Leita í fréttum mbl.is

Jarðskjálftar

Ég viðurkenni það hér og nú að ég er skíthrædd við jarðskjálfta. Fyrir 8 árum var ég stödd austur á Laugarvatni ásamt leikmönnum og þjálfurum U17 ára stúlknaliðsins þegar þjóðhátíðarskjálftinn reið yfir. Þjálfarinn og ég stilltum okkur upp í dyragætt eins og á að gera og horfðum á jörðina ganga í bylgjum fyrir utan gluggann. Leikmennirnir, sem voru nýkomnar af æfingu, voru í sturtu!. Viðurkenni það líka hér og nú að ég hefði ekki viljað skipta við þær!

Í dag var ég stödd á 5. hæð í Borgartúni í Reykjavík og mér fannst skjálftinn ekki ósvipaður þeim fyrir 8 árum. Hann var álíka langur, kannski örlítið styttri, en krafturinn var mjög svipaður. Núna forðaði ég mér ekki í dyragætt, hugsaði aðeins um möguleikann að ég myndi annað hvort fara þangað eða skríða undir borð. Við skrifborðið mitt sat hins vegar tölvumaður og ég kunni ekki við að príla undir borð til hans, minnug örlaga Monicu Lewinski hér um árið!

Í dag lét ég mér nægja að halda fast í borðbrúnina og sitja sem fastast á stólnum. Það þarf talsvert til að hreyfa mig úr stað, en mér fannst að ég mætti hafa mig alla við að tolla á stólbrúninni! Svo verður maður að bera sig vel, er það ekki? Við erum Íslendingar, vön allskonar náttúruvá og ekkert hræðir okkur. Það má alls ekki láta vita að maður sé smeikur ... eða á það bara við um karlmenn? Ef svo er þá ætla ég bara að láta það vaða ... ÉG ER KELLING! Crying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er bara allt í lagi að vera kelling. - Ég fann ekki fyrir skjálftanum sjálfum í dag, var úti í göngutúr með tvíburavagn, annar tvíburinn hrökk skyndilega upp af værum blundi hágrátandi, ég amman, hafði fundið fyrir að eitthvað kom yfir mig og mér varð flökurt, hugsaði með mér að ég hafði ekki borðað hádegisverð, hélt það væri skýringin, en svo var aldeilis ekki, þegar ég kom gekk upp Skólavörðustíginn með tvíburavagninn og nú voru báðar tvíburarnir vaknaðir, og fólk kom hlaupandi út úr húsum og spurði hvort ég hefði fundið þetta, fólk hélt að einhver hefði sprengt Laugaveg 4-6, og varð mjög hrætt. - En ég fann ekki neitt fyrir skjálftanum sjálfum, en þyturinn sem kemur á undan svona jarðskjálftum framkallar alltaf skrítna tilfinningu í höfðinu og flökurleika. - Og ég varð vör við að svo var um tvíburanna líka. -   

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.5.2008 kl. 01:03

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

                     SIÐPRÚÐ

Helga Kristjánsdóttir, 30.5.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband