Leita í fréttum mbl.is

Aldarafmæli skáldsins

Á vafri mínu um veraldarvefinn fór ég inná vef þar sem uppáhalds skáldi mínu Steini Steinarri eru gerð skil. Þar las ég af áfergju allmargar færslur um þetta mikla skáld og sá ég á fyrstu færslu um skáldið að í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu hans. Af því tilefni held ég að það sé ekki úr vegi að birta hér eitt af þeim þremur ljóðum sem ég setti sjálf á blað og nefndi Tilbrigði við Stein.

Tilbrigði við Stein II 

Á meðan ég stóð
og horfði út
yfir dimmblátt vatnið
flaug tíminn framhjá.

Og í vatninu synti
fagurgrænn fiskur
og hann sagði
við mig.

Hirtu ekki um þau
tíminn og vatnið
eru eilíf
en ekki við.

Ljóð þetta fékk ég birt í Lesbók Morgunblaðsins fyrir margt löngu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Glæsilegt,   hefurðu lengi verið að yrkja ?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.2.2008 kl. 20:17

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Takk fyrir það  

já já ... ætli ég flokkist ekki undir þetta klassíska skúffuskáld. Það er mikið meira inná www.ingibjorg.net - sem er „virðulegri“ og kannski líka dálítið persónulegri hlutinn af mér.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.2.2008 kl. 09:12

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Var að skoða heimasíðunu þína, þar er aldeilis skemmtilegt að lesa, þú ert skáld stelpa!   Og Steinn Steinar er líka mitt uppáhald. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.2.2008 kl. 12:16

4 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl bæði, maður fer nú bara hjá sér við svona hrós!   en mikið óskaplega þykir mér vænt um að fá hrósið. Takk fyrir það!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.2.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband