Leita í fréttum mbl.is

Lognið á undan storminum

Ætli nú sé lognið á undan storminum. Andleysið hefur verið að ganga frá mér þessa dagana, kannski fór svona mikið í jazz tónleikana um daginn? Kannski er það bara málið að ég nenni ekki að sitja við tölvuna á kvöldin þegar veðrið er svona gott. Ég er búin að fara í nokkra hressandi göngutúra síðustu kvöld og dregið að mér fullt af fersku og góðu súrefni. Frábært.

Annars viðurkenni ég að ég horfi dálítið á fótbolta þessa dagana, bæði í sjónvarpinu á EM og hér heima á knattspyrnuvöllum landsins. Ekki amalegt það. Kosturinn við það að fara á völlinn og sjá íslenskt knattspyrnufólk reyna með sér (móti því að sitja í sófanum og horfa á bestu knattspyrnumenn Evrópu) er að þar hittir maður mann og annan og getur átt vitrænt spjall.

Ekki það að mér finnist samskiptin hér á blogginu eitthvað þurr, þvert á móti, en þegar ég á þess kost þá kýs ég helst að eiga samskipti við fólk augliti til auglitis frekar en á lyklaborðinu. Þó það geti verið mjög gott svona inn á milli.

En til að gleðja bloggvini mína þá ætla ég að færa ykkur dásamlega uppskrift að sumarlegu kjúklingasalati á grænmetis beði sem ég eldaði fyrir vinnufélaga mína í dag. Ægir, það væri gaman að sjá mynd af þessari framreiðslu hjá þér svona sem mótvægi við saltkjötið í vetur!

Ummmm ... virkilega gott.

Kjúklingasalat Hrefnu

  • ½ bolli olía
  • ¼ bolli balsamik edik
  • 2 msk. sykur
  • 2 msk. soyjasósa

sjóða saman í ca. 1 mínútu, kæla og hræra í á meðan það kólnar. Þessu er dreift yfir salatið þegar það er tilbúið til framreiðslu.

  • 1 pk. af instant súpunúðlum með kryddi
  • 1 pk. möndluflögur eða heslihnetuflögur
  • Sesamfræ

Rista saman á pönnu í olíu, það tekur lengstan tímann að brúna núðlurnar, svo hneturnar og sesamfræin þurfa bara stuttan tíma. (Ég setti líka furuhnetur í þennan pakka, mjög gott)

  • 4 kjúklingabringur
  • 1 fl. Sweet Hot Chilisósa

bringurnar eru skornar í strimla og snöggsteiktar í olíu, sweet hot chilisósu og látið malla í smá stund. Þegar kjúklingurinn er steiktur á hann það til að blotna mikið (þ.e. það rennur úr honum vökvi), ég valdi það að hella soðinu af áður en ég setti Sweet Hot Chili sósuna á pönnuna

  • 1 pk. Rukólasalat blanda
  • Nýir íslenskir tómatar í sneiðum
  • 1 mangó í teningum
  • 1 rauðlaukur sneiddur

Salatið er sett á fat og núðlublandan yfir og kjúklingastrimlunum raðað yfir.

Borið fram með snittubrauði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég þarf að tékka á þessari uppskrift.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.6.2008 kl. 22:12

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Lilja ... endilega prufaður þessa, hún er mjög góð, luma á annarri með kjúklingi sem er óhollari, en hrikalega góð!

Ægir, ég var nú bara vísa til þess að ég vildi sjá myndasyrpu af þér búa til kjúklingasalatið sem yrði eins flott og syrpan af þér að brasa saltkjötið í vetur http://agir.blog.is/blog/agir/entry/435321/

Áfram Breiðablik ... sjáumst á vellinum á morgun.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 15.6.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband