Ingó :)
Elfur Logadóttir, 25.1.2009 kl. 15:13
Þetta er að þokast í áttina, enda erfitt að horfa fram hjá undiröldunni í þjóðfélaginu og stigmagnandi læti.
Vissulega er stór hluti af því hvernig komið er ýmist vanhæfni og/eða spilling sem og hvað gullkálfurinn var dýrkaður grimmt hérna undir stöðugri áeggjan þeirra sem vel líkaði og hagsmunaaðila, pótintátar kyrjandi möntruna um það hversu græðgin væri nú góð fyrir okkur öll, fólk var farið að trúa því og gleypti við hverju sem haldið var fram af jakkafataklæddum erindrekum greiningardeildanna sem eru í raun ekkert annað en auglýsinga og áróðursstofur banka og fjármálafyrirtækja, hagfræðingar flestir dönsuðu glaðir með, fáir nenntu orðið að malda í móin, kostaði bara leiðindi og aðhlátur.
En það hangir meira á spýtunni, fólk verður að fara að átta sig á atburðunum í stærra samhengi, flest bendir til að fáar tilviljanir séu í þessari atburðarás sem er farinn í gang og flestum óar við, það hriktir í öllum stoðum fjármálakerfis heimsins og vopnabrak utan úr heimi gerist æ háværara svo erfitt er að leiða hjá sér orðið. Heimskreppur verða ekki til fyrir tilviljanir eða óheppni í bland við óforsjálni og græðgi. Ég bendi á þessa lesningu til að glöggva sig á hvað ég er að fara og því hvernig þetta megi vera, mest sögulegar staðreyndir, en settar í samhengi og skýra aðeins hvernig kaupin gerast á eyrinni hjá efstu lögum píramítans. Ömurlegt, en ég er sannfærður um að allt sem kemur þarna fram sé meira og minna rétt. Skýrir ansi margt og ekki síst það sem er að dembast yfir okkur núna þótt ritað sé 1979. Efni sem allir hafa gott af að setja sig aðeins ínn í eða rifja upp.
Georg P Sveinbjörnsson, 25.1.2009 kl. 17:12
Sæll Ægir, það er vissulega rétt að á þessum tímapunkti er Björgvin að bjarga sinni pólitísku framtíð. Ég met það þó einnig svo að hann sé loksins að stíga fyrstu skrefin í rétta átt frá þeim vanda sem íslenskt efnahagslíf er komið í. Með því er hann að setja fordæmi fyrir aðra íslenska stjórnmálamenn, bæði þá sem sitja nú á þingi og ekki síður fyrir þá sem kjörnir verða á þing í vor. Það er í raun skömm íslenskra stjórnmála hversu slakir þeir hafa verið að axla pólitíska ábyrgð. Með afsögn Björgvins í dag ber ég þá von í brjósti að í framtíðinni verði litið verði til þess og að íslenskir stjórnmálamenn fari að skilja muninn á pólitískri ábyrgð og persónulegri. Það sama á sannarlega við um embættismenn, s.s. eins og forstjóra FME og seðlabankastjóra.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 25.1.2009 kl. 20:53
Það getur verið að Björgvin sé að bjarga eigin skinni en það sem skiptir meira máli er að þetta setur mikla pressu á Sjálfstæðisflokkinn að skipta um Seðlabankastjórnina og afsögn Árna Matt.
Sigurður Haukur Gíslason, 25.1.2009 kl. 21:53
Björgvin segir af sér korteri fyrir líkleg stjórnarslit sem er allt of seint til að teljast trúverðugt.
Davíð Oddsson heldur hins vegar Sjálfstæðisflokknum í gíslingu eins og ég hef bent á áður. http://krissi46.blog.is/blog/krissi46/entry/738261/
Stjórnarflokkarnir 2 geta lært mikið af niðurstöðu landsfundar Framsóknarflokksins. Ég tel að fylgisaukningu Framsóknar meigi alls ekki þakka einhverri gjörbreyttri stefnumótun. Hún er fyrst og fremst til komin vegna " hreinsunar " á þeim ráðamönnum flokksins sem voru viðriðnir stjórnarsamstarf síðustu ríkisstjórna. Sigmundur Davíð er " óspilltur " og afstaða Framsóknarmanna sjálfra kristallast bezt í því að Páll Magnússon fær í raun sneypulega kosningu. Þessi " hreinsun " Framsóknarflokksins gefur breyttri stefnu aukið vægi og trúverðugleika.
Spurningin er nú sú; hvort stjórnarflokkarnir dragi lærdóm af þessu og hreinsi til í sínu liði ? Björgvin er farinn hjá Samfylkingunni og spurning hvort ekki þurfi meira til.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert farin að gera og kjósendur munu örugglega sína vanþóknun sína í næstu kosningum. Því lengur sem þeir bíða; því meira verður fylgistapið.
Kristján Þór Gunnarsson, 26.1.2009 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.