Leita í fréttum mbl.is

Cosí fan tutte

Lukkan leikur við mig, því í kvöld var mér boðið á aðalæfingu á óperunni Cosí fan tutte eftir Mozart í Íslensku óperunni. Það er óperustúdíó ungs tónlistarfólks sem setur sýninguna upp og verð ég að segja að þeim tókst bara bærilega vel upp. Sviðssetningin er skemmtileg, söguþráðurinn (plottið) er gott og tónlistin var hreint afbragð.

Það er óhætt að viðurkenna það hér að ég hef ekki farið á óperusýningu í mörg ár, síðast sá ég Töfraflautuna fyrir mörgum árum og síðan ekki fyrr en Mozart bankaði aftur uppá hjá mér í kvöld. Systurdóttir mín, María Konráðsdóttir, sat í hljómsveitargryfjunni í kvöld og þandi klarinettið sitt af stakri snilld en á sviðinu stjórnaði Þorvaldur Þorvaldsson verkinu í hlutverki Don Alfonso. Þorvaldur var stjarna sýningarinnar að mínu mati, hann var alveg frábær í hlutverkinu og mitt listræna auga telur að hann einn hafi haft jafngott vald á bæði söng og leik. Hjá öðrum fannst mér á köflum skorta á annað hvort. Þar er þó örugglega eingöngu og aðallega um að kenna því að enn hafa margir flytjendur ekki tekið út nægilegan þroska til að takast á við verkefni sem þetta. Það væri því spennandi að sjá þennan leikhóp aftur eftir s.s. 3-6 ár takast á við þetta sama verkefni.

Óperan rann engu að síður ljúft niður í mig og ég þakka þessu unga listafólki fyrir frábæra skemmtun. Þau stóðu sig öll frábærlega. En ég viðurkenni að ég hlakka til að heyra dóm þeirra sem hafa meiri listræna þekkingu en ég á svona hlutum svona svo ég sjái hvort ég hafi nokkurt vit á þessu. Takk fyrir mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gaman að heyra, ætti kannski að skella mér á næstu sýningu hjá þeim.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.4.2008 kl. 01:18

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Já endilega! Gaman að heyra hvað þér finnst um sýninguna enda með mun meiri listræna þekkingu en ég!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.4.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband