Leita í fréttum mbl.is

Tveggja vikna afslöppun á Íslandi

Undanfarnar tvær vikur hef ég unað mér við leik en engin störf og hef notið hverrar mínútu til hins ítrasta. Veðrið á Íslandi hefur verið algjörlega magnað og ég var svo heppin að eyða dögunum frá 27. júlí - 1. ágúst við Úlfljótsvatn þar sem hitinn var á köflum hreint óbærilegur. Algjörlega magnaðir dagar engu að síður þar sem afslöppunin var engu lík.

Reyndar hóf ég ferðalag mitt föstudaginn 25. júlí þegar ég brá mér vestur á Snæfellsnes með Veiðifélaginu. Þar var ég í tvær nætur ásamt fríðu föruneyti. Tilgangur ferðarinnar var að veiða nokkrar bröndur úr vötnunum við Vatnaleiðina en sökum veðurs þá létu bröndurnar ekki ná sér. Ferðin á nesið var hins vegar æðisleg og eyddi ég megninu af sunnudeginum í siglingu um Breiðafjörð með Eyjaferðum. Það er algjörlega óborganlegt að sigla um Breiðafjörðinn þegar veðrið leikur svona við mann, spegilsléttur sjór og hitinn eins og hann gerist bestur.

Litli Prinsinn í faðmi frænku sinnarAð aflokinni ferð á Snæfellsnes lá leið mín austur að Úlfljótsvatni þar sem foreldrar mínir höfðu sumarbústað á leigu í eina viku. Þau komu í bústaðinn á föstudag ásamt Bubbu systur minni en þar sem hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að verða amma þá um helgina þá eyddi hún ekki þeim tíma þar sem hún hafði ætlað. Eins og hún orðaði það sjálf: „Það er kjánalegt að eyða helginni í bústað en sofa heima hjá sér!" Hinni hennar Bubbu eignaðist nefnilega yndislegan son þann 26. júlí og var Bubba að sjálfsögðu ekki fjarri þegar sá atburður átti sér stað. Óska ég henni, Hinna og Ástu innilega til hamingju með litla yndislega prinsinn.

Það var ljúft að eyða þessari viku með foreldrum mínum í bústaðnum, þangað komu systkini mín og þeirra fjölskyldur og var gestagangur og margmenni í bústaðnum. Nóg pláss var fyrir alla og menn nutu veðurblíðunnar í botn. Á það ekki síst við um fimmtudaginn 30. júlí þegar hitamet var slegið í næsta nágrenni við Úlfljótsvatn, á Þingvöllum en opinberir mælar þar fóru í 29,7 gráður. Hitinn á bústaðnum okkar sló yfir 30 gráðurnar og var allt að því óbærilegt að vera þar. Hið góða við þennan mikla hita var þó engu að síður að flugan, sem öllu jöfnu hefur sig talsvert í frammi við Úlfljótsvatn, virtist ekki hafa kjark eða þor til að ergja okkur í þessum hita og vorum við ákaflega sátt við það.

Myndir úr ferðunum mínum og af litla prinsinum munu birtast á flickr síðunni minni nú um helgina. Óska ég lesendum síðunnar farsællar og slysalausrar Verslunarmannahelgar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Til hamingju með litla frændan, það er einhvernveginn svo mikið kraftaverk þegar litlir einstaklingar ná að fæðast í þennan heim. -

Þegar maður hugsar um allt,  sem þeir, þurfa að ganga í gegnum áður en, að fæðingu þeirra kemur. -

 Mikið held ég líka að það hafi verið sérkennilega notalegt að upplifa þennan mikla og þægilega hita i sumarbústaðum, alveg óvænt. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.8.2008 kl. 01:39

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Til hamingju með frændann,hlakka til að sjá myndirnar af þér með hann,afasystir.

Helga Kristjánsdóttir, 2.8.2008 kl. 03:21

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Kærar þakkir fyrir kveðjurnar báðar tvær. Þessi litli prins er sannkallað kraftaverk! Og svona líka undurfagur eins og hann á ætt til .

Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.8.2008 kl. 14:36

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Helga, þú meintir sjálfsagt ömmusystir!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.8.2008 kl. 14:36

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

OK (meinti það ,ruglaði ,fjölskildutitlunum en rétt er ömmusystir sæta mín)       hm, lafði, Ingibjörg.

Helga Kristjánsdóttir, 5.8.2008 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband