28.10.2008
Á maður að gefast upp?
Eftir tíðindi dagsins þá hef ég velt þeirri spurningu fyrir mér hvort maður eigi ekki bara að gefast upp. 18% stýrivextir frá Seðlabanka Íslands á tímum þar sem allt er við það að stöðvast. Seðlabankastjóri, sem hefur haldið stýrivöxtum í 14-15% um langa hríð var kankvís þegar hann benti á að 50% hækkunin í dag væri ekki honum að kenna heldur Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Ætli bankastjórinn hafi hugsað með sér ... Ég sagði ykkur það! Ég vona ekki.
Það vill svo til að ég vinn með mönnum sem almennt eru taldir hafa nokkuð vit á fjármálum, eru þeir til þess menntaðir og hafa margvíslega reynslu úr fjármálageiranum og rekstri að baki. Í dag voru þeir heldur fámálir um framhaldið. Jú einn benti á að hækkunin hefði sennilega verið nauðsynleg til þess að halda fjármagni, jöklabréfum, samjúræabréfum og hvað þau nú heita, inní landinu. Ekki dettur mér í hug að rökræða það við hann og sjálfsagt er eitthvað til í þessu hjá honum. Það breytir ekki því að í dag hef ég ítrekað spurt mig þeirrar spurningar hvort við ættum ekki bara að lyfta upp báðum höndum og segja: Ég gefst upp!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Til að þrauka þá þurfum við að einblína á framtíðina. Allar þessar þrautir sem yfir okkur dynja akkúrat núna þessa dagana; já og líklega næstu mánuðina munu leiða til betra þjóðfélags þegar upp verður staðið. Ég keypti mína fyrstu íbúð í óðaverðbólgunni sem geisaði 1981-1984. Ef ég man rétt þá hækkuðu lánin á íbúðinni árið 1982 heilum 30% meira en launin. Einhver eign sem til staðar var þegar íbúðin var keypt; brann upp á 1 ári og gott betur en það þ.s. andvirði lánsins var komið yfir 120% af andvirði íbúðarinnar. Það á aðeins 1 ári ! Eitthvað þessu líkt er núna í uppsiglingu en munurinn er að við höfum reynsluna núna og 1982 var Jóhann Sigurðardóttir ekki félagsmálaráðherra.
Kristján Þór Gunnarsson, 28.10.2008 kl. 22:25
Sæll Krissi, þetta er auðvitað rétt hjá þér. En ég skil vel fólk sem veltir því fyrir sér að gefast bara upp. Við, almenningur í þessu landi, virðumst ekki hafa eitt eða neitt um þessa atburðarrás alla að segja og svo virðist sem stjórnmálamennirnir, hvort sem við kusum þá til valda eða ekki, séu ekki tilbúnir að stíga þau skref sem þarf til að vekja aftur traust meðal þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar þess vegna!
Mín skoðun er sú að maðurinn sem tilkynnti stýrivaxta hækkunina í dag eigi alls ekki að vera í þessari stöðu, hann er rúinn öllu trausti og 90% þjóðarinnar er sammála því. Margir margir fleiri bera ábyrgð, ekki bara sjálfstæðismenn og framsóknarmenn (sem þó bera þyngstu birgðirnar) mitt fólk í Samfylkingunni ber líka ábyrgð. Ég, þú og allir þeir sem tóku þátt í neyslunni á síðustu 3-5 árum berum líka okkar ábyrgð. Mér sýnist hins vegar að aðeins við, ég og þú, eigum að axla þá ábyrgð. Útrásarvíkingarnir benda hver á annan, bankastjórarnir segjast enga ábyrgð bera og fjármálaeftirlitið kannast ekki við neitt.
Í mínum huga er í raun um tvennt að ræða; gefast upp eða taka vel á móti. Ég fæ ekki séð að ríkisstjórnin sé að taka vel á móti, Bretar komast upp með að níðast á okkur eins og hryðjuverkamönnum, gjaldeyrissjóðurinn má sparka í liggjandi atvinnuvegi og við tökum þessu öllu þegjandi og hljóðalaust. Hvar eru allir PR-mennirnir sem hafa vaðið á súðum undanfarin ár? Hvar er vörnin sem við ætlum að spila? Við verðum að taka vel á móti ... eða gefast upp!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 28.10.2008 kl. 23:33
NEI! GÓÐA,það er leikur á morgun. Sagt er að við færumst ca.30 ár aftur hvað kaupmátt varðar,þótt ég geti leikandi rennt huganum til þess tima,verður hann ekki viðmiðunarhæfur,ekki að öllu leiti.
Ég hlustaði á minningarorð prests við útför síðastliðinn Föstudag.Æviferill mætrar konu sem fædd var 1923 rakinn .Hún átti 16 systkin,algengt á þeim tíma,mannauður dagsins í dag.
Okkur miðar alltaf eitthvað fram á veg,smá bakkgír til að komast fram hjá forinni á fasta viðspyrnu,í lagi,þeir sterkustu fara út og ýta,meðal annara þið. Kveðja.
Helga Kristjánsdóttir, 30.10.2008 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.