Leita í fréttum mbl.is

Sameinuð stöndum við ... öll 500!

Annan laugardaginn í röð skellti ég mér á Austurvöll til að treysta mín heit. Í dag var fjölmenni á vellinum, a.m.k. 12 sinnum 500 manns og stemmingin var engu lík. Íslendingar eru ekki sérstaklega duglegir við að tjá tilfinningar sínar, þeir eru ekki mikið fyrir að opinbera sig á nokkurn hátt og það að láta heyrast í sér á opinberum vettvangi er aðeins örfáum gefið. Þetta hef ég margsinnis reynt á fótboltavellinum þar sem stúkugestir sitja og styðja sitt lið í hljóði. Örfáir ungir menn hafa síðustu sumur haft sig í frammi eftir að hafa styrkt hjarta sitt og sál á öldurhúsi fyrir hvern leik. Svo hafa reyndar alltaf verið til einn og einn kverúlant sem hefur látið í sér heyra og hlotið augngotur frá samferðafólki sínu að launum.

Á Austurvelli í dag stóð almenningur ekki þögull og horfði á. Hörður Torfason stemmdi saman hópinn og á vellinum hljómaði saman krafan um ábyrgð og lýðræði í íslensku samfélagi. Þetta var hressandi að hrópa hátt og snjallt JÁ þegar Hörður spurði spurninga, það var hressandi að taka undir með ræðumönnum og klappa þeim lof í lófa ... það var hressandi að leyfa tilfinningunum aðeins að brjótast fram. Þær hafa smátt og smátt verið að gægjast fram í dagsljósið hjá Íslendingum og ráðamenn landsins hafa smá saman orðið hræddari og hræddari um stöðu sína gagnvart þjóðinni. Ég rölti aðeins um á vellinum og sá þar gamla og núverandi samferðarmenn mína í gengnum tíðina. Öll vorum við þarna í þeim tilgangi að láta stjórnmálamenn þjóðarinnar vita að okkur stendur ekki á sama.

Viðar Þorsteinsson, heimspekingur, átti ræðu dagsins að mínu mati. Hann flutti ræðu sína svo umbúðalaust. Hér ræður gömul og gjörspillt klíka ríkjum, hér er ekkert raunverulegt lýðræði, stjórnmálamennirnir fara sínu fram hvort sem þjóðin fylgi þeim að málum eða ekki. Fjölmiðlar taka vísvitandi þátt í spillingunni með því að verja þessi sömu öfl, sem oftar en ekki eru eigendur þeirra og launagreiðendur. Það sáum við best um síðustu helgi þegar eggjakast nokkurra reiðra ungmenna var aðalumræðuefni fjölmiðlanna eftir frábæran og FRIÐSAMAN útifund á Austurvelli.

Ég hlakka til næstu helgi, að geta aftur átt stund með alþýðu landsins í mótmælum á Austurvelli. Ég verð þó að viðurkenna að ég vona að í millitíðinni verði einhver úr hópi spillingaraflanna búinn að átta sig og farinn frá, hvort sem það er stjórn Seðlabankans, stjórn Fjármálaeftirlitsins eða stjórn Ríkisins. Viðar Þorsteinsson benti á að það þyrfti að stofna lýðveldið Ísland uppá nýtt ... ég hef heyrt verri hugmynd!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Velkomin í hóp minna bloggvina.Hlakka til ad fylgjast med tér og tínum.

Ég mæti á næsta laugardag tá komin til landsins.

Med kvedjur frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 16.11.2008 kl. 08:50

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Allar ræðurnar voru flottar - það gladdi mitt íslenska hjarta að hlusta á málflutninginn. Hér var talað tæpitungulaust og allt morandi í góðum hugmyndum um hið nýja Ísland.

Hjálmtýr V Heiðdal, 16.11.2008 kl. 11:17

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Merkilegt hvað þessir fimmhundruðmannahópur er drjúgur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2008 kl. 16:18

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Nákvæmlega Jenný, annars var fréttaflutningur af fundinum góður að mínu mati. Fjölmiðlarnir hafa greinilega hlustað á þá gagnrýni sem þeir fengu eftir fundinn fyrir viku og núna var eggjakastið í bakgrunni frétta af FJÖLMENNUM útifundi á Austurvelli. Þetta verður í síðasta sinn sem ég mun vísa til 500 manna fundar á Austurvelli, hér eftir mun ég bæta þessum 500 við uppgefna tölu!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 16.11.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband