Leita í fréttum mbl.is

Undarleg deila um heimildarmynd

Síðustu daga hef ég ekki getað horft á mikið á sjónvarp eða hlustað á útvarpsfréttir. Það er eiginlega tilviljun að fréttatímar hafa farið framhjá mér og ég hef ekki lagt mig niður við það að hlusta eða horfa á fréttir á netinu. Nú undir kvöld þegar ég settist við tölvuna fyrir háttinn þá sé ég frétt á visir.is þar sem segir í fyrirsögn „Dettur ekki í hug að biðja Þórhall afsökunar“. Fyrirsögnin vakti athygli mína og ekki minnkaði forvitnin við að lesa innganginn að fréttinni.

Í stuttu máli snýst fréttin um að dagskrárstjóri RÚV, Þórhallur Gunnarsson, hafi ekki viljað sýna heimildarmynd Árna Snævarrs um Evrópusambandið. Í framhaldi af því hafi Árni bloggað um það á vefnum og leitt að því líkum að Þórhallur hafi ekki viljað sýna myndina af ótta við viðbrögð frá Sjálfstæðisflokknum. Í framhaldinu telur Þórhallur að Árni skuldi honum afsökunarbeiðni enda segist aldrei muni láta stjórnmálaflokk hafa áhrif á sín störf.

Gott og vel, ég ætla ekki að blanda mér í þessa deilu, en ég get ekki annað en harmað það að RÚV skuli ekki hafa séð sér fært að sýna þessa mynd. Hvort sem Þórhalli eða Sjálfstæðisflokknum líkar það betur eða verr þá er hugsanleg aðild að Evrópusambandinu á dagskrá og það á að ræða þann möguleika að Ísland sæki þar um aðild. Umræðan ein og sér um Evrópusambandið er ekki umsókn. Ég skil ekki þann ótta sem menn hafa við umræðuna og ég er klárlega ekki ein um þá skoðun því skoðanakannanir hafa sýnt að meirihluti Íslendinga vill skoða möguleikann á aðild. Í þættinum sem hægt er að horfa á á vefsíðu visir.is segir danskur þingmaður að Íslendingar hafi komið sér upp einskonar ljósritunarlýðræði því við tökum upp reglurnar frá Brussel og ljósritum þær yfir á íslenska stjórnskipun.

Er þá ekki betra að skoða möguleikann á aðild af fullri alvöru, vera þar í skini og skúrum heldur en að vera í skugga Evrópusambandsins alla tíð og reyna að bera inn ljósið með hattinum okkar eins og Bakkabræður forðum!

Slóðin að heimildarmyndinni: http://www.visir.is/article/20080603/FRETTIR01/792782120


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæll Addi,

merkilegt að þú skulir vera í bloggfríi svona svaðalega duglegur að blogga eins og þú ert! Ég get tekið undir margt af því sem þú bendir á í þinni "stuttu" athugasemd. Á fundinum var rætt um umferðina ef til þess kemur að þessar hugmyndir koma til framkvæmda. Umferðin leysist að hluta til með akstursbrú af Kársnesi yfir í Nauthólsvík. Að öðru leyti með Öskjuhlíðargöngum (sem tekur umferð úr Breiðholti niður í bæ) og í þriðja lagi mun koma tenging inná Hafnarfjarðarveg eftir Kópavogsbrautinni ef ég hef skilið þetta allt rétt. Þetta segi ég þó með ákveðnum fyrirvara um að ég muni allt það sem fram fór á fundinum rétt og að ég hafi skilið hlutina rétt.

Ég tek undir með þér og fagna því að horft sé til lengri tíma og að allt skipulagið sé kynnt í einu. Þannig, og aðeins þannig, er hægt að móta sér skoðun á þeirri framtíðarsýn sem við blasir. Menn verða að sjá skóginn fyrir trjám og með framtíðarsýn eins og þeirri sem þarna var kynnt má segja að við höfum farið í hálfgert útsýnisflug yfir Kársnes framtíðarinnar.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 4.6.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mjög fróðlegar umræður, ég þakka fyrir þær. - En mig langar að spyrja um akstursbrú af Kársnesinu yfir í Nauthólsvík -  Hvar ætti sú brú að koma - nákvæmlega- og Öskjuhlíðargöng. - Er þá gert ráð fyrir að flugvöllurinn fari og að það skipulag sem hefur verið unnið fyrir Reykjavík um Vatnsmýrina muni verða að veruleika?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2008 kl. 01:18

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ahhh... þið talið um svo margt og mikið og ég er svo minnislaus.

Í tillögunum er gert ráð fyrir fleiri uppfyllingum og þarna voru menn ekkert að miða við einhverja 4,9 hektara, hér er talað um svæði sem þarf í umhverfismat 9,9 hektara!

Landfylling myndi ganga út á voginn beggja vegna, brúin yrði 100-200 metra löng.  

Öskjuhlíðargöng hafa verið á teikniborðinu í mörg ár, Reykvíkingar eiga að gera ráð fyrir þeim, þeir hljóta að hafa tekið frá vegstæði fyrir það.

Skipulagið sem var kynnt á fundinum tók mið af verðlaunatillögu um skipulag Vatnsmýrar, þar er flugvöllurinn ekki inni, en hann var inná sumum af þeim kortum sem sýnd voru á fundinum. Miðað við þessar forsendur þá hlýtur það að þýða að Reykvíkingar "fórni" svæði undir brúarstæði sín megin, ég man þó ekki eftir því að það hafi verið nefnt sérstaklega, en ég geri ráð fyrir því.

Skipulagið í Kópavogi er loksins í takti við raunveruleikann, settar eru fram tillögur sem ekki byggja á bútasaumi, feluleikjum eða undankomu frá umhverfismati með 4,9 ha uppfyllingum heldur alvöru FRAMTÍÐARSÝN. Svo geta menn auðvitað þráttað um það hvort og hvernig eigi að koma þessu öllu fyrir og hvort menn vilji koma þessu fyrir svona yfirleitt! Það er seinni tíma músík.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.6.2008 kl. 00:17

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Fróðlegt að heyra svarið við þessum spurningum mínum og Arnþórs ? Kv. Lilja

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.6.2008 kl. 00:17

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

En eru bæjarbúar  Kópavogs búnir að samþykkja þetta skipulag ?  Og er Gunnar Birgis búinn að samþykkja?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.6.2008 kl. 00:21

6 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Nei nei, engar samþykktir liggja fyrir. Þetta eru ennþá einungis hugmyndir, framtíðarmúsík! Svo á eftir að kynna þetta formlega á íbúafundi og allur prósessinn eftir að fara í gang. Ekkert í hendi.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 7.6.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband