Leita í fréttum mbl.is

Frábær fundur

Í kvöld var ég á frábærum fundi Samfylkingarinnar í Kópavogi þar sem farið var yfir atburði síðustu klukkustunda og ástæður þess að uppúr slitnaði í stjórnarsamstarfinu með Sjálfstæðisflokknum. Rétt um 50 manns voru á fundinum og eins og gefur að skilja voru skiptar skoðanir meðal fundarmanna um það hvort niðurstaða dagsins hafi verið rétt eða ekki. Þingmenn kjördæmisins mættu allir á fundinn og útskýrðu þeir sína sýn á málið og sögðu í stuttu máli frá samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Sannast sagna var það á köflum eins og að hlusta á góða skáldsögu að heyra hvernig hlutirnir gengu fyrir sig og hvernig Sjálfstæðisflokkurinn virkar í ríkisstjórn sem síðastliðið haust þurfti að takast á við erfiðustu aðstæður sem skapast hafa í íslensku samfélagi á lýðveldistíma.

Fundurinn samþykkti ályktun þar sem fullum stuðningi er lýst við störf þingflokksins og formann flokksins á erfiðum tímum. Ég greiddi þeirri ályktun atkvæði mitt þrátt fyrir að hafa á undanförnum vikum verið í verulegum vafa um hvort ég ætti samleið með flokknum eða ekki. Mér hefur sannarlega stundum fundist eins og forysta flokksins væri í engu jarðsambandi með grasrótinni og kjósendum. Í kvöld mættu sjálfsagt margir sem var eins innanbrjósts en þegar menn yfirgáfu fundinn um 3 klukkustundum síðar var það samhentur, samstæður hópur sem horfði bjartsýnn til framtíðar.

Útskýringar og frásagnir þingmanna og fleiri sem staðið hafa nærri atburðarrásinni undanfarna daga færðu mig aftur heim og ég get ekki annað en fagnað því. Ég mun sofa vært í nótt, viss um að ef ný ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar tekur við á morgun mun íslensku samfélagi verða betur borgið en undir leiðsögn Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú ert að lýsa,eins og það kemur mér fyrir sjónir,     orðin leið já og soldið reið,  afhverju? Þú/við fengum engar fréttir,eftir að útlendingarnir fóru heyrðist ekkert í þeim Geir og Björgvini. Í viðtali hjá Ingva Hrafni í kvöld lýsti Björgvin einmitt mistökum sínum(þeirra) að hafa ekki haldið áfram með þessa fundi,til að upplýsa hvað var í gangi hjá þeim. Björgvin var hreint afbragð,hann "sólaði"Ingva Hrafn  upp úr stólnum. Ég hreyfst mjög af honum.

Helga Kristjánsdóttir, 27.1.2009 kl. 00:07

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Æi, hefði átt að mæta, ætli mér sé ekki eins farið og þér Ingibjörg. Finnst í það minnsta vel hafa verið unnið úr málum í dag - og að tefla Jóhönnu fram er líklega eina færa leiðin - og hún er snilld.

Helgi Jóhann Hauksson, 27.1.2009 kl. 03:36

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gott og vel, hér færðu mína skoðun.

Ég var að hugsa um allar yfirlýsingar fyrrverandi stjórnar varðandi samstarf.  Heilindi, hreinskiptni, samráð, vinskapur, virðing.

Um leið og stjórnin sprakk virðist allt hafa verið ómögulegt.

Af hverju eru stjórnmálamenn alltaf ljúgandi?

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.1.2009 kl. 09:37

4 Smámynd: Kristján Logason

Plott um völd hefur komið okkur í skammarlega stöðu og séð til þess að vont hefur versnað.

Það er vonandi að stjórnmálamenn framtíðar fari að hugsa á öðrum nótum en verið hefur. Þörf er á.

Hér þarf hugsjónafólk ekki frampotara. Það á eftir að sjást hjá Samfylkingu (sem og öðrum) að hún hreinsi til í sínum flokki og setji málefni ofar mönnum.

Ef ekki eru stjórnmálin innan flokkana í Íslandi búin að vera og tími til að reyna nýja hluti.

Flokksræðið sem við höfum virkar ekki 

Kristján Logason, 27.1.2009 kl. 10:49

5 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ég held að það þurfi fljótlega að taka mótmælaskiltin fram aftur þó SJS og ISG nái saman um að "stjórna" fram að kosningum. Minnihlutastjórn með fulltingi og hlutleysi framsóknar já sæll má ég þá byðja um addakiddagau og hans lið nei ekki henda skiltunum ég hef grun um að það verði fljótlega þörf á þeim aftur en maður spyr sig....

Þórarinn M Friðgeirsson, 27.1.2009 kl. 15:06

6 identicon

Þingmenn Samfylkingarinnar er góðir sölumenn.

Skilja landsstjórnina í rjúkandi rúst og hlusta ekki á fólk fyrr enn kamarinn stendur í ljósum logum.

Á einum fundi segja þeir fólki síðan allt sem það vill heyra og fá fyrirgefningu á öllu?

En það verða vonandi haldin opin prófkjör fyrir næstu kosningar og við skulum sjá hvort óbreyttir Samfylkingarkjósendur verða búnir að gleyma vandræðaganginum sl. mánuði.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:18

7 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Helga - þú ert bara snilld!

Helgi - auðvitað áttir þú að mæta drengur!

Jenný - veistu hvað ég hef oft spurt mig þessarar spurningar? Ég er alltaf að komast betur og betur að því að ég er lélegur stjórnmálamaður, er ekki nógu lygin og alls ekki nógu minnug til að muna hverju ég hef logið og hverju ekki! Reyni þess vegna að segja satt, alltaf.

Stjáni - sammála þér að mestu.

Þórarinn - sammála þér, passið uppá skiltin, það þarf aðhald og þið sem hafið gott minni þurfið að muna hvað hefur gerst, hvað hefur verið vel gert og hvað illa.

Þráinn - þeir sem eru komnir á Alþingi eru flestir góðir sölumenn. Þú þarft að selja sjálfan þig og sumir selja jafnvel ömmu sína. Sjá athugasemd mína til Jennýjar hér að ofan um lygina. Ég er ekki viss um að prófkjör verði haldin allsstaðar en það þarf endurnýjun, það er alveg klárt.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 27.1.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband