4.4.2008
Cosí fan tutte
Lukkan leikur við mig, því í kvöld var mér boðið á aðalæfingu á óperunni Cosí fan tutte eftir Mozart í Íslensku óperunni. Það er óperustúdíó ungs tónlistarfólks sem setur sýninguna upp og verð ég að segja að þeim tókst bara bærilega vel upp. Sviðssetningin er skemmtileg, söguþráðurinn (plottið) er gott og tónlistin var hreint afbragð.
Það er óhætt að viðurkenna það hér að ég hef ekki farið á óperusýningu í mörg ár, síðast sá ég Töfraflautuna fyrir mörgum árum og síðan ekki fyrr en Mozart bankaði aftur uppá hjá mér í kvöld. Systurdóttir mín, María Konráðsdóttir, sat í hljómsveitargryfjunni í kvöld og þandi klarinettið sitt af stakri snilld en á sviðinu stjórnaði Þorvaldur Þorvaldsson verkinu í hlutverki Don Alfonso. Þorvaldur var stjarna sýningarinnar að mínu mati, hann var alveg frábær í hlutverkinu og mitt listræna auga telur að hann einn hafi haft jafngott vald á bæði söng og leik. Hjá öðrum fannst mér á köflum skorta á annað hvort. Þar er þó örugglega eingöngu og aðallega um að kenna því að enn hafa margir flytjendur ekki tekið út nægilegan þroska til að takast á við verkefni sem þetta. Það væri því spennandi að sjá þennan leikhóp aftur eftir s.s. 3-6 ár takast á við þetta sama verkefni.
Óperan rann engu að síður ljúft niður í mig og ég þakka þessu unga listafólki fyrir frábæra skemmtun. Þau stóðu sig öll frábærlega. En ég viðurkenni að ég hlakka til að heyra dóm þeirra sem hafa meiri listræna þekkingu en ég á svona hlutum svona svo ég sjái hvort ég hafi nokkurt vit á þessu. Takk fyrir mig.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 5.4.2008 kl. 22:32 | Facebook
Lögin mín
Eldri færslur
- Júní 2012
- Febrúar 2012
- Apríl 2011
- Desember 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Apríl 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Myndasíða
Heimasíðan mín
- www.ingibjorg.net
- Völvuspá Dollýar 2011 Spá Dollýar dulrænu fyrir árið 2011
- Lystauki - Veisluþjónusta Besta veisluþjónusta landsins. Fersk og framandi en þó hefðbundin. Mjög gott.
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bragi Sigurðsson
- Elfur Logadóttir
- Eygló
- Gudrún Hauksdótttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
- Gísli Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jón Svavarsson
- Karl Gauti Hjaltason
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Linda Samsonar Gísladóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Margrét Júlía Rafnsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Samfylkingin í Kópavogi
- Sigurður Elvar Þórólfsson
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Sigurðsson
- Smári Jökull Jónsson
- Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)
- TARA
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Veiðifélagið
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Þórarinn M Friðgeirsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Valdimar H Jóhannesson
Athugasemdir
Gaman að heyra, ætti kannski að skella mér á næstu sýningu hjá þeim.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.4.2008 kl. 01:18
Já endilega! Gaman að heyra hvað þér finnst um sýninguna enda með mun meiri listræna þekkingu en ég!
Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.4.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.