Leita í fréttum mbl.is

Þreyttur á framsókn

Á vefsíðu Vísis, www.visir.is, þann 19. janúar sl. birtist frétt um að Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi, væri að gefast upp á Framsóknarflokknum. Í fréttinni segir m.a.: „Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins er orðinn svo þreyttur á innbyrðis deilum og leiðindum innan flokksins að hann er að gefast upp á að starfa innan hans.

Ástæða leiðans hjá Birni Inga er trúnaðarbréf sem Guðjón Ólafur Jónsson fyrrverandi þingmaður flokksins skrifaði til 2000 flokksfélaga, að eigin sögn í stað jólakorta. Í bréfinu ræðir Guðjón Ólafur um vanda framsóknarflokksins. Hann segir meðal annars að fyrir síðustu kosningar hafi frambjóðendur keypt sér föt fyrir hundruð þúsunda króna allt á reikning Framsóknarflokksins.

Í sjónvarpsfréttum í gær beitti Björn Ingi fyrir sig gömlum töktum úr íþróttafréttamennskunni og sagðist vera orðinn leiður á því að verja eigið mark fyrir ásókn eigin leikmanna. Björn Ingi sagði eitthvað á þá leið að það væri „erfitt að vinna leik ef maður kemst ekki í sókn vegna þess að maður er upptekinn við að verja eigið mark fyrir sjálfsmörkum samherja sinna.“

Hann lauk síðan spjallinu í sjónvarpinu með því að segja að hann ætlaði að íhuga stöðu sína innan flokksins enda væri hann að gefast upp á að starfa innan hans.

Hvernig sem á þetta er litið þá er málið allt hið versta fyrir Framsóknarflokksins. Undanfarin ár hefur allt logað í illdeilum innan flokksins, enda fór það svo að flokkurinn stórtapaði fylgi bæði í sveitarstjórnarkosningunum 2006 og í alþingiskosningunum 2007. Hér í Kópavogi fara framsóknarmenn fínt með ágreining sinn, það er þó greinilegt hverjum þeim sem leggur við hlustir að ekki eru allir hér á bæ sáttir við framgöngu oddvita flokksins og fylgispekt hans við Gunnar Birgisson. Þar hafa þó ekki verið send trúnaðarbréf í 2000 eintökum ... sem er náttúrulega bara grín, svona út af fyrir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband