Leita í fréttum mbl.is

Mæliglasið að fyllast

Það er auðheyrt úti í samfélaginu að mæliglas almennings, skrílsins og verkalýðsins er að fyllast. Mæliglas flokksbundinna sem óflokksbundinna er að fyllast og sumir þingmenn hafa jafnvel tjáð sig opinberlega um að þeirra mæliglas sé við það að verða fullt.

Síðustu 40 daga höfum við Íslendingar beðið eftir því að fá upplýsingar um það sem raunverulega er í gangi. Í byrjun októbermánaðar bað forsætisráðherra Guð að blessa íslensku þjóðina. Það má vera sjálfsagt að forsætisráðherra biðji um blessun Guðs hvenær sem er á árinu, en þessi bón ráðherrans hefur orðið mér æ meira umhugsunarefni. Hvað er það sem Geir veit en vill ekki deila með sinni þjóð? Hann vill ekki heldur deila því með flokksmönnum sínum eða Alþingi. Og það er þessi óvissa sem er að fylla mæliglas mitt og þjóðarinnar allrar bæði hratt og örugglega.

Á meðan Geir heldur þjóðinni í óvissu og myrkri grassera kjaftasögur, úlfaldagerðir eru gróskumestu fyrirtæki landsins þar sem hver mýflugan af annarri sprettur fram sem fullgildur úlfaldi. Af hverju má þjóðin ekki heyra sannleikann? Af hverju heldur Geir ennþá hlífiskildi yfir stjórn Seðlabanka Íslands? Af hverju hefur enginn ráðherra gengið fram fyrir skjöldu og segir að hann hafi ekki verið starfi sínu vaxinn? Af hverju kom bankakreppan ráðamönnum þjóðarinnar svona gríðarlega mikið á óvart? Af hverju er ekki löngu komin yfirlýsing um að Íslendingar ætli að taka upp Evru eða aðra erlenda mynt? Af hverju er ekki löngu komin yfirlýsing um að Íslendingar ætli að vera þjóð meðal þjóða og ganga í Evrópusambandið, eða a.m.k. hefja aðildarviðræður þar um? Af hverju hafa fjölmiðlamenn ekki gengið fastar fram en þeir hafa gert og krafið ráðherra svara? Af hverju hefur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn ekki gengið frá láni til Íslendinga? Eftir hverju er verið að bíða?

Á meðan íslensk þjóð bíður, þá fyllist mæliglasið. Það skvettist ögn uppúr því á Austurvelli sl. laugardag. Það þarf enginn að efast um að gusugangurinn verður mun meiri næstkomandi laugardag ef ráðherrar ríkisstjórnarinnar ætla að halda áfram að hafa öll ljós slökkt og halda þjóðinni óupplýstri um stöðu mála. Stundum er betra að segja hinn óþægilega sannleika hreint út. Það er í það minnsta stórmannlegra og heiðarlegra.

Að endingu óska ég þess að mótmælendur á Austurvelli nk. laugardag verði ekki með skrílslæti.

Skrílslæti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

Sæl Ingibjörg.

Þolinmæði mín er brostinn gagnvart Samfylkingunni,ég sem kaus hana í síðustu kostningum.

Vonir mínar til flokksins, urðu fyrir skaöa strax við stjórnarmynduna, og þá sérstaklega ráðherraval, svo komu vonbrigðinn hver af öðrum fyrst var að ekki var gegið í að afnema eftirlaunalögin tafarlaust, svo að álit mannréttardómstól Evrópu, skyldi ignoerað. svo að fokkurinn hafi ekki beitt sér fyrir afnámi núverandi kvótakerfis. Útgjöld til varnamála yfir 1500 milljónir. Ráðning Þorsteins Davíðssonar í dómaraembætti. Ekki sé búið að skipta út stjórn og stjórnendum Seðlabankans. Hringlandaháttur Björgvins, og Össurar við hrun bankakerfinsins. Geir situr hvorki skemur né lengur en Samfylkingin ákveður.

Læt þetta nægja þó fátt eitt upptalið.

Hefði aldrei trúað því að Samfylkinginn færi að fullu í fótspor Framsóknar, og kokgleypti all er frá Íhaldinu kæmi, bara fyrir að halda mjúkum sessum ráðherrastólanna.

haraldurhar, 10.11.2008 kl. 23:30

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Haraldur, mér er það fjarri skapi ... en ég get tæplega verið annað en sammála þér. Lifi þó enn um sinn í voninni um að úr rætist.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 10.11.2008 kl. 23:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gamla hjólbeinótta herfan ætlar að ganga á jörkunum niður Laugaveginn.Hún er hró! (eftir látið) Hún var ekki ein af skrílnum,sei,sei,nei, hún gerði ekkert af sér nema "hitt"áður en hún dó.     Er búin að endurheimta glensið,takk fyrir Ingo mín.

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2008 kl. 00:52

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þennan pistil.

Ég er búin að fá nóg, fyrir löngu reyndar.

En lengi virðist vont geta versnað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.11.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband