1.5.2008
1. maí - til hamingju með daginn!
Það var mikil og góð stemming í kröfugöngunni í dag. Hygg ég að langt sé síðan svo margir tóku þátt í göngunni. Tilefni til kröfugöngu á Íslandi í dag er ærið, og veðrið í Reykjavík bauð uppá fjölmenna göngu.
Í ávarpi á Ingólfstorgi sagði formaður SFR að misskiptingin í íslensku þjóðfélagi væri orðin slík að ekki væri nokkur leið til þess að sætta sig við hana. Orð hans um 2.500 fjölskyldur sem þurfa að þiggja matargjafir fyrir jólin og einkaþotuliðið sem héldi uppá afmælið sitt fyrir 100 milljónir eru orð í tíma töluð. Þetta er ekki það þjóðfélag sem ég vil búa í. Undanfarin ár hafa ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks (sem í einu nafni gæti kallast Sjálfsóknarflokkur) búið í haginn fyrir einkaþotuliðið og þeir sem þar ráða hafa skarað rækilegan eld að eigin köku. Veisluborð Sjálfsóknar er uppurið og nú haga þeir sér eins og þeir hafi alls ekki tekið þátt í veisluhöldunum!
Þau verk sem nú bíða ríkisstjórnar Íslands eru ekki líklegt til mikilla vinsælda. Það mun kosta fórnir að brjóta verðbólgudrauginn á bak aftur og koma hjólum atvinnulífsins aftur á gott skrið. Það er krafa dagsins að jöfnuður í íslensku samfélagi verði meiri og að sú gegndarlausa misskipting sem er arfleið Sjálfsóknarflokksins verði stöðvuð hratt og örugglega. Þar mun Samfylkingin gegna lykilhlutverki.
Vinnandi fólki til lands og sjávar færi ég hamingjuóskir í tilefni dagsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:56 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Sæll Arnþór, þú skuldar mér bara eina göngu! Ræðumaðurinn talaði ekki um fórnir, það eru mín orð.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.5.2008 kl. 17:10
Ræðan var fín. Þessi orð hans um misskiptinguna hvöttu mig til að skrifa það sem ég lét flakka hér að ofan. En til að svara fyrri spurningum þínum um fórnirnar og hver ætti að færa þær þá bendi ég á að smælingjarnir munu sjálfsagt færa stærri fórnir en bankarnir og það má líka benda á að ef bankarnir munu blæða þá munu smælingjarnir blæða.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.5.2008 kl. 17:29
Og til að bæta við þetta þá mætti leggja út frá orðum skáldsins:
Stjórnmálamönnunum og einkaþotuliðinu er aldrei kastað neitt
Þeir skilja illa þrengingar almúgans
Enda er gullfiskaminni þjóðarinnar algert
Ingibjörg Hinriksdóttir, 1.5.2008 kl. 17:32
Flottur pistill hjá þér Ingibjörg! Og alveg sammála Arnþóri, þetta er helv. vel mælt hjá þér.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.5.2008 kl. 00:58
Takk fyrir það Lilja. Það er nú reyndar ekki skrýtið að Arnþóri þyki þetta vel mælt! Hann orti þessar línur, en ég vissulega setti kirsuberið á ísinn með því að bæta einkaþotuliðinu í vísuna (sem ég fékk reyndar lánað frá formanni SFR)! Þar sem ég vil ekki vera dæmd fyrir þjófnað þá má því segja að þetta sé vel mælt hjá okkur öllum
Ingibjörg Hinriksdóttir, 3.5.2008 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.