28.11.2008
Áróðursmaskína íhaldsins farin af stað
Það var broslegt að heyra síðdegisútvarpið á Bylgjunni í dag. Greinilegt er að áróðursmaskína íhaldsins hefur fengið fyrirskipanir og í lofi og lasti dagsins hringdu stuttbuxnadrengir í umvörpum og hrósuðu Geir Hilmari og Davíð fyrir hugdirfsku þeirra, dugnað og ráðdeildarsemi á örlagatímum.
Það var ekki laust við að kjánahrollurinn góði gerði vart við sig, en þó varð það ekki svo heldur fannst mér það óskaplega fyndið þegar uppvöxnu stuttbuxnadrengirnir hringdu hver af öðrum og hrósuðu ráðherranum. Mest fannst mér fyndið að heyra í Tuma vini mínum, sem ég trúi ekki að hringi á degi hverjum, en hann fylgir fyrirmælum flokksins - það veit ég. Mér finnst svo sem ekkert að því að stöku menn hrósi Geir, en þegar það er gert með þessum hætti verður þetta ekki aðeins kjánalegt, heldur beinlínis hallærislegt.
Mætum öll á mótmælafund á Austurvelli kl. 15 á morgun og ítrekum kröfur okkar um endurnýjun í æðstu valdastöðum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Vonandi mætum við fleiri en nokkru sinni
Hólmdís Hjartardóttir, 28.11.2008 kl. 18:32
Ég heyrði þetta á Bylgjunni líka og tek undir með þessu fólki sem hringdi inn og hrósaði Geir og félögum. Mér finnst svolítil óvirðing að uppnefna þetta fólk. En lopapeysudeild vinstri grænna hefur væntanlega fengið dagskipunina og reynir að smala sem flestum á kosningafund flokksins á Austurvelli á morgun.
Hlynsi (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 00:40
Það er alltaf fyndið þegar fólk fær kjánahroll þegar það áttar sig á því að það er í alvörunni til fólk sem hefur ekki sömu skoðun og það sjálft . . .
Magnús V. Skúlason, 29.11.2008 kl. 01:46
Hlynsi ég hef ekki hugmynd um hvað lopapeysudeild vinstri grænna er að gera, sennilega eitthvað svipað og stuttbuxnadeild íhaldsins. Uppnefni hvað? Það er ekki annað að sjá en þú sért sjálfur að uppnefna deild innan vg í þinni athugasemd. Auk þess þorir þú ekki að skrifa þitt rétta nafn, sem er kannski eðlilegt miðað við málstaðinn.
Magnús, ég hef ekkert á móti því að fólk hafi aðrar skoðanir en ég, auk þess fékk ég ekki kjánahroll ... en það lá við.
frú heimur, hver talar niður hvað og hver er með áróður? Hér tjái ég mínar skoðanir og hvet til þess að menn mæti á mótmælafund. Það er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort hann mæti. Minn "áróður" fer fram hér á minni bloggsíðu, þú þarft ekki að vera hér og lesa mínar færslur frekar en þú vilt. Auk þess þorir þú ekki að skrifa þitt rétta nafn, sem er kannski eðlilegt miðað við málstaðinn.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 29.11.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.