Leita í fréttum mbl.is

Björk á hrós skilið

Hlustaði á viðtal við Guðmund Gunnarsson í Kastljósinu þar sem hann var til varnar fyrir dóttur sína, Björk Guðmundsdóttur. Guðmundi tókst ágætlega upp við að verja hana en hann átti erfitt með að benda á rök fyrir því að íslenska pressan væri orðin ákafari heldur en breska pressan. Benti á forsíðuna á DV í dag ... bíddu við ... ég veit ekki um nokkurn mann sem tekur mark á DV í dag. Það blað dó um það leyti sem það tók mann á Vestfjörðum af lífin án dóms og laga, í bókstaflegri merkingu. Mér varð reyndar hugsað til þess atviks þegar ég horfði á Pressuna á Stöð 2 sl. sunnudag, en það er nú annað mál.

Það voru einhverjar fréttir um það á vefnum í dag að bandarísk poppstjarna hafi gist í Keflavík í nótt ásamt vini sínum. Hún óskaði eftir því að fá að vera í friði og að engar myndatökur yrðu. Þrátt fyrir að fjölmargir hafi vitað af konunni í Keflavík, þá virðast allir hafa virt ósk hennar og engar myndir voru teknar. Þetta er nú ekki í líkingu við það sem Guðmundur heldur fram um íslensku pressuna.

En, svo ég vaði nú úr einu í annað, þá á Björk fulla samúð hjá mér. Miðað við vælið í þessum ljósmyndara þá ætti hann nú bara að hafa einhvern annan starfa heldur en að vera að eltast við konur á fimmtugsaldri, innan við 160 cm háar og um 50 kg. Ef hann þolir ekki að slík kona ýti við honum og ef hann þarf að grenja í marga daga á eftir ... ja, þá á Björk hrós skilið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ingibjörg Hinriksdóttir
Ingibjörg Hinriksdóttir
Mér kemur allt við!

Lögin mín

- 14 Sil Suffisait d-aimer

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 129493

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband