Leita í fréttum mbl.is

Frábærir tónleikar

Listahátíð í Reykjavík er ótrúleg upplifun, hún er á hverju ári núna og það er svo margt í boði að maður verður hálf ruglaður og oftast nær fer megnið framhjá manni, því miður. Þetta árið lét ég ekki eina tónleika framhjá mér fara, þeir voru undir yfirskriftinni "Ferð án fyrirheits" og voru tónleikar þar sem leikin voru lög við ljóð Steins Steinarrs.

Tónleikarnir voru undir stjórn Jóns "góða" Ólafssonar og voru þeir hreint stórkostlegir. Jón upplýsti það að lög hefðu verið samin við ríflega 100 ljóð Steins og sum ljóðin eiga sér allt að sjö lög. Hvaða annað íslenskt skáld getur státað að því? Mér er til efs að það sé nokkurt. Í kvöld voru bæði leikin gömul og klassísk lög sem við þekkjum öll, s.s. Hudson Bay, Ræfilskvæði og Barn. En þarna voru líka flutt ný lög eftir Jón Ólafsson við ljóð Steins. Jóni hefur tekist vel upp í flestum lögunum. Mér fannst þó skemma nokkuð fyrir að hljóðblöndun fyrir hlé, þegar nýju lögin voru leikin, var ekki nægilega góð. Söngurinn var yfirskyggður af hljóðfæraleiknum og það var miður því sum ljóðanna kann maður ekki og því var erfitt að finna tilfinninguna í laginu. Þau voru þó öll ákaflega vel flutt enda valinn maður í hverju hljómsveitarrúmi.

Fyrir ykkur sem misstuð af tónleikunum í gær og í kvöld þá bendi ég á nýjan hljómdisk með lögum Jóns Ólafssonar við ljóð Steins Steinarrs. Þetta er eigulegur gripur og þarna fá ljóðin að njóta sín í fullkominni hljóðblöndun.

Jóni Ólafssyni, hljómsveit hans og öllum söngvurum sem komu fram á tónleikunum þakka ég fyrir mig. Þetta var frábær skemmtun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fátt gleður meira en góð tónlist,reyndar öll tónlist,valin eftir skapgerðinni,hverju sinni og tilefninu.Veistu,ég smyglaði mér hingað til að segja þér að heimsóknarskalinn á blogginu okkar ofl. datt niður í núll hefði nú viljað hafa mitt "skor"en það verður ekki lagað,þitt varsvo hátt að tölurnar vantaði eft.pláss.Farin í fermingu til Egilsstaða kveðja Helga

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband