18.5.2008
Stúdentsafmæli
Mér var nokkuð brugðið þegar vinkona mín og skólasystir úr MK hringdi í mig fyrir um 6 vikum og minnti mig á að við ættum 25 ára stúdentsafmæli í vor. Það gat ekki verið að það séu 25 ár liðin síðan við útskrifuðumst úr MK, við höfum í fyrsta lagi ekki elst nema um kannski 4 ár og svo lítum við miklu betur út í dag en við gerum í þá gömlu góðu!
Dagatalið og almanakið lýgur víst ekki frekar en tíminn sjálfur og við hófum þegar undirbúning að almennilegu hófi þeirra 45 stúdenta sem útskrifuðumst úr MK þann 20. maí 1983. Leit að netföngum og uppsetning vefsíðu féll í minn hlut. Vefsíðan var ekkert mál, http://mk1983.blogcentral.is og málið er dautt. Skannaði inn nokkrar myndir, laug og bullaði öðru hvoru í dagbókinni og samstúdentar mínir upplifðu síðustu 6 vikur eins og ég hafi fundið upp hjólið, öreindirnar og amömbur. Á föstudagskvöld hittumst við svo í Rúgbrauðsgerðinni og þvílíkir fagnaðarfundir. Sjaldan eða aldrei hef ég skemmt mér jafn vel og þarna, magnað að hitta allt þetta lið uppá nýtt, mætingin var bara mjög góð, þrír af þeim 45 sem útskrifuðust eru látnir og allnokkrir eru búsettir erlendis og áttu ekki heimangengt. Nokkrir höfðu ekki áhuga á að hitta okkur en með mökum og nokkrum sérvöldum kennurum mættu 42 einstaklingar í hófið og skemmtu sér hreint konunglega.
Ef einhver þeirra skyldu rekast inná þessa síðu þá færi ég þeim bestu þakkir fyrir kvöldið. Við erum ótrúlega flott, eiginlega langflottust, eins og sjá má af myndunum af fimmmenningaklíkunni þar sem myndin til vinstri er tekin árið 1983 og í fyrradag stilltum við okkur aftur upp í sömu röð. Flottar dömur finnst þér ekki?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:03 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
til hamingju frænka með stúdenstafmælið :)
Ingunn Valgerður Henriksen (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 02:26
Til hamingju með 25 ára stúdentsafmælið þitt.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.5.2008 kl. 23:21
Takk fyrir kveðjuna báðar tvær
Ingibjörg Hinriksdóttir, 19.5.2008 kl. 00:06
Takk fyrir kveðjuna Arnþór, ég skil þetta ekki heldur, hélt að við hefðum verið að mynda sama fólkið. Greinilega einhver misskilingur á ferðinni!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 19.5.2008 kl. 00:46
Þetta kallar þú SMÁ leiðindi!! Reyndar má þakka förðunardömunni sem fékk það verkefni að gera okkur jafn fagrar og við vorum fyrir 25 árum. En viti menn ... við urðum miklu fallegri! Svo ástæðan fyrir því að þú hélst fyrst að þetta væru ekki sömu konurnar er að við erum mikið fegurri í dag en þá!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 19.5.2008 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.